Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 106
106 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Öryggisskór
og stígvél
Hjá Dynjanda færðu öryggisskó, öryggisstígvél
og vinnufatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur.
Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Farðu vel með þá hluti sem þú eign-
ast hvort sem þeir eru stórir eða smáir. Ann-
ars dregst þú bara aftur úr og missir af
strætisvagninum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert komin(n) út í horn og þarft nú að
setjast niður og hugsa málið algjörlega upp á
nýtt. Vertu þolinmóð(ur) og farðu í gegnum
málið með bros á vör.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert að verða öðrum ómissandi,
og finnst þú töff. Gleymdu því ekki að sjálfs-
virðing þín skiptir jafnmiklu máli og virðing
annarra.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Tungið er fullt og það veldur spennu í
samskiptum þínum við vini þína og kunn-
ingja. Annar möguleiki er jákvæð mistök, sem
gera stöðuna miklu betri en von var á.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þó að minni þitt hafi verið gloppótt und-
anfarið eru allar minningarnar til staðar.
Hlustaðu vel, og þú heyrir í lönguninni til að
tengjast öðrum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú gætir auðveldlega hneykslað fólk í
dag. Veltu því fyrir þér hverju þarf að breyta
og hvað þarfnast endurbóta og lagfæringar.
Það má lengi lappa upp á en það er líka mik-
ilvægt að sjá hvenær þarf að skipta út.
23. sept. - 22. okt.
Vog Skemmtilegar fréttir berast þér frá forn-
um vini. Þú þráir að láta til þín taka í heim-
inum og koma góðu til leiðar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Íhugaðu hvaða takmörkum þú
vilt ná á næstu tveimur árum. Notaðu þér
þennan byr en varastu allan leikaraskap.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Mikilvæg viðfangsefni klárast
þegar þú færð að minnsta kosti eina mann-
eskju í lið með þér. Leitin hefst á því að
ákveða hvað þú ert ekki.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Sýndu mikla varúð í fjármálum
þessa dagana. Ef þú auglýsir hæfileika þína
eiga tækifærin auðveldara með að hafa upp á
þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er upplagt tækifæri til þess að
ganga frá því sem þú hefur látið sitja á hak-
anum. Aðrir laðast jafnframt að þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nú þarftu að líta til baka, það skiptir
miklu máli. Annað gæti hrætt fólk. Komdu
þér í samband við viðkomandi og myndaðu
vinalega stemningu svo viðkomandi sé til í að
hjálpa þér.
Hallmundur Kristinsson yrkir áBoðnarmiði:
Það er meira hve margir hrífast
mikið af því að rífast.
Mætustu menn
munnhöggvast enn.
Virðast af þessu þrífast.
Kristján Runólfsson yrkir um
veðrið:
Víða um landið vindur fer,
við það grandast færi,
eins og fjandinn á hann sér,
engin landamæri.
Sigurlín Hermannsdóttir skrifaði:
Úr leirnum hnoða ljóðin mín
og letra í sand.
Vísu skrái í skýjamynd
skálda kvæði í sunnanvind.
Sr. Skírnir Garðarsson segir á
Leirnum að vísan minni á ljóð Arvid
Hansens:
Det sættes med valne heinner
en båt mot dein mørke kveill.
La vækse mi von over hav og fjeill.
Kom sommarvijnn.
Og þýðing sr. Skírnis með orð-
unum „fallega ort, leirlega þýtt“:
Með sigggrónum höndum ég hýsi mitt far,
á hendingum vitund mín lumar.
Í sjónhending upplif́i ég allt það sem var,
kom, eilífa sumar!
Þessi staka birtist hér á mánudag
og er að sjálfsögðu eftir Sigmund
Benediksson en ekki Magnússon
eins og mér varð á að skrifa og
biðst afsökunar á:
Hrímuð vakan hryglugrá
herðir tak á grundum,
emja nakin ýlustrá
út á klakasundum.
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir
um búskap og framfarir samkvæmt
nýjustu fréttum:
Langþreyttir bændurnir kvarta um kal
á kotbýlum norður í rassi
en nýsköpun sögð er í Svarfaðardal
og sífrerinn ilmar af hassi.
Og Ármann Þorgrímsson vill
meira frelsi:
Öllum höftum alræðis
óska ég að linni
svo keypt ég geti kannabis
í kjörbúðinni minni.
Kristján Runólfsson segir frá öl-
hituárum sínum á Boðnarmiði:
Kann ég að útbúa klárustu vín,
koníak, líkjör og skota,
flestir þó vita að framleiðslan mín
fer öll til heimilisnota.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af yrkingum, nýsköpun og
verslunarfrelsi
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG SÉ AÐ ÞÚ HEFUR SKRÁÐ SEM ÁHUGAMÁL ÞÍN
AÐ SKÍÐA Í ÖLPUNUM, KÖFUN, FALLHLÍFARSTÖKK,
FJÁRSJÓÐSLEIT OG AÐ KLÍFA MOUNT EVEREST.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að taka „sjálfu“ með
ástarblossanum þínum.
STEFNUMÓTA-
MIÐLUN
ÉG HÉLT ÉG VÆRI
BÚINN MEÐ TYGGJÓIÐ
OG ÞÁ TEYGÐI ÉG
MIG Í VASANN OG
GETTU HVAÐ?
ÉG FANN
TYGGJÓ!
ÞÚ ERT BARA Í
SJÖUNDA HIMNI,
ER ÞAÐ EKKI,
JÓN?!
HELGA,
VINSAMLEGA
RÉTTU MÉR
SVARTA
PIPARINN,
ENGIFERIÐ
OG NEGULINN!
ER ÞETTA ÞÍN LEIÐ TIL ÞESS AÐ KRYDDA
AÐEINS Í SVEFNHERBERGINU OKKAR?
Víkverji fékk um daginn sér-kennilega uppljómun, svona
eins og gengur og gerist. Hann upp-
götvaði það nefnilega að það væri
brýn þörf fyrir Facebook að finna
upp á nýrri tegund vinskapar, nefni-
lega óvinskap. Víkverji gæti þá bætt
fólki sem hann þekkti en líkaði ekk-
ert sérstaklega vel við á „óvinalist-
ann“ sinn, með því að senda því
„óvinabeiðnir“.
x x x
Víkverji er á því að með slíkumyndi ýmislegt ávinnast. Fólk
myndi til dæmis skynja betur hve-
nær öðru fólki líkaði ekki við það, en
Víkverji lifir í stöðugum ótta um
slíkt. „Ha, sendi hann mér óvina-
beiðni? Ég hafði ekki hugmynd,“
gæti verið viðkvæðið. Svo auðvitað
ef tengslin skána síðar meir verður
alltaf hægt að „afóvina“ fólkið og
senda því hefðbundnari vinabeiðni.
x x x
Samstarfskona Víkverja komst íhann krappan um daginn. Borð-
ið hennar á matartímanum breyttist
mjög óvænt í óvinnandi vígi sport-
ista, sem vildu ekkert ræða annað en
knattspyrnu. Víkverji var með lausn
á reiðum höndum fyrir samstarfs-
konuna, sem hann vill nú deila með
öðrum sem gætu lent í svipuðum að-
stæðum. Töfralausnin er nefnilega
að trufla íþróttasamræðurnar með:
„Hey, en sáuð þið sendinguna
þarna?“ Hugsanlega má bæta við
„geðveikt flott!“ með nokkrum ákafa
til þess að ítreka mikilvægi þessarar
einu sendingar sem anti-sportistinn
er að reyna að „blöffa“ sig í gegnum
samræðurnar með.
x x x
Það er næsta víst, eins og BjarniFel myndi segja, að viðbrögð
sportistanna verði þau að finna ein-
hverja sendingu í viðkomandi leik,
en þær skipta hundruðum, sem
passar við ákafann í spurningu antí-
sportistans. Enginn vill nefnilega
viðurkenna að hafa misst af „send-
ingunni.“ Fyrr en varir hafa sport-
istarnir tekið antí-sportistann í sátt
og hann eða hún getur þá stýrt sam-
talinu nær eigin áhugamálum, eins
og frímerkjasöfnun, leirburði eða
áfengisneyslu. víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er
nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir
ljóma þinn yfir himininn.
Sálmarnir 8:2