Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 58
58 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 SVIÐSLJÓS Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Tyrklandi reyndu í gær að draga úr spennunni í samskipt- unum við rússneska ráðamenn eftir að tyrknesk herflugvél skaut niður rússneska herþotu við landamæri Tyrklands og Sýrlands í fyrradag. Árásin olli titringi í aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, þar sem þetta er í fyrsta skipti í meira en sex- tíu ár sem flugvél NATO-ríkis skýt- ur niður rússneska eða sovéska her- flugvél, eða frá Kóreustríðinu á árunum 1950-53. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fordæmdi árásina á herþotuna, sagði hana „glæp“ sem Rússar gætu ekki liðið. Rússneskir fjölmiðlar voru einnig þungorðir um árásina og fréttavefurinn Gazeta.ru sagði hana hafa valdið mestu spennu í samskipt- um Rússlands eða Sovétríkjanna við NATO-ríki frá Kúbudeilunni árið 1962 þegar hætta var talin á kjarn- orkustríði. „Mikilvægasta úrlausnarefnið núna er að svara Tayyip Erdogan [forseta Tyrklands] með viðeigandi hætti án þess að hefja þriðju heims- styrjöldina, án þess að skaða hags- muni Rússlands og spilla tengslun- um við Tyrkland í mörg ár,“ sagði dagblaðið Moskovskí Komsomolets í forystugrein. Miklir hagsmunir í veði Viðskiptablaðið Vedomosti varaði við því að deilan við Tyrki gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir rússnesk fyrirtæki, einkum ferðaskrifstofur og orkufyrirtæki. Blaðið skírskotaði til þess að Pútín forseti og Sergej Lavrov utanríkisráðherra hefðu hvatt alla Rússa til að ferðast ekki til Tyrklands. Ein af stærstu ferða- skrifstofum Rússlands hefur þegar aflýst ferðum til Tyrklands og fram hafa komið kröfur um efnahagslegar refsiaðgerðir gegn landinu, m.a. bann við farþegaflugi. Slíkt bann myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna í Tyrklandi, þar eð nær 4,5 milljónir Rússa ferð- uðust til landsins í fyrra. Rússneska viðskiptablaðið RBK sagði að viðskipti að andvirði sem svarar 5.800 milljörðum króna á ári væru í veði fyrir rússnesk og tyrk- nesk fyrirtæki. Rússar flytja inn matvæli, fatnað og aðrar vörur frá Tyrklandi og skipta matvörurnar mestu máli vegna banns stjórnarinn- ar í Moskvu við innflutningi á mat- vælum frá Evrópulöndum vegna refsiaðgerða þeirra gegn Rússlandi. Um 20% af innfluttu grænmeti í Rússlandi koma frá Tyrklandi, að sögn Vedomosti. Blaðið bendir einn- ig á að Tyrkir séu á meðal helstu við- skiptavina rússneska gasfyrirtækis- ins Gazprom og telur ólíklegt að það geti komist af án sölu á jarðgasi til Tyrklands. „Rússar eru vinir okkar“ Viðskiptin við Rússland hafa einn- ig mikla þýðingu fyrir Tyrkland og sagði Erdogan forseti að þótt Tyrkir áskildu sér rétt til að verja lofthelgi sína vildu þeir komast hjá frekari átökum. „Rússar eru vinir og grann- ar okkar,“ sagði Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands. Barack Obama Bandaríkjaforseti varði árásina á rússnesku herþot- una, sagði að vélin hefði rofið loft- helgi Tyrklands en Bandaríkjastjórn legði áherslu á að koma í veg fyrir að spennan magnaðist. Togstreita hafði verið milli Tyrkja og Rússa vegna stríðsins í Sýrlandi eftir að Pútín ákvað í september að auka hernaðaraðstoðina við ein- ræðisstjórn landsins og hefja loft- árásir á andstæðinga hennar. Rúss- ar segja að lofthernaðurinn beinist að Ríki íslams, samtökum íslamista, og „öðrum hryðjuverkamönnum“. Tyrkir og bandamenn þeirra í NATO segja hins vegar að loftárás- irnar hafi einkum beinst að upp- reisnarhreyfingum sem hafa barist gegn einræðisstjórninni, en ekki að liðsmönnum Ríkis íslams. Ólíkir hagsmunir Togstreituna má m.a. rekja til þess að rússneskar herþotur hafa gert árásir á uppreisnarhreyfingu sýrlenskra túrkmena sem hefur not- ið stuðnings Tyrkja í stríðinu. Hreyf- ingin berst gegn sýrlenska stjórnar- hernum og einnig liðsmönnum Ríkis íslams. Rússar segja að uppreisnarhreyf- ingarnar á svæðinu séu að miklu leyti skipaðar íslamistum, m.a. frá Rússlandi. Talið er að um 7.000 rúss- neskir íslamistar berjist í Sýrlandi og Pútín kveðst vilja koma í veg fyrir að þeir snúi aftur til Rússlands og fremji hryðjuverk þar. Líkt og Rússar hafa Tyrkir verið gagnrýndir fyrir að hafa lagt lítið af mörkum í baráttunni gegn Ríki ísl- ams. Tyrkir hafa lagt áherslu á að berjast gegn sýrlensku einræðis- stjórninni og YPG, hreyfingu Kúrda í norðanverðu Sýrlandi. Tyrkir líta á hana sem afsprengi Verkamanna- flokks Kúrdistans, PKK, sem hefur frá árinu 1984 barist fyrir rétti tyrk- neskra Kúrda til að stofna sjálfstætt ríki. Bandaríkjaher hefur hins vegar stutt YPG í baráttunni gegn Ríki ísl- ams. Hreyfingunni hefur orðið tals- vert ágengt í þeirri baráttu með að- stoð bandarískra herflugvéla. Bandaríkjamenn hafa einnig stutt Frjálsa sýrlenska herinn, hreyfingu „hófsamra“ uppreisnarmanna. Tyrk- ir hafa hins vegar stutt hreyfingar sem eru líkar Ríki íslams að því leyti að þær stefna að stofnun íslamsks ríkis. Á meðal íslamistahreyfinganna er al-Nusra, sem tengist hryðju- verkasamtökunum al-Qaeda. Reynt að draga úr titringnum  Miklir viðskiptahagsmunir í veði í deilu Tyrkja og Rússa eftir árás sem olli titringi í ríkjum NATO  Í fyrsta skipti í rúm 60 ár sem her NATO-ríkis skýtur niður rússneska eða sovéska herflugvél AFP Reiði Hundruð Rússa mótmæltu árásinni á rússnesku þotuna fyrir utan sendiráð Tyrklands í Moskvu í gær. Orrustuþota með hreyfanlega vængi Rússar segja að þotan hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar hún var skotin niður í fyrradag Tyrkir skjóta niður rússneska herþotu Heimild: Sukhoi JÓR. TYRKLAND LÍ B. 50 km DAMASKUS SÝRLAND Aleppo Latakía Raqqa M ið ja rð ar h af Hatay Sukhoi Su-24 Fyrsta flugferð: 1975 Hámarkshraði: 1.550 km/klst Vænghaf: 10,36 til 17,64 m Lengd: 24,6 m Hæð: 6,19 m Flugdrægi: 2.500 km Hreyflar: 2 x Saturn/Lyulka AL-21F-3A Áhöfn: 1 flugmaður, 1 sér um vopnin Vopn: Þotan var í 6.000 metra hæð Stórskotabyssa, sprengjur, flugskeyti Flugmanni bjargað » Stjórnin í Moskvu segir að rússneskir og sýrlenskir sér- sveitarmenn hafi bjargað öðr- um flugmanna orrustuþot- unnar sem tyrknesk herflugvél skaut niður í fyrradag. Hún segir að hinn flugmaðurinn hafi verið skotinn til bana þeg- ar hann sveif í fallhlíf á leið til jarðar eftir árásina. » Tyrkir segja að tvær rúss- neskar herþotur hafi flogið allt að 2,19 km inn í lofthelgi Tyrk- lands í 17 sekúndur í fyrradag. Önnur þeirra hafi farið út úr lofthelginni en hin hafi verið skotin niður eftir að hafa feng- ið tíu viðvaranir. » Rússar neita því að þotan hafi rofið lofthelgi Tyrklands. Hún hrapaði í Sýrlandi, um fjóra km frá landamærunum. Rússar hafa sakað Tyrki um að hafa grandað rússnesku þotunni í fyrra- dag til að hefna árása rússneskra herflugvéla á tankbíla sem hafa verið notaðir til að smygla olíu frá yfirráðasvæðum Ríkis íslams (IS) til Tyrk- lands. Dmítrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, hefur sakað Tyrki um að „vernda í raun liðsmenn Ríkis íslams“ og sagt að tyrkneskir emb- ættismenn hafi hagnast á viðskiptum við hryðjuverkasamtökin. Fréttaskýrandi breska blaðsins The Guardian, Martin Chulov, segir að tyrkneskir kaupsýslumenn hafi gert mjög ábatasama samninga um kaup á olíu af smyglurum á vegum Ríkis íslams fyrir að minnsta kosti jafnvirði 1,3 milljarða króna á viku. Embættismenn í Tyrklandi hafi sagt að öryggi Tyrklands stafi meiri hætta af Kúrdum – öflugustu bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi – en af Ríki íslams. Talið er að þúsundir erlendra vígamanna Ríkis íslams hafi farið yfir landamæri Tyrklands til að ganga til liðs við samtökin í Sýrlandi. Græða Tyrkir á olíusmyglinu? TYRKIR SAGÐIR HAFA VERNDAÐ LIÐSMENN RÍKIS ÍSLAMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.