Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Tryggvi Þorsteinsson læknir lést á Landspít- alanum í Reykjavík 23. nóvember síðastliðinn, 91 árs að aldri. Tryggvi Þorsteins- son fæddist 30. desem- ber 1923 í Reykjavík, sonur hjónanna Lauf- eyjar Tryggvadóttur, húsmóður í Vatnsfirði við Djúp, og séra Þor- steins Jóhannessonar, prófasts í Vatnsfirði. Tryggvi lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1944 og embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1951. Hann var við nám í kvensjúkdómum og fæð- ingarhjálp og handlækningum í Danmörku og Svíþjóð og fékk sér- fræðingsleyfi í handlækningum árið 1958. Tryggvi starfaði á Íslandi frá árinu 1957. Megnið af starfsævi sinni helgaði hann slysadeild Borg- arspítalans. Hann kenndi í áratugi við Hjúkrunarskóla Ís- lands og var stunda- kennari og síðar lektor í slysalækningum við Háskóla Íslands. Að starfsferli loknum sinnti hann störfum hjá Tryggingastofnun og Krabbameinsfélag- inu þar til hann varð áttræður. Gefnar voru út eftir hann endurminningar frá æskuár- um við Djúp og einnig ljóðaþýð- ingar. Eftirlifandi eiginkona Tryggva er Hjördís Björnsdóttir. Þau eign- uðust tvær dætur, Laufeyju og Hildi, og fyrir átti Tryggvi einn son, Guðjón. Andlát Tryggvi Þorsteinsson Nýtt uppsjávarskip HB Granda, Víkingur AK 100, er væntanlegt til heimahafnar á Akranesi fyrir jól. Í gærmorgun var skipið tekið upp í þurrkví til skoðunar hjá skipa- smíðastöðinni Celiktrans í Tuzla í Tyrklandi. Gangi allt eins og ráð- gert er verður lagt af stað í heim- siglingu í kringum 8. desember. Víkingur AK er systurskip Ven- us NS 150, sem kom til landsins í lok maí í vor. Skipin eru 80 metra löng, 17 metra breið og búin öfl- ugri kæligetu. Samningsverð skip- anna beggja var upp á 44,5 millj- ónir evra eða sem nemur um 6,3 milljörðum króna. Nýju skipin leysa eldri uppsjávarskip HB Granda af hólmi, Víking AK, Faxa RE og Ingunni AK. Víkingur var seldur til niðurrifs í Danmörku, en Faxi og Ingunn voru í vor seld Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum. Skipasmíðastöðin í Tyrklandi er einnig að smíða þrjá ísfisktogara fyrir HB Granda og var samnings- upphæðin fyrir þá alls tæplega 44 milljónir evra. Áætlað er að fyrsta skipið verði afhenst næsta sumar, það næsta síðla árs 2016 og það þriðja vorið 2017. Nýju ísfisk- skipin koma í stað þriggja eldri togara, Ásbjörns RE, Ottós N. Þorlákssonar RE og Sturlaugs H. Böðvarssonar AK. aij@mbl.is Nýr Víkingur Framundan er reynslusigling hjá skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og síðan sigling heim til Íslands. Nýr Víkingur væntanlegur heim til Akraness fyrir jólEygló Harðardóttir, félags- og hús-næðismálaráðherra, Ármann Kr.Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs- bæjar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar, og Haraldur Líndal Haraldsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar, undirrituðu í gær samninga um mót- töku 55 sýrlenskra flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins í næsta mánuði. Undirbúningur að móttöku flóttafólksins hefur staðið yfir um nokkurt skeið í samvinnu við Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR). Hópurinn samanstendur af tíu fjölskyldum, 20 fullorðnum ein- staklingum og 35 börnum, og dvelur fólkið allt í flóttamannabúðum í Líb- anon. Af hópnum munu 23 setjast að á Akureyri, 17 í Hafnarfirði og 15 í Kópavogi. Sameiginlegt verkefni Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, segir gleðilegt að nú sé komið að því að bjóða flóttafólk- ið velkomið til landsins: „Ég er þess fullviss að sveitarfélögin og aðrir sem hlutverki hafa að gegna muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að taka sem allra best á móti fólkinu þannig að því geti liðið hér vel og aðlagast ís- lensku samfélagi. Við landsmenn eig- um að sameinast um þetta verkefni og leggja metnað okkar í að gera það sem best,“ er haft eftir henni í frétta- tilkynningu. Í fréttatilkynningu kemur fram að það nýmæli sé í samningunum sem undirritaðir voru í gær að móttöku- verkefnið taki til tveggja ára í stað eins áður. Þetta er gert í samræmi við ábendingar sveitarfélaga, sem telja í ljósi reynslu að flóttafólk hafi þörf fyrir stuðning í kjölfar komu hingað til lands um lengri tíma en áður hefur verið miðað við. Gert er ráð fyrir að greiðslur ríkisins til sveitarfélaganna á samningstímanum nemi samtals 173,4 milljónum króna. Í samræmi við viðmiðunarreglur flóttamannanefndar verða skipaðir samráðshópar um stuðning og aðlög- un flóttafólksins þar sem sæti eiga tveir fulltrúar sveitarfélags, fulltrúi deildar Rauða krossins í viðkomandi sveitarfélagi og fulltrúi velferðar- ráðuneytis sem er formaður hópsins. Rauði krossinn á Íslandi kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi, þar sem hann útvegar fólkinu nauðsynlegt innbú á heimili þeirra og hefur jafnframt umsjón með stuðningsfjölskyldum sem ætlað er að liðsinna flóttafólkinu við aðlög- un. Sýrlensks börn Von er á 55 flóttamönnum til Íslands. Samið hefur verið um móttöku flóttamannanna. Undirbúningur hefur staðið lengi yfir. Samið um mót- töku flóttamanna  Von á 55 sýrlenskum flóttamönnum Vonskuveður og hafís hafa hamlað loðnuleit norðvestur af landinu, en rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið við loðnuleit í um vikutíma. Það sem til þessa hefur fundist er undir mælingunni sem gerð var fyrr í haust í hefðbundn- um haustleiðangri, samkvæmt upplýsingum Þorsteins Sigurðs- sonar, sviðsstjóra á nytjastofna- sviði Hafrannsóknastofnunar. Lík- legt er að skipið verði við loðnu- leit áfram og reyni að kanna svæði þar sem hafís hefur verið til trafala, sem og norður með Aust- ur-Grænlandi. Í kjölfar haustleiðangurs Haf- rannsóknastofnunar var lagt til að heildaraflamark á vertíðinni í vet- ur yrði alls 44 þúsund tonn í sam- ræmi við aflareglu. Það er langt undir væntingum um stærð veiði- stofns loðnu miðað við mat á magni ungloðnu haustið 2014. Til að freista þess að ná betri mæl- ingu var farið í leiðangurinn sem nú stendur yfir. Eftir sem áður verður farið til loðnuleitar að nýju í janúar/ febrúar 2016 og í ljósi mælinga þá verður aflamark endurreiknað í samræmi við gildandi aflareglu. aij@mbl.is Illa gengur að finna loðnuna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.