Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 97
MINNINGAR 97
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
Það var um svip-
að leyti og fyrsti
snjórinn féll á
höfuð-
borgarsvæðinu þennan veturinn
að flugvélin hans Hjalta Más
brotlenti. Fréttirnar af andláti
Hjalta voru yfirþyrmandi.
Hvernig gat þetta gerst? Sorgin
lagðist yfir fallega heimilið þeirra
Önnu og Hjalta eftir því sem leið
á daginn og úti frysti brátt.
Hjalti Már skilur eftir sig
djúpt skarð í hjörtum þeirra sem
hann umgekkst. Það er þyngra
en tárum taki að nefna djúpu sár-
in þeirra Önnu Ýrar og stelpn-
anna, foreldra hans og systkina.
Hann var mikill fjölskyldumaður
og setti sína nánustu alltaf í for-
gang. En Hjalti var einfaldlega
þannig maður úr garði gerður að
hann skilur eftir sig spor í hjört-
um allra þeirra sem hann kynnt-
ist og umgekkst.
Sem mág og svila var einstak-
lega gott að eiga hann Hjalta Má
að. Hann var hlýr og skemmti-
legur og maður naut sannarlega
samvista við hann, hvort sem það
var yfir kaffibolla í tveggja
manna tali, yfir góðri kvöldmáltíð
eða í fjölskylduboðum. Hjalti var
selskapsmaður og heimili þeirra
hjóna hlýlegur staður þar sem
maður var alltaf velkominn.
En það var ekki eingöngu í
gleði sem unnt var að treysta á
hann Hjalta Má því ef eitthvað
bjátaði á var hann jafnan stoð og
stytta.
Hjálpsemi Hjalta var einstök
og hafði hann jafnan frumkvæði
að því að aðstoða og láta gott af
sér leiða. Hann gerði manns eigin
vandamál að sínum. Skiptir þá
engu hvort vandamálin voru af
veraldlegum eða andlegum toga,
því að Hjalti var ekki bara dug-
legur og handlaginn; hann var
einnig ráðagóður og í honum var
mikill stuðningur. Á þessum
sorgartímum minnumst við
þeirra fjölda tilfella þegar Hjalti
studdi við bakið á okkur eða öðr-
um innan fjölskyldunnar.
Okkur eru ofarlega í huga und-
anfarnir mánuðir þar sem heimili
okkar hefur verið óíbúðarhæft og
kalla þurfti til iðnaðarmenn. Í
þessum vandræðum var ekki að
spyrja að hjálpsemi Hjalta og
Önnu; bílskúrinn var einfaldlega
tæmdur, málaður og breytt í íbúð
fyrir okkur. Við erfiða fæðingu
sonar okkar í sumar veittu Anna
Ýr og Hjalti okkur einnig mikinn
stuðning. Fyrir þessa ómetan-
legu hjálp átti eftir að þakka.
Elsku Hjalti Már. Það er
óbærilegt að hugsa til þess að við
fáum ekki að njóta frekari sam-
vista.
Á þessum tímum hugsum við
með söknuði til allra gleðistund-
anna sem við átt höfum saman
sem ná allt aftur til menntaskóla-
áranna þegar þið Anna Ýr kynnt-
ust. Allar útilegurnar, utanlands-
ferðirnar, matarboðin,
dagspartarnir með börnunum
okkar, kvöldstundirnar yfir góðu
viskíi og ýmsar hversdagslegar
athafnir. Allar þessar frábæru
samverustundir sem nú verða að
ljúfsárum minningum.
Þið Anna Ýr voruð einstök
hjón og gott teymi. Við höfum
alltaf dáðst að hvernig þið settuð
stelpurnar og fjölskylduna ykkar
í forgang. Nú búa þær vel að
þessum mikla auði og litli dreng-
urinn þinn mun alast upp í þinni
fallegu minningu. Við sem áfram
göngum munum passa upp á fólk-
ið þitt og reynum að lifa í þínum
Hjalti Már
Baldursson
✝ Hjalti MárBaldursson
fæddist 9. febrúar
1980. Hann lést 12.
nóvember 2015.
Útför Hjalta Más
fór fram 24. nóvem-
ber 2015.
anda. Því eins og
segir í laginu sem
þú hélst svo mikið
upp á, „Líttu sér-
hvert sólarlag sem
þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir
orðinn dag enginn
gengur vísum að“.
Lára og Sturla.
Fimmtudagurinn
12. nóvember var sorgardagur og
reiðarslag fyrir okkur öll. Það var
eins og tíminn hefði verið stöðv-
aður, eða eins og segir í fyrsta er-
indi kvæðis eftir enska skáldið
W.H. Auden:
„Stöðvið allar klukkurnar, af-
tengið símann, stöðvið gelt
hundsins með girnilegu beini, lát-
ið píanóin þagna og með daufum
trumbudyn berið fram kistuna,
gefið syrgjendunum frið.“
Tveir ungir menn í blóma lífs-
ins fóru í sína hinstu flugferð. Fé-
lagi okkar og flugkennari, Hjalti
Már Baldursson, var annar
þeirra. Við slíkar aðstæður veit
maður hreinlega ekki hvað er
hægt að segja. Orð veita litla
huggun og lítið er um góð ráð
þegar harmurinn er jafn mikill og
raun ber vitni.
Flugskóli Íslands er eins og lít-
il fjölskylda og þegar hún lendir í
áföllum sýnum við styrk okkar
með því að standa saman. Með tíð
og tíma lærum við að lifa með
sorginni.
Við minnumst Hjalta með hlý-
hug sem góðs félaga og vandaðs
manns sem vann verk sín af alúð
og samviskusemi.
Fjölskyldu Hjalta sendum við
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Stjórnendur, starfsmenn og
nemendur Flugskóla Íslands –
Tækniskólans deila sorginni með
ykkur. Minning um ungan og
glæsilegan mann lifir áfram í
hjörtum okkar.
Jón B. Stefánsson
og Baldvin Birgisson.
Nú er komið að kveðjustund.
Kveðjustund sem er erfiðari en
orð fá lýst. En á svona stundum
er mikilvægt að hafa allar þær
góðu minningar sem við eigum í
huga. Lífið er dýrmæt gjöf sem
við eigum að njóta og var Hjalti
Már duglegur að minna mann á
það. Ef maður þurfti á því að
halda að láta berja sér í brjóst,
hughreysta eða hvað sem var þá
var alltaf gott að heyra í Hjalta.
Hann var óspar á hrós, vinsemd
og hlýju.
Þar átti maður hauk í horni.
Hjalti Már var einstaklega lífs-
glaður og kunni að njóta augna-
bliksins. Honum tókst alltaf að
sjá það góða í öllu og öllum. Hann
var brosmildur, sérstaklega hlýr
og hjartagóður maður. Þeir sem
einhvern tíma hafa átt samskipti
við Hjalta geta vottað fyrir það
að hann var öðlingur. Engum
vildi hann illt og var hann alltaf
tilbúinn að láta aðra ganga fyrir
og bjóða fram hjálp ef á þurfti að
halda.
Þó að nokkur ár hafi skilið að
tókst með okkur Hjalta einstakur
vinskapur snemma á lífsleiðinni.
Við höfum alltaf fylgst að í gegn-
um tíðina. Kynntumst eigin-
konum okkar á sama tíma, eign-
uðumst börn á sama tíma og nú
eru eiginkonur okkar settar með
aðeins fimm daga millibili. Hjalti
var mikill fjölskyldumaður og
leið honum hvergi betur en með
fjölskyldunni. Var það einmitt
með fjölskyldum okkar sem við
áttum margar ómetanlegar
stundir.
Í útilegum, sumar-
bústaðaferðum, heima við eða
bara hvar sem var. Hjalti var ein-
staklega þolinmóður maður og
blíður og endaði það yfirleitt á því
að hann var kominn með krakka-
skarann í kringum sig að gera
eitthvað skemmtilegt. Eins og
sonur minn sagði og orðaði svo
vel „hann var svo góður“.
Það var alltaf gott að hitta
Hjalta og þó að stundum hafi liðið
of langur tími á milli hittinga hjá
okkur var alltaf eins og við hefð-
um hist síðast daginn áður og
þannig verður það þegar við hitt-
umst á ný.
Það er margt sem flýgur í
huga manns núna. Endalausar
minningar og allar góðar. Minn-
ing líkt og þegar hann fór í Boss-
jakkafötunum að veiða og týndi
næstum öðrum spariskónum en
ég var algallaður í vöðlum og með
nýjustu græjur. En það var hann
sem veiddi, ekki ég. Allt sem
hann gerði og tók sér fyrir hend-
ur gerði hann vel. Það var fátt
sem hann gat ekki og hann vildi
gera hlutina sjálfur. Hann var
alltaf eitthvað að starfa. Í alla
staði var hann og er fyrirmynd,
ekki bara fyrirmynd barnanna
okkar heldur líka mín.
Það er erfitt að kveðja góðan
vin og frábæran dreng en hann
lifir í hjörtum okkar um ókomna
tíð.
Hver minning dýrmæt perla,
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki er gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg S.)
Það er engin sanngirni fólgin í
því að Hjalti Már skuli vera hrif-
inn frá okkur svona snemma. Líf-
ið er ekki sanngjarnt. En nú er
komið að okkur að umvefja Önnu
Ýri og krakkana hlýju. Við mun-
um í sameiningu faðma og vernda
þessa yndislegu fjölskyldu. Elsku
Anna Ýr, Elísa Björk, Ester
Laufey og fjölskylda, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð og
guð gefi ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Úlfar og Linda Björk.
Góðir vinir eru vandfundnir og
eitt það dýrmætasta sem hægt er
að eignast í lífinu. Flest eignumst
við okkar bestu vini í barnæsku
og á unglingsárum og því var það
okkur hjónum mikil gæfa að
kynnast Hjalta og Önnu á full-
orðinsárum því að traustari og
heilsteyptari vini er ekki hægt að
hugsa sér.
Eftir okkar fyrstu kynni varð
ekki aftur snúið. Þegar horft er
til baka koma upp í hugann marg-
ar ljúfsárar minningar sem við
munum varðveita vel í hjarta
okkar.
Þær voru ófáar samveru- og
gleðistundirnar með fjölskyld-
unni. Má þar m.a. nefna öll skipt-
in sem við borðuðum saman, bú-
staðar- og rjúpnaveiðiferðirnar,
sundferðir og morgunkaffi, brúð-
kaupsdaginn og ferðin á tindinn
þar sem Hvannadalshnúkur var
toppaður að ógleymdri menning-
arferðinni okkar til Berlínar árið
2011. Í þeirri ferð tókst ljúfmenn-
inu Hjalta að reita mann til reiði,
örugglega í fyrsta og eina skiptið
á ævinni.
Þá hjólaði hann á appelsínu-
gula „Rent a bike“-hjólinu í veg
fyrir hjólreiðakappa sem kom á
mikilli siglingu. Sá féll með látum
í malbikið þannig að fínu þröngu
buxurnar hans rifnuðu. Þegar sá
þýski stóð upp bunaði hann út úr
sér öllum ljótustu orðum þýskrar
tungu. Ekki batnaði ástandið
þegar hinn hjálpfúsi Hjalti kom
brosandi og sagði við frussandi
Þjóðverjann „English please“.
Þessi stutta saga lýsir Hjalta vel.
Hann hafði einstakt geðslag, var
ávallt í góðu skapi og bar hags-
muni annarra fyrir brjósti auk
þess að vera mikill húmoristi.
Hjalti var sannur vinur okkar
allra og hans verður sárt saknað.
Eftir standa minningar sem við
munum ylja okkur við um
ókomna tíð.
Elsku Anna Ýr, Elísa Björk,
Ester Laufey, Baldi, Beta, syst-
kini Hjalta og aðrir aðstandend-
ur. Harmur ykkar er mikill og
engan veginn hægt að setja sig í
þær aðstæður sem á ykkur eru
lagðar. Við færum ykkur okkar
dýpstu samúðarkveðjur og biðj-
um algóðan guð að styrkja ykkur
og styðja á þeim tímum sem fram
undan eru.
Nú reynir á okkur fjölskyld-
una á Álfhólsveginum að vera
sannir vinir.
Alda, Björgvin Þór og börn.
Mann setur hljóðan. Það er
ólýsanlega sárt að þurfa að sjá á
eftir Hjalta Má, ungum manni í
blóma lífsins.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast honum og
geymum minningu um einstak-
lega hjartahlýjan, glaðan og heil-
steyptan dreng í hjörtum okkar.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur
(Höf. ókunnur)
Við vottum Önnu Ýri, Elísu
Björk, Ester Laufeyju og öllu
ykkar fólki okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd vina ykkar í matar-
klúbbnum,
Ýrr.
Við Hjalti Már kynntumst
þegar við vorum ráðnir saman
hjá Flugfélagi Íslands snemma
árs árið 2005. Okkur varð fljótt til
vina og mynduðum við góð tengsl
með konum okkar og börnum.
Stórt skarð hefur nú verið höggv-
ið í litla vinahópinn okkar.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin – mig setur hljóðan
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur.)
Takk fyrir þær stundir sem við
áttum saman elsku Hjalti, þín
verður sárt saknað. Elsku Anna
Ýr, Elísa Björk, Ester Laufey og
fjölskyldan öll, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð og biðjum
góðan Guð að veita ykkur styrk
og huggun á þessum erfiðu
tímum.
Þínir vinir
Jóhann Axel og Ásdís Björk.
Hjartans þakkir til ykkar sem sýnduð okkur
samúð og vináttu vegna andláts móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
GUÐMUNDU BJÖRGVINSDÓTTUR,
Egilsbraut 19, Þorlákshöfn,
áður Hásteinsvegi 64,
Vestmannaeyjum.
.
Björghildur Sigurðardóttir, Stefán Jónasson,
Jóna Sigurðardóttir, Guðni Þór Ágústsson,
Kári Jakobsson,
María Sigurðardóttir, Jón Haukur Guðlaugsson,
Petrína Sigurðardóttir, Guðni Friðrik Gunnarsson,
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og
tengdamóðir,
SIGRÍÐUR LÁRUSDÓTTIR,
Gauksmýri, Húnaþingi vestra,
verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju
27. nóvember næstkomandi klukkan 14.
.
Jóhann Albertsson,
Hrund Jóhannsdóttir, Gunnar Páll Helgason,
Albert Jóhannsson, Ása Karen Baldurs.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BIRGIR ÞÓRÐARSON,
Tryggvagötu 26, Selfossi,
lést á dvalarheimilinu Lundi 15. nóvember.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
mánudaginn 30. nóvember klukkan 14.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Lundar fyrir
trausta og góða umönnun.
.
Vilborg Salóme Birgisdóttir, Unnsteinn Marvinsson,
Margrét Eygló Birgisdóttir, Auðunn Leifsson,
Sigurbjörg Helga Birgisdóttir,
Steinlaug Birgisdóttir, Gunnar Kristjánsson,
Guðrún Kristmanns Birgisdóttir, Eyjólfur Ólafsson,
Benjamín Aage Birgisson,
Rikard Arnar Birgisson, Linda Ramdani,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA RANNVEIG KJARTANSDÓTTIR
frá Bolungarvík,
lést mánudaginn 23. nóvember á LSH
Hringbraut. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju fimmtudaginn 3. desember klukkan 13.
Sérstakar þakkir til starfsfólks LSH fyrir alúð og umhyggju.
.
Víðir Jónsson, Jóna Arnórsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Guðmundur J. Matthíasson,
Guðmundur Þ. Jónsson, Vigdís E. Hjaltadóttir,
Friðgerður B. Jónsdóttir, Páll Ingi Kristjónsson,
Svala Jónsdóttir, Birkir Hreinsson,
ömmu- og langömmubörn.
Okkar ástkæra
FANNEY TRYGGVADÓTTIR,
Grund, Reykjavík,
áður Mánatúni 4, Reykjavík,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 21. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju
miðvikudaginn 2. desember klukkan 13.
.
Joseph Lee Lemacks,
Tryggvi Friðjónsson, Kristbjörg Leósdóttir,
Þórarinn Friðjónsson, Ingibjörg Ólafsdóttir,
Gróa Friðjónsdóttir,
Vigdís Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG BOGADÓTTIR
frá Hvammi í Fljótum,
lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
þann 22. nóvember.
Jarðsett verður frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 5. desember klukkan 14.
.
Kristrún Helgadóttir, Karl Sighvatsson,
Ingibjörg Karlsdóttir, Þórir Árnason,
Sigurður Karlsson, Kristjana Hafliðadóttir,
Helgi Einar Karlsson, Stella Bogadóttir
og langömmubörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar