Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
Tryggvi Þorsteinsson
læknir lést á Landspít-
alanum í Reykjavík 23.
nóvember síðastliðinn,
91 árs að aldri.
Tryggvi Þorsteins-
son fæddist 30. desem-
ber 1923 í Reykjavík,
sonur hjónanna Lauf-
eyjar Tryggvadóttur,
húsmóður í Vatnsfirði
við Djúp, og séra Þor-
steins Jóhannessonar,
prófasts í Vatnsfirði.
Tryggvi lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
1944 og embættisprófi í læknisfræði
frá Háskóla Íslands 1951. Hann var
við nám í kvensjúkdómum og fæð-
ingarhjálp og handlækningum í
Danmörku og Svíþjóð og fékk sér-
fræðingsleyfi í handlækningum árið
1958.
Tryggvi starfaði á Íslandi frá
árinu 1957. Megnið af
starfsævi sinni helgaði
hann slysadeild Borg-
arspítalans. Hann
kenndi í áratugi við
Hjúkrunarskóla Ís-
lands og var stunda-
kennari og síðar lektor
í slysalækningum við
Háskóla Íslands. Að
starfsferli loknum
sinnti hann störfum
hjá Tryggingastofnun
og Krabbameinsfélag-
inu þar til hann varð
áttræður.
Gefnar voru út eftir
hann endurminningar frá æskuár-
um við Djúp og einnig ljóðaþýð-
ingar.
Eftirlifandi eiginkona Tryggva er
Hjördís Björnsdóttir. Þau eign-
uðust tvær dætur, Laufeyju og
Hildi, og fyrir átti Tryggvi einn son,
Guðjón.
Andlát
Tryggvi Þorsteinsson
Nýtt uppsjávarskip HB Granda,
Víkingur AK 100, er væntanlegt til
heimahafnar á Akranesi fyrir jól. Í
gærmorgun var skipið tekið upp í
þurrkví til skoðunar hjá skipa-
smíðastöðinni Celiktrans í Tuzla í
Tyrklandi. Gangi allt eins og ráð-
gert er verður lagt af stað í heim-
siglingu í kringum 8. desember.
Víkingur AK er systurskip Ven-
us NS 150, sem kom til landsins í
lok maí í vor. Skipin eru 80 metra
löng, 17 metra breið og búin öfl-
ugri kæligetu. Samningsverð skip-
anna beggja var upp á 44,5 millj-
ónir evra eða sem nemur um 6,3
milljörðum króna. Nýju skipin
leysa eldri uppsjávarskip HB
Granda af hólmi, Víking AK, Faxa
RE og Ingunni AK. Víkingur var
seldur til niðurrifs í Danmörku, en
Faxi og Ingunn voru í vor seld
Vinnslustöðinni í Vestmanna-
eyjum.
Skipasmíðastöðin í Tyrklandi er
einnig að smíða þrjá ísfisktogara
fyrir HB Granda og var samnings-
upphæðin fyrir þá alls tæplega 44
milljónir evra. Áætlað er að fyrsta
skipið verði afhenst næsta sumar,
það næsta síðla árs 2016 og það
þriðja vorið 2017. Nýju ísfisk-
skipin koma í stað þriggja eldri
togara, Ásbjörns RE, Ottós N.
Þorlákssonar RE og Sturlaugs H.
Böðvarssonar AK. aij@mbl.is
Nýr Víkingur Framundan er reynslusigling hjá skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og síðan sigling heim til Íslands.
Nýr Víkingur væntanlegur
heim til Akraness fyrir jólEygló Harðardóttir, félags- og hús-næðismálaráðherra, Ármann Kr.Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs-
bæjar, Eiríkur Björn Björgvinsson,
bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar, og
Haraldur Líndal Haraldsson, bæjar-
stjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar,
undirrituðu í gær samninga um mót-
töku 55 sýrlenskra flóttamanna sem
væntanlegir eru til landsins í næsta
mánuði. Undirbúningur að móttöku
flóttafólksins hefur staðið yfir um
nokkurt skeið í samvinnu við Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóðanna
(UNCHR). Hópurinn samanstendur
af tíu fjölskyldum, 20 fullorðnum ein-
staklingum og 35 börnum, og dvelur
fólkið allt í flóttamannabúðum í Líb-
anon. Af hópnum munu 23 setjast að á
Akureyri, 17 í Hafnarfirði og 15 í
Kópavogi.
Sameiginlegt verkefni
Eygló Harðardóttir, félags- og hús-
næðismálaráðherra, segir gleðilegt að
nú sé komið að því að bjóða flóttafólk-
ið velkomið til landsins: „Ég er þess
fullviss að sveitarfélögin og aðrir sem
hlutverki hafa að gegna muni gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að taka
sem allra best á móti fólkinu þannig
að því geti liðið hér vel og aðlagast ís-
lensku samfélagi. Við landsmenn eig-
um að sameinast um þetta verkefni og
leggja metnað okkar í að gera það
sem best,“ er haft eftir henni í frétta-
tilkynningu.
Í fréttatilkynningu kemur fram að
það nýmæli sé í samningunum sem
undirritaðir voru í gær að móttöku-
verkefnið taki til tveggja ára í stað
eins áður. Þetta er gert í samræmi við
ábendingar sveitarfélaga, sem telja í
ljósi reynslu að flóttafólk hafi þörf
fyrir stuðning í kjölfar komu hingað
til lands um lengri tíma en áður hefur
verið miðað við. Gert er ráð fyrir að
greiðslur ríkisins til sveitarfélaganna
á samningstímanum nemi samtals
173,4 milljónum króna.
Í samræmi við viðmiðunarreglur
flóttamannanefndar verða skipaðir
samráðshópar um stuðning og aðlög-
un flóttafólksins þar sem sæti eiga
tveir fulltrúar sveitarfélags, fulltrúi
deildar Rauða krossins í viðkomandi
sveitarfélagi og fulltrúi velferðar-
ráðuneytis sem er formaður hópsins.
Rauði krossinn á Íslandi kemur að
móttöku flóttafólksins í hverju
sveitarfélagi, þar sem hann útvegar
fólkinu nauðsynlegt innbú á heimili
þeirra og hefur jafnframt umsjón
með stuðningsfjölskyldum sem ætlað
er að liðsinna flóttafólkinu við aðlög-
un.
Sýrlensks börn Von er á 55 flóttamönnum til Íslands. Samið hefur verið um
móttöku flóttamannanna. Undirbúningur hefur staðið lengi yfir.
Samið um mót-
töku flóttamanna
Von á 55 sýrlenskum flóttamönnum
Vonskuveður og hafís hafa hamlað
loðnuleit norðvestur af landinu, en
rannsóknaskipið Árni Friðriksson
hefur verið við loðnuleit í um
vikutíma. Það sem til þessa hefur
fundist er undir mælingunni sem
gerð var fyrr í haust í hefðbundn-
um haustleiðangri, samkvæmt
upplýsingum Þorsteins Sigurðs-
sonar, sviðsstjóra á nytjastofna-
sviði Hafrannsóknastofnunar. Lík-
legt er að skipið verði við loðnu-
leit áfram og reyni að kanna
svæði þar sem hafís hefur verið til
trafala, sem og norður með Aust-
ur-Grænlandi.
Í kjölfar haustleiðangurs Haf-
rannsóknastofnunar var lagt til að
heildaraflamark á vertíðinni í vet-
ur yrði alls 44 þúsund tonn í sam-
ræmi við aflareglu. Það er langt
undir væntingum um stærð veiði-
stofns loðnu miðað við mat á
magni ungloðnu haustið 2014. Til
að freista þess að ná betri mæl-
ingu var farið í leiðangurinn sem
nú stendur yfir.
Eftir sem áður verður farið til
loðnuleitar að nýju í janúar/
febrúar 2016 og í ljósi mælinga þá
verður aflamark endurreiknað í
samræmi við gildandi aflareglu.
aij@mbl.is
Illa gengur að finna loðnuna