Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 98

Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 98
98 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 ✝ Kristján BjörnHinrik Sumar- liðason fæddist í Bolungarvík 28. nóvember 1933. Hann lést á heimili sínu, Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði, 18. nóvember 2015. Foreldrar hans voru hjónin Sumar- liði Guðmundsson frá Miðhúsum í Vatnsfjarðarsveit, f. 30. september 1888, d. 11. nóv- ember 1959, og María Frið- gerður Bjarnadóttir frá Látra- koti í Mjóafirði, f. 7. október 1892, d. 23. febrúar 1966. Krist- ján var yngstur níu systkina, þau eru: Pétur Guðmundur Sum- arliðason, f. 24. júlí 1916, d. 5. september 1982, Bjarni Hólm- geir Sumarliðason, f. 4. febrúar 1921, d. 25. maí 1994, Magnús Pétur Kristján Sumarliðason, f. 12. júlí 1922, d. 17. ágúst 2008, Elín Guðmunda Sumarliðadóttir, f. 25. nóvember 1923, d. 27. júní 2014, Björg Sumarliðadóttir, f. 17. júní 1925, d. 14. júní 2014, Guðjóna Sigríður Sumar- liðadóttir, f. 7. október 1927, d. 15. nóvember 2002, Kjartan Helgi Sum- arliðason, f. 22. september 1929, d. 9. júní 2012, Rúrik Nevel Sumarliða- son, f. 8. febrúar 1932. Kristján var fæddur og uppalinn í Bolungar- vík og bjó þar fram á fullorðins- ár. Hann stundaði sjómennsku frá unglingsaldri, bæði frá Bol- ungarvík og Hafnarfirði og allt fram á sextugsaldur, en þá hóf hann störf hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar. Þar starfaði hann á með- an hann hafði heilsu til. Kristján var ókvæntur og barnlaus. Á sjómannadaginn 2003 var Kristján heiðraður við hátíðlega athöfn fyrir störf sín á sjó. Útför Kristjáns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 26. nóvember 2015, kl 13. Í dag er borinn til grafar föður- bróðir okkar, Kristján Sumarliða- son eða Stjáni eins og hann var alltaf kallaður. Síðustu augnablik í lífi Stjána voru nákvæmlega eins og hann hefði óskað að mati okkar systra. Ekkert vesen, enginn þurfti að hafa áhyggjur af honum, hann dó bara skyndilega. Stjáni var hvunndagshetja. Eft- ir að hann fór að sjá fyrir sér sjálf- ur vann hann alltaf verkamanna- vinnu en var aldrei upp á aðra kominn. Stjáni bað aldrei um neitt en var alltaf óumræðilega þakklát- ur fyrir það sem var gert fyrir hann. Stjáni átti góð ár á Sólvangsvegi í Hafnarfirði. Hann bjó þar síðustu árin sín. Líf hans var í nokkuð föst- um skorðum þar. Hann fór alltaf í göngutúr á morgnana áður en hann hitti félaga sína í kaffi í Firð- inum í Hafnarfirði. Hann borðaði hádegismat á Sólvangsveginum og missti aldrei af fótboltaleikjum ensku knattspyrnunnar. Ef reynt var að hringja eða fara til hans á þeim tíma sem leikirnir voru var hann einfaldlega ekki við. Ef mað- ur kom til hans rétt fyrir leik var hann alveg á iði án þess að segja nokkuð. Bolungarvíkin, þar sem hann ólst upp, skipti Stjána alltaf miklu máli. Hann var alltaf mjög ánægð- ur með að fara þangað og hitta systur sínar á meðan þær lifðu og svo systrabörnin og afkomendur þeirra. Það er gott að þekkja mann eins og Stjána á lífsleiðinni. Líf hans snerist ekki um veraldlega hluti. Það skipti hann miklu máli að vera í sambandi við fjölskyldu sína. Hann var þannig maður að það vildu allir gera allt fyrir hann ef þeir mögulega gátu. Við þökkum samfylgdina Stjáni. Helena Rúriksdóttir, Hulda Rúriksdóttir. Elskulegur föðurbróðir minn, Kristján Sumarliðason, lést 18. nóvember sl. rétt fyrir 82. afmæl- isdaginn sinn. Kallið kom skyndi- lega og án þess að við frændfólkið fengjum fyrirvara. Hann dó án þess að ónáða fjölskylduna, sem er dæmigert fyrir frænda minn, sem bað aldrei neinn um neitt. Við köll- uðum hann Stjána frænda og átt- um með honum margar góðar stundir. Hann var hreinn og beinn, með skoðanir á mönnum og mál- efnum, alltaf hress og skemmtileg- ur. Brosið hans og glettnin í andlit- inu stendur mér skýrt fyrir hugskotssjónum. Hlýjan í faðm- laginu og viðmótinu yljaði um hjartarætur. Hann hafði andlits- drætti sjóarans, djúpar hrukkur og lífsreynt andlit enda var ævi- starfið að mestu leyti sjómennska við misjöfn kjör. Hann var sjómað- ur á þeim árum sem aðbúnaður á skipum og bátum var ekki upp á marga fiska og sjóslys við strend- ur Íslands voru mun tíðari en nú er. Hann hóf sjósókn 18 ára gam- all, var þá á síldveiðum, en var einnig á línuveiðiskipum og neta- bátum. Hafnfirðingar heiðruðu hann á sjómannadaginn árið 2003 fyrir störf hans. Hann var fæddur í Bolungarvík og bjó þar til ársins 1968 í nálægð við kærar systur sín- ar og systkinabörn en flutti svo til Hafnarfjarðar til bróður síns, Bjarna, þar sem hann bjó um tíma. Þegar Stjáni hætti sjómennsku hóf hann störf hjá Rafveitu Hafnarfjarðar. Hann eignaðist marga trausta og góða vini í Hafn- arfirði sem reyndust honum góður félagsskapur síðari ár. Alla daga nema sunnudaga hittust þeir vin- irnir í morgunkaffi og spjalli í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafn- arfirði, þegar lokað var í Firði, hittust þeir í IKEA. Þessum stundum sleppti hann frændi minn aldrei, ekki frekar en göngu- túrnum klukkan níu á morgnana. Hann átti sjálfur ekki konu eða börn og síðari árin var hann mikið einn, stundirnar með vinunum voru því afar dýrmætar. Hann var heilsuveill í mörg ár en kvartaði aldrei. Veikindin kröfðust umönn- unar sem hann sinnti sjálfur. Síð- ustu æviárin voru honum oft þung í skauti. Það var á brattann að sækja við að lifa mannsæmandi lífi en það kom að því að hann eign- aðist ágætis íverustað og öryggi. Hann var einstaklega nægju- samur með allt sem við köllum ver- aldleg gæði og um leið mjög trúað- ur maður. Myndin af Jesú hékk alltaf yfir rúminu hans og sálma- bókin ber þess merki að vera mik- ið lesin. Hann var ljóðelskur og ljóðabækurnar honum afar kærar. Enska boltanum sleppti hann aldr- ei ótilneyddur. Hann ljómaði líka af gleði þegar hann fékk ökuskír- teinið endurnýjað í haust, hann átti erfitt með að hugsa sér lífið án Skodans. Hann var af þeirri kynslóð sem lifði við fátækt í uppvextinum, vann erfiðisvinnu alla tíð við mis- jafnar aðstæður og átti aldrei mik- ið af peningum og af kynslóð sem samfélag okkar vanrækir í dag. Kröpp kjör og einmanaleiki ein- kenna líf alltof margra öldunga sem hafa stritað til að við getum haft það sem best. Frænda mínum þakka ég góða samfylgd sem einkenndist af hlýju, léttleika og nægjusemi. Með hlýju viðmóti, dugnaði og bros á vör gekk hann sinn æviveg. Blessuð sé minning hans. María Friðgerður Rúriksdóttir. Kristján Björn Hinrik Sumarliðason ✝ GuðmundurKristján Jóns- son var fæddur í Reykjavík 23. nóv- ember 1959. Hann lést á heimili sínu 17. nóvember 2015. Móðir Guð- mundar var Sigríð- ur Guðmunds- dóttir, f. 18. september 1930, d. 9. september 1999. Faðir Guðmundar var Jón Árni Haraldsson, f. 13. júlí 1923, d. 21. ágúst 2012. Önnur börn Jóns eru Guðmundur Örn, f. 1959, Guðlaug Líndal, f. 1961, Grétar, f. 1963, og Rúnar Haraldur, f. 1971. Guðmundur ólst upp hjá móður sinni og hafði ekkert af föður sínum að segja. Guðmundur bjó á Fálkagötu 12 fram undir fullorðinsár en síðan hefur hann búið á heimilum geðfatlaðra, nú síðast að Sléttuvegi 9. Útför hans fer fram frá Seljakirkju í dag, 26. nóvember 2015, kl. 15. Gummi er dáinn. Mig setti hljóða þegar ég fékk þær fregnir. Bjartar minningar frá bernskuárum okkar steymdu um hugann ásamt brotakennd- um dökkleitum minningum um hinn fullorðna Gumma sem átti svo erfitt. Fyrstu árin ólumst við upp í sama húsi. Þar háttaði svo til að afi og amma höfðu byggt lít- ið fjölsbýlishús með börnum sínum og tengdaforeldrum Bjössa sonar síns. Í húsinu voru því allir meira og minna skyldir eða venslaðir. Didda móðir Gumma var móðursystir mín. Við systkinabörnin í húsinu vorum átta talsins og öll á svip- uðu reki. Við höfðum fé- lagsskap hvert af öðru og oft var líflegt í sameign hússins og stóra garðinum á bak við húsið. Einnig áttum við greiðan að- gang að mörgum fullorðnum, afa og ömmu, frænkum og frændum. Ef einhver eignaðist nýja spjör eða nýtt leikfang var gleðinni deilt með því að fara á milli íbúða og sýna dýrðina. Á neðstu hæðinni bjuggu móðursystur mínar, Didda móðir Gumma og Dísa móðir Hauks sem var á svipuðum aldri og Gummi. Báðar voru þær einstæðar mæður. Gummi var bjartur yfirlitum, rólegur og einstaklega duglegur að hafa ofan af fyrir sér. Hann lék sér svo fallega með leikföngin sín. Ef hægt var að opna dyr á bílum eða hífa upp talíu á kranabíl gerði hann það mjög nostursamlega. Bakkaði trak- tor með kerru inn á bílastæði og bjó til ótrúlega flóknar byggingar og krana með mekk- anóinu sínu. Dótið hans Gumma var alltaf í röð og reglu. Á þessum árum var Fálka- gatan að byggjast upp. Lág- reist hús á stórum lóðum viku fyrir litlum og stórum fjölbýlis- húsum. Í flestum húsum voru börn. Þessi barnaskari átti sinn vettvang fyrir leiki á götunni og í bakgörðunum. Einnig var stutt að skjótast niður í fjöru eða upp í holt. Á vorin og sumr- in voru börnin úti fram á kvöld, oftar en ekki í hópleikjum eins og fallin spýta, brennó og hollí hú. Gummi tók þátt í leikjum okkar og brá sjaldan skapi. Þannig liðu bernskuárin grun- laus um það sem síðar átti að verða. Á seinni hluta unglingsára varð dimmara yfir Gumma og hann fór að einangra sig. Smám saman hvarf hann inn í sjálfan sig og sóttist ekki leng- ur eftir félagsskap. Það leið nokkur tími áður en ljóst varð að Gummi var að þróa með sér alvarlegan geðsjúkdóm. Þegar sjúkdómurinn hafði yfirhöndina fékk hann vinnu á vernduðum vinnustað og búsetu á heimili fyrir geðfatlaða. Við hin vorum að byggja upp okkar eigin fullorðins- og fjöl- skyldulíf og Gummi hvarf ein- hvern veginn inn í skuggann. Þegar við hittum hann var erf- itt að ná til hans og halda uppi samtali. Samverustundum fækkaði smátt og smátt og tengsl hans við fjölskylduna urðu minni. Nú er hann dáinn en eftir situr minningin um drenginn bjarta sem einu sinni var. Megi hann hvíla í friði. Kristín Arnardóttir. Við Guðmundur kynntumst árið 2001 en það ár flutti hann á fyrsta íbúðasambýlið í Reykjavík, Sléttuveg 9, og ég hóf þar störf sama ár sem deildarstjóri. Árin okkar saman spönnuðu því tæp fimmtán ár, þriðjung úr minni ævi, og eftir standa ótal minningar. Ég á minningu um Guðmund þar sem hann er nýfluttur í eigin íbúð að þrasa við meðleigjandann um hvor skyldi ryksuga eða fara með ruslið. Ég á minningu um stolt- an Guðmund nýbúinn að kaupa sér „græna bílinn“. Ég á minningu um Guðmund í fyrstu utanlandsferðinni hans. Ég á minningar um Guðmund úr sumarbústaðaferðum, ferða- lögum innan- og utanlands og kaffihúsaferðum. Ég á minn- ingar um ábyrgan Guðmund þar sem hann er fluttur í ein- staklingsíbúð og sér alfarið um öll sín heimilisverk. Ég á minningar um Guð- mund að nostra við friðarliljuna sína. Ég á minningar um nýj- ungagjarnan Guðmund, nýbú- inn að kaupa sér tölvu og að sækja námskeið hjá Fjölmennt. Ég á minningar um geðgóðan Guðmund að leiðbeina öðrum íbúum. Ég á minningar um glaðan Guðmund með sígarettu í ann- arri hönd og bjór í hinni. Ég á minningar um hjálpsaman Guð- mund að aðstoða starfsfólkið við matargerðina. Ég á minningar um góða nærveru Guðmundar þegar hann óskaði eftir að horfa með okkur á 60 minutes. Ég á minn- ingar um skemmtilegan Guð- mund með glott út í annað og stríðnisglampa í augum. Ég þakka Guðmundi sam- fylgdina og kveð hann með þakklæti fyrir það sem hann gaf með nærveru sinni. Jóna Jóhanna Sveinsdóttir. Kveðja frá íbúum í búsetu- kjarnanum á Sléttuvegi 9 Í dag kveðjum við kæran vin okkar og ferðafélaga, Guðmund Kristján Jónsson. Guðmundur var einstakt ljúfmenni, réttlát- ur og heiðarlegur. Við sáum það að Guðmundi leið vel á Sléttuveginum og vel var hugs- að um hann. Síðustu árin var hann sjálfs sín herra og naut þess að horfa á sjónvarpið og ferðast. Við eigum öll eftir að sakna hans mikið. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Óskar Theódórsson. Hér sitjum við saman við borð. Sætið hans er tómt, tindrandi kertaljós logar til okkar og til hans. Við sem sem sitjum við borð- ið söknum hans. Hann sem var svo góðhjartaður, hlýr, traust- ur, örlátur. Ekki má gleyma því að hann var góður ferðafélagi og naut þess að ferðast. Hann var þægilegur og snyrtilegur í umgengni. Gummi vildi öllum vel. Það er sárt að kveðja en það er víst hluti af lífnu. Vertu sæll, kæri vinur. Einar, Grímur, Leifur, Jón, Steini og Svava. Sambýlið sem síðar varð bú- setukjarni á Sléttuvegi var opn- að í byrjun árs 2001 og það ríkti ákveðin eftirvænting hjá bæði íbúum og starfsfólki um það samstarfsverkefni sem í vændum var. Guðmundur Kristján, eða Gummi eins og hann var jafnan kallaður, varð einn þeirra fyrstu til að flytja inn. Það eru því liðin 15 ár síðan við Gummi kynntumst og áttum við mjög gott samstarf allan þennan tíma. Gummi var einstakt ljúf- menni sem gerði litlar kröfur fyrir sjálfan sig. Fyrstu árin vann hann í Bergiðjunni þar sem hann var vel liðinn og þótti handlaginn og vandvirkur. Fyrstu árin deildi hann íbúð með öðrum íbúa, en síðan fékk hann sína eigin íbúð þar sem hann kom sér vel og snyrtilega fyrir. Þó Gummi væri fremur dulur og hæglátur hafði hann góða kímnigáfu. Hjálpsamur var hann og ör- látur og keypti meðal annars stóran bíl sem allir íbúar nutu góðs af. Hann var heimakær, en sótti samt námskeið hjá Fjölmennt og fór í ferðir innan lands og utan með íbúum og starfsfólki á Sléttuveginum. Heilsu Gumma hrakaði síð- ustu ár og varð hann bráð- kvaddur á heimili sínu þann 17. nóvember síðastliðinn. Hans er sárt saknað og íbúar og starfsfólk á Sléttuveginum mun halda minningu hans á lofti. Guðrún Einarsdóttir. Guðmundur Kristján Jónsson Fallinn er frá góður vinur, Friðþjófur Max Karlsson, lést 26. október síð- astliðinn. Okkar kynni hófust haustið 1971 er hann var að hefja starfsnám hjá Deutsche Bank í Frankfurt á vegum Seðlabanka Íslands. Hann var byrjaður í námi, en kom til Lúx- emborgar til að taka á móti Ás- dísi konu sinni og börnunum sem voru að koma frá Íslandi. Þetta voru okkar fyrstu kynni og vinátta sem aldrei bar skugga á. Hann var fæddur í Berlín 1937, Faðir hans hét Karl F. Schulz og móðir hans Regína Friðþjófur Max Karlsson ✝ FriðþjófurMax Karls- son fæddist 6. maí 1937. Hann lést 26. október 2015. Friðþjófur var jarðsunginn 5. nóvember 2015. Jónasdóttir, sem var við nám í Berlín. Ekkert spurðist til föður hans og talið var að hann hefði farið í stríðið, því hann kom aldrei til baka. Þegar Diddó var um sjötugt bár- ust honum fyrst upp- lýsingar um örlög föður síns. Hann hafði látist í vinnubúðum í Austurríki snemma árs 1940. Mamma hans dó þegar hann var sex ára og amma hans, Sig- urlaug Jakobína, sá um uppeld- ið. Við ferminguna var fjölskyld- unafninu breytt úr Schulz í Karlsson. Sigurlaug amma hans dó svo þegar hann var 16 ára gamall, en þau höfðu búið á Tjarnargötu 5 og á sumrin í Hveragerði. Hann kynntist Ásdísi Jónas- dóttur og þau giftust í nóvem- ber 1959. Diddó tók stúdents- próf frá Verslunarskólanum, samhliða vinnu hjá Meitlinum í Þorlákshöfn og las síðan við- skiptafræði í Háskóla Íslands samhliða vinnu í Seðlabanka Ís- lands. Hann var mikill náms- hestur. Eftir námið hjá Deutsche Bank fór hann að vinna hjá Framkvæmdastofnun ríkisins sem aðalbókari og seinna hjá Byggðastofnun sem fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs. Friðþjófur var sá eini sem fór með Byggðastofnuninni frá Reykjavík til Sauðárkróks vegna flutninganna. Og átti hann heiður skilinn fyrir trú- mennskuna. Í okkar ferðum til Stykkis- hólms var gist í litla húsinu þeirra við Silfurgötu, Útgörðum, sem við kölluðum Dísubæ. Það voru forréttindi að fara með þeim hjónum og systrum Ásdís- ar og eiginmönnum fram í Elliðaey, veiða lunda eða bara að hafa það huggulegt, njóta lífsins. Ein ógleymanleg ferð til Lúx- emborgar var þegar þau tóku sumarhús á leigu í Daun Eifel. Tengdaforeldrar Friðþjófs, Jón- as og Dagbjört, fóru þá í sína fyrstu utanlandsferð. Helga Jónasdóttir, systir Ásdísar, og Jón Einarsson, börn þeirra og tengdabörn voru einnig með förinni. Þar kunni Diddó vel við sig, var eins og á heimavelli. Seinna fórum við saman til Austurlanda fjær, til Hong Kong, Singapúr og Tioman-eyju í Malasíu, sannkallaðar ævin- týraferðir. Diddó og Sigurlaug voru for- menn Taflfélags Reykjavíkur, Diddó 1981-1985, Sigurlaug 2009-2013. Diddó fann loksins heimilið sem hann var á 1937-1939, sem var í austurhluta Berlínar. Diddó spurði nunnuna hvort eitthvað væri til um hans veru, nunnan fann fyrst ekkert. Eftir að hafa sýnt þeim vegabréfið og sagt frá upphaflega nafninu Schulz, dustaði nunnan rykið af gömlum handskrifuðum bókum, þá kom í ljós, árið og dagur, stærð og þyngd o.fl. og til dags- ins sem hann fór. Diddó var þakklátur, gaf barnaheimilinu smá peningagjöf, sem var vel þegin. Við hittumst síðast ekki ósvipað og fyrir 44 árum, heilsa, faðmast og kveðja, þetta var 15. ágúst 2015. Blessuð sé minning Friðþjófs Max Karlssonar. Agnar, Helga og fjölskylda, Lúxemborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.