Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 95

Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 95
95 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Þurrir sokkar „Elsku pabbi. Mér var farið að leiðast eftir svari þínu og samþykki, svo að ég gekk í herinn í dag. Líður vel, og býst við að fara til Englands fyrir jól.“ Þessi orð má finna í bréfi sem Gunnar Richardsson, 19 ára gamall, skrifaði 20. nóvember 1915. Nokkru áður hafði hann beðið föður sinn um að senda sér til Kanada skriflegt leyfi (á ensku) til að ganga í herinn. Gunnar Richardsson fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 5. ágúst 1896, sonur Málfríðar Kristínar Lúðvíksdóttur og Richards Torfa- sonar prests og síðar bókara í Landsbankanum í Reykjavík. Gunn- ar fluttist til Kanada vorið 1914 og átti þá að baki tveggja ára nám við Menntaskólann í Reykjavík. En honum gekk illa að koma undir sig fótunum vestanhafs „svo að ég hugsaði að ég mætti eins vel ganga í herinn,“ skrifaði hann föður sínum. „Það hefði aldrei orðið maður úr mér hvort sem var. Ég vil heldur deyja við góðan orðstír heldur en að lifa fremur tilverulausu lífi, sem ekkert hefði orðið úr.“ Gunnar sigldi til Englands vorið 1916 og kom til átakasvæðanna í Frakklandi í öndverðum ágústmán- uði. Hann skrifaði yngri bróður sín- um Magnúsi og Richard föður þeirra fjölda bréfa og hafa þau varð- veist. Dagblaðið Vísir birti kafla úr allnokkrum bréfanna og komu þeir fyrir sjónir lesenda frá því í nóv- ember 1916 og fram á sumar 1917. Líkt og eldri bróðirinn settist Magnús á námsbekk í Menntaskóla- num í Reykjavík. Tók hann bréfin frá Gunnari oft með sér í skólann þar sem þau voru lesin upp fyrir bekkjarfélagana. „Um þetta heyrð- um við, sem ekki vorum í bekknum sögur og þótti okkur þær mjög spennandi,“ sagði skólabróðir Magnúsar löngu síðar. Íslendingar höfðu því gleggri vitneskju um hlut- skipti Gunnars Richardssonar en nokkurs annars vesturíslensks her- manns. Bréfin veita einstaka innsýn í lífið á vesturvígstöðvunum. Það var framandleg veröld og ógnvekjandi fyrir ungan mann ofan af Íslandi. Á leið sinni til fremstu víglínu í nóv- ember 1916 fór Gunnar „um sér- stakan stað, sem fullur er af dauð- um mönnum, hestum, múldýrum, brotnum vögnum, byssum, rifflum, og fleiru“. Hann skrifaði: „Ég sá 3 þýska hermenn, dauða, liggja utan við veginn og enskur hermaður lá í miðjum veginum rétt hjá. 6 hestar voru þar í hóp, rifnir og tættir, allir af sömu sprengikúlunni. Það er sannarlega óttalegur staður.“ Verst þótti honum þó „regnið og forin“. „Stígvélin okkar verða blaut og það þarf vikuþurrk til þess að þurrka upp forina, svo að við getum gengið um þurrum fótum.“ „Skot- grafirnar eru upp fyrir hné í for og vatni, hvergi staður til að setjast eða leggjast. Forin er um allt, hvergi gras, allt landið tætt af sprengikúl- um, stráð dauðra manna búkum. Þetta er stríðið. En svo er líka ljós- ari hliðin, þegar að við erum komnir heim, fáum við heitt te og þurra sokka, og förum að þurrka okkur og tala saman.“ Um jólin 1916 þakkaði hann föður sínum fyrir pakka að heiman með alls kyns kræsingum og þörfum hlutum. Tveir félaga Gunn- ars fengu einnig að njóta og báðu fyrir kveðju til föðurins með þeim orðum að hann væri „a peach of a fellow“. En sérstaklega var Gunnar þakklátur fyrir „þann besta hlut sem við gátum óskað, þurra sokka“ en um þá hafði hann beðið (sjá ramma). Um íslensku sokkana sagði hann: „Ég fór í þá og það er svei mér munur að hafa þá á fótunum heldur en hörðu, stuttu sokkana (togsokka) sem við fáum vanalega. Ég ásetti mér að ég skyldi þvo þá sjálfur og halda þeim eftir. En vana- lega fáum við hreina sokka í skipt- um fyrir óhreina einu sinni á viku, en auðvitað getum við aldrei fengið sömu sokkana aftur.“ Fótabúnaður var höfuðatriði fyrir alla hermenn, gilti þá einu hvar þeir börðust og hverrar þjóðar þeir voru. Vegna vosbúðar í skotgröfum fengu margir „skotgrafarfót“ (trench foot) en ófá- ir hermenn þjáðust af þeim kvilla. Í bréfunum sagði Gunnar frá ýmsu sem við bar – loftbardögum yfir orrustuvöllunum, hörðum óvinaárásum, mannfalli í eigin röð- um og fleiru. „Whiss-bang, whiss- bang, whiss-bang var allt sem við heyrðum því að kúlurnar þutu rétt yfir hausana á okkur, og sprungu ca. tvö fet yfir jörðunni 20-25 metra frá okkur.“ Þannig lýsti hann at- ganginum eitt sinn. Stórskotaliðs- bardaga kallaði hann „skítkast“ af þeirri ástæðu að „þegar sprengikúl- ur okkar eða þeirra lenda og springa senda þær heljarstóra gusu af mold, timbri og hverju sem fyrir verður, um 60 fet í loft upp“. Þá væri „oft ónotalegt að verða fyrir því þegar það dettur niður“. Stundum hafði Gunnar áhyggjur af því að bréf hans hlytu ekki náð fyrir augum ritskoðenda hersins. Og vissulega kom fyrir að orð og setn- ingar voru strikuð út í bréfum hans. En það gerðist afar sjaldan og hann var furðuopinskár. „Menn okkar fóru um skotgrafir Þjóðverja og drápu hvern sem fyrir var með handsprengjum, byssustingjum eða marghleypum. Særðir menn voru drepnir með gaddakylfum með járn- haus,“ skrifaði hann í febrúar 1917; tók reyndar fram að hann vonaðist til að „censor“ sleppti bréfinu í gegn þar sem þessi atburðir væru um garð gengnir fyrir allnokkru. Sjálfur var Gunnar stundum hætt kominn, særðist vorið 1917 og var þá sendur til Englands þar sem hann naut aðhlynningar. Svo hófst skotgrafalífið á ný. Oftast bar hann sig vel en stundum leiddist honum. „Okkur líður hér ágætlega, en tím- inn er lengi að líða,“ skrifaði hann í febrúar 1917 og sagðist vanta eitt- hvað gott að lesa. „Ekkert markvert héðan,“ hafði hann sagt í bréfi skömmu fyrr. „Annars all right.“ Gunnar barðist allvíða í Frakk- landi, meðal annars við Somme. Fimmtudaginn 21. mars 1918 tók hann þátt í bardögum nálægt borg- inni Lens við landamæri Frakk- lands og Belgíu, stýrði fallbyssu ásamt félögum sínum. Kom þá sprengja niður og lét Gunnar þar lífið. „A direct hit,“ segir í bréfi sem Richard föður hans barst með lýs- ingu á atvikum, „so that you can be assured he suffered no pain“. Þurrir íslenskir lopasokkar besta vörnin gegn „regninu og forinni“ Þegar siðmenningin fór fjandans til eftir Gunnar Þór Bjarnason fjallar um Íslendinga og stríðið mikla 1914-1918. Meðal annars er þar farið í sögu Vestur-Íslendinga sem börðust í skotgröf- unum. Mál og menning gefur út. Ritskoðun Bréf frá Gunnari Richardssyni til Magnúsar bróður síns og föður þeirra. Í herjum allra ófriðarþjóðanna voru bréf hermanna ritskoðuð. Fyrir komað strikað var yfir orð og línur í bréfum Gunnars en það var afar sjaldan. Hermaðurinn Gunnar Richardson. Listi um það sem Gunnar Richardsson bað föður sinn að senda sér í skotgrafirnar í nóvember 1916. Jólakaka Niðursoðið dilkakjöt Cocoa í dós Sardínur Kex (sætt og ósætt) Spil og stórt vaxkerti Kjötseyði (Liebiegs eða Oxo) Niðursoðnir ávextir (3-4 dósir) Vindlar („létta litla góða en fáa“) Players Navy Cut sígarettur Sauce …[línan ólæsileg] Pickles (í glasi) [súrar gúrkur] Konfekt, hnetur o.þ.h. Blýantar (mjúkir blek- blýantar) 3-4 pör af íslenskum, mórauð- um mjúkum sokkum og belg- vettlingum Kamfóra (til varnar lús, „senda í litlum kassa vegna lyktar“). Óskaði sér jóla- köku og vindla Æ síðan hljóma lög Presleys í höfðinu á mér þegar ég fer til tann- læknis, en því fer fjarri að ýlfrandi hvæsið í vatnsblásandi borum nú- tímalækna minni á sönginn í Necchi-vélinni hennar mömmu; lík- ist fremur bíóhljóðum þegar sprengjur falla í stríðsmynd. Og aldrei þjakaði Ole okkur með græn- um dúk sem nú er tjaldað utan um skemmda tönn í viðgerð og tjaldsúl- urnar standa út úr hvoftinum. Aldr- ei var rani með snörlandi soghljóði settur mér undir tungurætur heima á Sauðárkróki. Og aldrei aftur, aldr- ei aftur kemur upp í munninn þessi svalandi bómull, vætt í svíðandi sótthreinsunarlegi. Norsk ukeblad er ekki lengur á biðstofum, Familie journal og Hjemmet lítt áberandi litteratúr á borðum lækna. Séð og heyrt liggur þar í bunkum fullt af glansmyndum í lit af fólki með glas í hendi; þó ekki ef skilnaður er nýlega um garð genginn. Ekkert er nú sem áður. Ole Bieltvedt varð skólayfirtann- læknir og fluttist suður, nýr tann- læknir kom norður. Ég fór aldrei til hans, en ég hef heyrt að hann hafi skotið snjótittlinga með haglabyssu af svölunum heima hjá sér, litla fugla að gæða sér á korni. Tann- sjúkir menn settust undir bor hjá honum og hafa sagt mér að viskí- angan úr vitum hans hafi dugað til deyfingar, jafnvel að þeir hafi fallið í öngvit og vaknað lítt eða ekki tennt- ir. Hann fór líka suður. Nú eru að minnsta kosti tveir skagfirskir tann- læknar með fingurna uppi í sveit- ungum sínum og má ekki minna vera. Ég veit ekki hvaða hljóðerni er hjá þeim. En ég veit að þeir eru úrvalsmenn eins og allt þeirra kyn og þeir skjóta ekki snjótittlinga. Ég fer líka til tannlæknis hér syðra og þar hljómar Presley og yf- irgnæfir allt, líka hvæsandi bor sem frussar vatni svo ský dregur fyrir sólu; hljóðlátt skraf læknisins og klinkunnar heyrist ekki, hvað þá borgarhljóð að utan, ekkert heyrist nema Presley. Elvis er í loftinu, bókstaflega alls staðar, líka þegar við tölum saman. Hann yfirgnæfir fullkomlega útvarpshjalið. Ég hlusta einungis eftir útvarpinu ef ég sit í stólnum á fréttatíma og heyri af atburðum einhvers staðar í veröld- inni, en Elvis tekur alltaf undir. Hann syngur Wooden Heart við frá- sögn af styrjöld einhvers staðar, I Need You So hljómar undir kvóta- sífrinu í talsmanni LÍÚ, Surrender þegar sagt er frá Icesave. Ég sit op- inmynntur undir annarri sól en forðum en söngurinn er sá sami. Og allt í einu dregur læknirinn þennan græna tjalddúk út úr mér, viðgerð er lokið. Ég skola lang- þreyttan munn með vatni, hræki hroðanum í hvíta skál og Dońt er ekki ónotaleg tónlist með munn- skoli. Og svo dreg ég upp debetkort- ið og slæ fimlega pinnið og staðfesti um leið og King Creole sest í stól- inn. Hann Guðjón tannlæknir sér til þess að ég geti tuggið fram í andlát- ið. Enn erum við Elvis perluvinir. Ég hlusta á Paralysed þegar ég er í stuði. Líka Lonesome Cowboy og She’s Not You. Og öll hin lögin. Og ég finn tannlæknalykt á öldurhúsum þegar plötusnúðar leika lögin hans Elvis. Þá erum við Ole Bieltvedt mættir á svæðið og einhvers staðar sér í rautt hárið á Ásbirni Sveins- syni – sem nú er farið að grána. Og þá, akkúrat þá kemur bláklædd kona með hárið í frelsispung, lýtur niður að mér, segir: „Þú ert næstur, Sölvi.“ Og hún brosir út í kinnar með amalgam í hverjum jaxli, en framtennurnar horfnar. Alveg horfnar og brauðmylsna milli jaxla. Ég einn á bekknum, sæmilega vel tenntur, allt saman burstað út í hörgul. Yfir öllu sveimar félagi Elvis og Hound Dog ryðst inn fyrir höf- uðskelina af fullum þunga. Ole Bieltvedt, Nafna, Guðný, Sveinn Ásmundsson. Öll horfin bak við tjaldið. Ásbjörn fullorðinn mað- ur, lyfsali fyrir vestan. Fyllingunum fjölgar í tönnunum mínum. Hárin grána í vöngum, þau sem eftir eru. Við hverfum öll fyrir horn þegar nóg er lifað. Return To Sender eins og Ívar Antonsson póstur hefði get- að sagt. Aðeins Elvis lifir okkur öll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.