Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Gert er ráð fyrir því að slegið verði í
gegn í Vaðlaheiðargöngum haustið
2016, miðað við að hægt verði að bora
frá báðum endum frá því í mars á
næsta ári. Lokafrágangur tekur um
14 mánuði og ætti því að vera hægt að
opna göngin fyrir árslok 2017.
Valgeir Bergmann, framkvæmda-
stjóri Vaðlaheiðarganga hf., og Ágúst
Torfi Hauksson stjórnarformaður
mættu á fund umhverfis- og sam-
göngunefndar Alþingis í gær að
beiðni nefndarinnar. Þeir greindu frá
stöðu mála við gangagerðina og svör-
uðu spurningum.
Valgeir sagði í samtali við Morgun-
blaðið að nú væri grafið Eyjafjarðar-
megin. Gangagerðarmenn væru
komnir í betra berg og dregið hefði úr
streymi vatns. Hiti þess er nú 58 °C.
Fljótlega verður farið að aka um-
framefni úr göngunum í flughlað á
Akureyrarflugvelli.
Göngin hafa lengst um 39 metra
tvær vikur í röð. Það er nákvæmlega
jafn langt og meðalframvindan hefur
verið á viku frá upphafi ganga-
gerðarinnar. Búið var að grafa 3.051
metra frá Eyjafirði og 1.474 metra
frá Fnjóskadal þann 23. nóvember
síðastliðinn. Samtals var því búið að
grafa 4.526 metra, eða 62,8% af lengd
ganganna. Meðalframvinda hér á
landi er 40-60 metrar á viku.
Vonast er til að hægt verði að hefja
gangagröft Fnjóskadalsmegin í febr-
úar eða mars 2016. Þar þarf að
styrkja bergið á hrunsvæði og tekur
það væntanlega 1-2 mánuði. Eftir það
gera menn sér vonir um að framvind-
an þeim megin geti orðið allt að 45 m/
viku og 25-40 m/viku Eyjafjarðar-
megin.
Mögulega tekin í notkun í árslok 2017
Stefnt er að því að grafa Vaðlaheiðargöng frá báðum endum frá því í mars 2016 Gangi allt
samkvæmt áætlun ætti að takast að slá í gegn um haustið 2016 Lokafrágangur tekur 14 mánuði
Ljósmynd/Valgeir Bergmann
Vaðlaheiðargöng Við hrunsvæðið Fnjóskadalsmegin er unnið að undirbúningi og verið að koma fyrir dælukerfi.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Í raun gafst enginn tími til að verða
hræddur fyrr en ég var kominn í
björgunarbátinn. Þá kannski fyrst
greip mig einhver ótti og að sjá
Brand brenna tók virkilega,“ segir
Gunnlaugur Erlendsson sjómaður í
Vestmannaeyjum. Mannbjörg varð
laust eftir hádegi í gær þegar eldur
kom upp í smábátnum Brandi VE,
sem var sex til sjö sjómílur austan
við Vestmannaeyjar. Neyðarkall
barst frá bátnum jafnframt því sem
Gunnlaugur, sem var einn um borð,
skaut neyðarblysi á loft.
„Ég var úti á dekki að gera að afl-
anum þegar ég sá mikinn eld um
borð í stýrishúsinu, þar sem ég
geymi björgunargallann. Ég stökk
til og ýtti björgunarbátnum í sjóinn
og hann var enga stund að blása upp.
Skellti mér síðan fyrir borð og ég var
aðeins fáeinar mínútur í bátnum því
hjálpin barst mjög fjótt,“ segir
Gunnlaugur, sem tekinn var um borð
í Frá VE. Sá bátur var örskammt
undan og sáu skipverjar þar hvers
kyns var. Brugðust því skjótt við,
eins og vera ber. Raunar er haft eftir
sjómönnum á Frá að skömmu eftir
að Gunnlaugur var kominn í björg-
unarbátinn hafi orðið sprenging um
borð í Brandi og framhlutinn hafi þá
orðið alelda. Ekkert er vitað um til-
drög eldsvoðans.
Báturinn er ónýtur
Þyrla frá Landhelgisgæslunni
sem var á flugi við Vestmannaeyjar
fór á vettvang og fljótlega kom lóðs-
báturinn í Eyjum á staðinn. Skip-
verjar þar slökktu eldinn í Brandi og
drógu bátinn svo inn til hafnar. Þá
var varðskipið Þór ekki langt undan
meðan á þessu stóð.
„Nei, ég hef aldrei áður lent í
neinu þessu líku. En nú er ekkert að
gera nema bíta á jaxlinn og byrja
upp á nýtt. En ég þarf samt fyrst að
útvega mér nýjan bát, því Brandur
er ónýtur,“ sagði Gunnlaugur Er-
lendsson.
Ljósmynd/Tryggvi Sigurðsson
Eldur Báturinn logaði stafna á milli og seig niður fyrir sjónlínu skipverja á Frá VE sem björguðu sjómanninum.
Tók virkilega á mig
að sjá Brand brenna
Mannbjörg við Eyjar en báturinn ónýtur Bít á jaxlinn
Ljósmynd/Tryggvi Sigurðsson
Hjálp Gunnlaugur Erlendsson komst strax í björgunarbátinn og beið að-
stoðar sjómanna á nærstöddum báti sem fylgdust með atburðarásinni.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt íslenska ríkið til að greiða
karlmanni rúmar 18 milljónir í
skaðabætur og miskabætur vegna
tveggja og hálfs árs fangelsisdóms
sem Hæstiréttur kvað upp í maí ár-
ið 1998 fyrir aðild að stórfelldri lík-
amsárás á veitingastaðnum Vegas í
miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn sem
varð fyrir árásinni lést í kjölfar
hennar.
Sat 477 daga í fangelsi
Manninum var gefið að sök að
hafa sparkað í höfuð manns sem lá
á gólfi veitingastaðarins. Var hann
dæmdur í tveggja ára og þriggja
mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í
málinu. Einn dómari í Hæstarétti
skilaði sératkvæði í málinu og taldi
að sýkna ætti manninn.
Maðurinn hlaut reynslulausn
þegar hann hafði afplánað tvo
þriðju hluta dómsins. Hafði hann þá
setið 354 daga í fangelsi, til viðbótar
123 dögum í gæsluvarðhaldi sem
komu til frádráttar refsivist hans.
Var hann því sviptur frelsi í 477
daga í formi fangelsisvistar.
Maðurinn leitaði til Mannrétt-
indadómstóls Evrópu og bar fram
kæru yfir því að Hæstiréttur hefði í
sakfellingardómi sínum byggt á
endurmati á munnlegum yfir-
heyrslum í héraðsdómi, án þess að
hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða
ákærða sjálfan.
Óskaði eftir endurupptöku
Komst Mannréttindadómstóll
Evrópu að þeirri niðurstöðu að
málsmeðferð Hæstaréttar hefði
ekki samrýmst mannréttinda-
sáttmála Evrópu um réttláta máls-
meðferð. Óskaði maðurinn eftir
endurupptöku og var sýknaður af
Hæstarétti.
Ríkið greiðir 18
milljónir króna
Málsmeðferð óréttlát og maðurinn
sýknaður eftir endurupptöku málsins
Morgunblaðið/Ernir
Hérðasdómur Reykjavíkur Mann-
inum voru dæmdar 18 milljónir kr.