Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 114
114 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
» 70 ára afmælis- ogstyrktartónleikar
Hollvinasamtaka
Reykjalundar voru
haldnir í Grafarvogs-
kirkju í fyrrakvöld.
Landskunnir tónlistarmenn komu fram á styrktartónleikum í Grafarvogskirkju í fyrrakvöld
Karlafjöld Karlakór Reykjavíkur hóf tónleikana með tveimur lögum, „Ísland, Ísland“ og „Á Sprengisandi“ og söng
svo með Diddú í „Mein Herr Marquis“, hinni þekktu aríu úr Leðurblökunni, óperu Jóhanns Strauss.
Fingrafimur Gunnar Þórðarson lék og söng fyrir kirkjugesti.
Glæsileg Systkinin Sigrún og Páll Óskar Hjálmtýsbörn sungu fallega sam-
an við undirleik Moniku Abendroth hörpuleikara.
Kynnir Þorsteinn Guðmundsson
kitlaði hláturtaugar tónleikagesta. Ánægja Gestir voru hæstánægðir með tónleikana og kirkjan þéttsetin.
Morgunblaðið/Eggert
Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson verður
formaður þeirrar dómnefndar alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðarinnar í Anatólíu í Tyrklandi sem metur erlendar
kvikmyndir.
Af öðrum sem sitja í dómnefnd með Friðriki má nefna
leikstjórann Catherine Hardwicke sem á m.a. að baki
kvikmyndirnar Thirteen og Twilight, handritshöfund-
inn Carl Gottlieb sem skrifaði m.a. handrit Jaws og rúm-
ensku leikkonuna Anamaria Marinca sem fór með eitt af
aðalhlutverkum rúmensku verðlaunamyndarinnar 4
Months, 3 Weeks and 2 Days. Hátíðin hefst 29. nóvember
og stendur til 6. desember.
Friðrik formaður á hátíð í Anatólíu
Friðrik Þór
Friðriksson
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Kvikmyndatónlist úr ýmsum átt-
um verður flutt í dag kl. 12 á há-
degistónleikum í Fríkirkjunni,
ásamt stuttum, þekktum
auglýsingastefjum. Flytjendur
eru Hulda Björk Garðarsdóttir
sópran, Lilja Eggertsdóttir píanó-
leikari, Ásgeir Ásgeirsson gítar-
leikari og Gunnar Hrafnsson
kontrabassaleikari.
Flytja kvikmyndatónlist og stutt stef
Flytjandi Hulda Björk Garðarsdóttir sópran syngur í Fríkirkjunni í dag.