Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 124

Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 124
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 330. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Sögð hafa verið barin til dauða 2. Sextán skot í bakið 3. Réðust á síðu Kristsdags 4. Ertu með B12 vítamínskort? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Píanó- og hljómborðsleikarinn Kjartan Valdemarsson og félagarnir í DÓH-tríóinu eiga stefnumót í menn- ingarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21. DÓH-tríó er skipað Daníel Helgasyni á gítar og bassa, Óskari Kjartanssyni á trommur og Helga Rúnari Heiðars- syni á saxófón oghafa þeir látið sig dreyma um að bralla eitthvað skemmtilegt með Kjartani. DÓH og Kjartan leika saman í Mengi  Sjöunda höfundakvöld haustsins fer fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöf- undasambandsins, Dyngjuvegi 8, í kvöld kl. 20. Kristján Guð- jónsson bókmennta- fræðingur mun spjalla við Mikael Torfason og Auði Jónsdóttur, sem munu einnig lesa úr bókum sínum, Týnd í Paradís og Stóra skjálfta. Höfundakvöld með Mikael og Auði Á föstudag Norðan 8-15 m/s og snjókoma eða él en úrkomulítið á Suðurlandi. Frost 1 til 8 stig en harðnandi frost með kvöldinu. Á laugardag Norðan 8-13 m/s. Talsvert frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í hvassa norðanátt með snjókomu á Vestfjörðum og Ströndum um og eftir hádegi í dag, síðar einnig við norðausturströndina. Lægir talsvert um kvöldið. Kólnandi veður. VEÐUR „Það er einn atvinnumaður í hverju liði og hann er lam- inn og tuskaður til í hverjum leik. Við fáum enga vernd. Ef maður segir stakt orð við dómarana er maður sendur af velli. Þetta er svakalegt. Maður kannski gefur frá sér boltann og fær þá högg í bakið. Þetta er „dirty“ handbolti,“ segir hand- knattleiksmaðurinn Björg- vin Þór Hólmgeirsson, sem spilar nú í Dúbaí. »4 Tuskaður til í hverjum leik Leicester City hefur komið gríðarlega á óvart í ensku úrvalsdeildinni það sem af er þessu tímabili og er í efsta sætinu eftir þrettán umferðir. Snemma á árinu sat liðið á botni deildarinnar. Claudio Ranieri þótti ekki spennandi kostur sem knatt- spyrnustjóri þegar hann var ráðinn í sumar og fáir vissu hver framherjinn Jamie Vardy var. Nú þekkja hann all- ir. »3 Ótrúleg staða hjá refunum í Leicester Íslenska kvennalandsliðið í körfu- knattleik varð að sætta sig við tap gegn Slóvakíu, 72:55, í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Stað- an í hálfleik var 40:33, Slóvökum í vil. Íslenska liðið hefur þar með tapað báðum leikjunum í undankeppninni, en það beið lægri hlut fyrir Ungverj- um á útivelli um síðustu helgi. »2 Annað tap hjá kvenna- landsliðinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is Lokað vegna árshátíðar laugardag og sunnudag 28. - 29. nóvember Opið á mánudag 9-18 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Skálmöld er nýbyrjuð í þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu en bandið kemur aftur til Íslands þann 12. des- ember. Hljómborðsleikarinn Gunnar Ben komst ekki með að þessu sinni- vegna anna í Listaháskólanum, þar sem hann er aðjúnkt. Helga Ragn- arsdóttir hljóp í hans skarð, en hún er systir hljómsveitarmeðlimanna Snæbjarnar og Baldurs. Hún er söngkona og tónskáld sem starfar meðal annars með hljómsveitinni Rökkurró. Systkininin hafa einu sinni áður stigið saman á svið, með Ljótu hálfvitunum, þegar hljóm- sveitina vantaði flautuleikara. Faðir þeirra, Ragnar L. Þor- grímsson, sem nú er látinn, var tón- listarkennari og var tónlist alla tíð haldið að systkinunum. Móðir þeirra, Anna Snæbjörnsdóttir, er heima á Húsavík stolt af tónlistar- mönnunum þremur sem ferðast nú saman. „Þau höfðu sífellt fyrir okkur tónlist í æsku, svo hún getur ekkert kvartað yfir því að eiga þrjá tónlist- armenn,“ segir Helga. Baldur bendir á að hún hafi alveg smá áhyggjur af ferðalagi þeirra þriggja. „Sérstaklega núna þegar öll eggin eru í sömu körfunni. En við horfum til beggja hliða áður en við förum yfir götuna og svona og við er- um almennt frekar góð í þessu öllu saman.“ Snæbjörn segir að vel hafi gengið í upphafi tónleikaferðalagsins og hljómsveitinni hafi verið vel tekið. „Túrinn fer alveg afskaplega skemmtilega af stað. Við hlæjum, brosum, drekkum og stöppum stál- inu hvert í annað. Bandið stækkar og dafnar og við höldum ótrauð áfram, það gefur manni alveg óskaplega mikið að hafa eitthvað til að keppa að. Mikið óskaplega vona ég að sem flestir eigi sína Skálmöld. Að leggja af stað með jafnvon- lausa hugmynd og að stofna íslenska víkingaþungarokkshljómsveit og ná að fylgja henni svona langt eftir gef- ur manni alveg óskaplega mikið. Líf- ið er ekki flókið. Bara passa að hafa nógu gaman.“ Þrátt fyrir að vera saman í þrjár vikur nánast föst við hvert annað ætla systkinin að halda jólin hátíðleg saman með stórfjölskyldunni. „Jólin verða meira að segja haldin heima hjá mér og það er í fyrsta skipti sem ég held jól sjálfur,“ segir Snæbjörn. „Eða sem sagt ég og Agnes, kær- astan mín, og núna dóttir okkar, hún Anna. Það verður fínt að ná að tengja þetta svona saman, að hafa mömmu hjá sér en vera samt heima hjá sér. Hún getur þá haft skoðun á sósunni og svona.“ „Lífið er ekki flókið, bara passa að hafa nógu gaman“  Skálmaldar- systkinin sam- einuð í Evróputúr Morgunblaðið/Styrmir Kári Grifflubörn Baldur, Snæbjörn og Helga Ragnarsbörn saman á brottfarardeginum. Takið eftir grifflunum. Móðir þeirra, Anna Snæbjörnsdóttir, á heiðurinn en fjölmargir þungarokkarar landsins eiga svona og margir erlendis líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.