Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 80
80
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
JÓLAMATUR
Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
Sproti 405
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
G
reinilegt er að Eggert Sig-
mundsson og aðrir starfs-
menn Norðlenska vita að
þeir gegna ábyrgðarhlut-
verki í jólahaldi landsmanna. „Jóla-
steikin má ekki klikka og hvergi
má hvika frá gæðunum sem Norð-
lenska er þekkt fyrir. Hér starfa
kjötiðnaðarmenn og -meistarar
með áratugalanga reynslu og
leggja allir starfsmenn mikið á sig
svo að allt gangi upp. Hér er unnið
fram á kvöld og margar helgar í
nóvember og desember.“
Hefðirnar lifa góðu lífi
Eggert er framleiðslustjóri
stórgripavinnslu Norðlenska, en
undir Norðlenska heyra vörumerk-
in Goði, KEA, Húsavíkur-kjöt og
Bautabúrið. Þann tíma sem Eggert
hefur staðið vaktina hefur hann
getað greint smávægilegar breyt-
ingar í jólamatarhefðum Íslend-
inga. Bæði virðist fólk sækja í
auknum mæli í hefðbundnasta mat-
inn, en líka margir tilbúnir að
smakka nýjungarnar. „Vinsælast er
að fólk kaupi sér KEA- eða Húsa-
víkurhangikjöt og KEA-hamborg-
arhrygg enda hefur þetta kjöt ver-
ið á borði landsmanna um áraraðir
og fólk treystir á gæði þess. Tví-
reykt hangikjöt er farið að seljast í
meira mæli en áður í aðdraganda
jólanna og hugsa ég að margir hafi
uppgötvað hversu gott það er að
láta tvíreykt læri hanga uppi í eld-
húsinu til að fá hangiilminn á heim-
ilið, og skera sér reglulega flís af
kjötinu og borða t.d. með laufa-
brauði.“
Grafnar kjötvörur, þurrverk-
aðir vöðvar og hráverkaðar pylsur
hafa einnig sótt á. Nefnir Eggert
grafið lamb og grafið naut. „Áhug-
inn er greinilega fyrir hendi að
smakka eitthvað nýtt og auka á
fjölbreytnina í jólamánuðinum.“
Grafna lambið og nautið er
verkað þannig að vöðvinn er látinn
liggja í tiltekinn dagafjölda í jurta-
og kryddblöndu. „Flestum þykir
best að gæða sér á grafna kjötinu
með ostum, berjum og sultu og
ekki skemmir fyrir eitt rauðvíns-
glas.“
Einnig framleiðir Norðlenska
jólapaté sem gæti svo gott sem
komið í staðinn fyrir foie-gras á
diski kröfuhörðustu matgæðinga.
„Þetta er mjög góð kæfa sem
bragðbætt hefur verið með bæði
döðlum og beikoni og brennd með
gasloga til að ná fram réttum
bragðeinkennum.“
Salamí inni í ísskáp
Lokst virðast Íslendingar vera
að komast upp á lagið með þurr-
verkaða vöðva og pylsur. Þeir sem
reynt hafa vita að það er ekki ama-
legt að eiga íslenska hráskinku eða
þurrverkaðan nautavöðva, bragð-
sterka salami-pylsu, ítalska salami
eða chorizo inni í ísskáp til að narta
í þegar löngunin í eitthvað ljúffengt
gerir vart við sig. „Það má skera
pylsuna þunnt og not sem álegg,
eða einfaldlega skera af henni lít-
inn fleyg til að gæða sér á.“
Jólakjöt sem landinn stólar á
Vinsældir tvíreykta hangi-
kjötsins fara vaxandi og
eins mikill áhugi á gröfnum
kjötvörum og þurrverkuð-
um pylsum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Biti Grafið lamb og naut hefur fallið í kramið hjá neytendum. „Flestum þykir best að gæða sér á grafna kjötinu með ostum, berjum og sultu og ekki skemm-
ir fyrir eitt rauðvínsglas,“ segir Eggert H. Sigmundsson hjá Norðlenska. Hráskinkur og pylsur er líka að finna í ísskápnum á mörgum heimilum.
KEA Hangikjöt með uppstúf
1 stk. KEA hangikjötsrúlla, úrbein-
að
Vatn
Matreiðsla: Setjið hangikjötið í
pott og látið vatnið fljóta yfir kjötið
og sjóðið í 1⁄2 klst. fyrir hvert kíló.
Slökkvið undir og látið kjötið
standa í soðinu í 1 klst. Berið
fram eða kælið í kæliskáp.
Uppstúfur
4 msk. smjör
4 msk. hveiti
7 dl mjólk
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
1⁄3 tsk. múskat
2 tsk. sykur
Bræðið smjörið í potti og bætið
hveiti við og hrærið. Hellið mjólk-
inni rólega saman við og hrærið
stöðugt í á meðan. Látið malla við
vægan hita í 5 mínútur og hrærið
reglulega í á meðan. Bætið salti,
pipar, múskati og sykri við eftir
smekk.
Berið fram með kartöflum,
grænum baunum og rauðkáli
KEA léttreyktur lamba-
hryggur m/sólberjasósu
1 stk. KEA léttreyktur lambahrygg-
ur
Matreiðsla: Sjóðið í vatni við væg-
an hita í 45 mín. Takið upp úr og
látið kólna aðeins. Smyrjið púð-
ursykri yfir hrygginn og steikið í
ofni við 180°C í 30-40 mínútur.
Sólberjasósa
Soðið af lambahrygg
2 dl rauðvín
1 dl sólberjasulta
1 lítill laukur saxaður
lambakraftur ef þarf
Laukurinn er svitaður í potti og
síðan er rauðvíninu bætt út í
ásamt sólberjasultunni. Sjóðið ör-
lítið niður og bætið lambasoðinu
útí. Þykkið sósuna og látið sjóða.
Berið fram með sykurbrúnuðum
kartöflum, rósakáli, maísbaunum
og ananas.