Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 69
UMRÆÐAN 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Sú merka þjóð gyð- ingar hefur í þúsundir ára mátt þola kúgun, fjöldamorð og herleið- ingu. Þjóðernisvitund gyðinga hefur þó alltaf lifað og trú þeirra á Yahweh virðist eilíf. Öllu kristnu fólki er kær saga gyðinga og sögusvið Biblíunnar í Landinu helga – kon- ungsríki Davíðs og Sal- ómons. Þótt aðstæður hafi öldum saman hindrað gyðinga í að endurreisa þjóðríki sitt hafa þeir alltaf haldið tryggð við slóðir feðranna og marg- ir búið í Landinu helga, oftast við harðræði stórvelda. Tyrkir lögðu undir sig löndin við austanvert Mið- jarðarhaf 1517 og réðu síðan þess- um löndum allt fram til 1922, þegar Bretland tók við stjórn svæðisins í umboði Þjóðabandalagsins. Þjóðríkisstefna (síonismi) gyðinga nær fótfestu Merkasti boðberi þjóðríkisstefnu gyðinga var Theodor Hertzl (1860- 1904), sem fæddist í Búdapest. Þeg- ar Dreyfus-málið kom upp 1894 starfaði Hertzl sem blaðamaður í París, en honum blöskraði gyðinga- hatrið sem þarna kom fram. Tók Hertzl nú að skrifa bæklinga þar sem hann hvatti gyðinga til að flytja til Kanaan og endurreisa þar þjóðríki sitt. Á fyrstu ráðstefnunni um þjóð- ríkisstefnuna, sem haldin var í Ba- sel 1897, beitti Hertzl sér fyrir að stofnað yrði formlegt félag til að berjast fyrir endur- reisn þjóðríkis gyð- inga í Kanaan, sem Bretar nefndu Palest- ínu. Ísraelsríki (Eretz Yisrael) var stofnað 14. maí 1948, eða 51 ári eftir að þjóðríkis- stefnan hafði verið mótuð formlega. Á þessu 51 árs tímabili hafði margt skeð í heimsmálunum, sem áhrif hafði á stofnun Ísraelsríkis. Heimsstyrjöldin fyrri hófst 28. júlí 1914 og henni lauk 11. nóvember 1918. Bretland stóð uppi sem einn af sigurvegurunum. Tyrk- land tapaði miklum lendum og þar á meðan Kanaan. Áður en stríðinu lauk gerði ríkisstjórn Bretlands mikilvæga samþykkt, sem hafði af- drifaríkar afleiðingar fyrir gyðinga og þjóðríki þeirra. Þessi yfirlýsing er jafnan kennd við Arthur James Balfour, utanríkisráðherra Bret- lands. Balfour-yfirlýsingin frá 2. nóvember 1917 Alþjóðlegar samþykktir um stofnun Ísraelsríkis er hægt að rekja til Balfour-yfirlýsingar Bret- lands, sem samþykkt var á rík- isráðsfundi 31. október 1917. Í yf- irlýsingunni lofaði Bretland að beita öllum ráðum til að þjóðríki gyðinga yrði stofnað í Palestínu. Balfour-yfirlýsingin var mikilvæg skuldbinding Bretlands um þjóðríki handa gyðingum, en því miður gekk Bretland síðar á bak orða sinna. Næsta skref í þessari sögu var að 24. júlí 1922 fól Þjóðabandalagið Bretlandi að stjórna Palestínu. Um- boðið til Bretlands var samþykkt af öllum ríkjum bandalagsins, 51 tals- ins. Umboðið lagði margar kvaðir á Bretland og þar á meðal var marg- ítrekað að Bretlandi væri falið að tryggja stofnum þjóðríkis gyðinga í Palestínu. Meðal annars segir: „Umboðsaðilinn (Bretland) skal vera ábyrgur fyrir, að í Palestínu komist á aðstæður sem tryggja að þjóðríki gyðinga verði stofnað (sec- ure the establishment of the Jewish national home).“ Svik Bretlands, sem fólgin voru í daðri við araba og stöfuðu af olíu- hagsmunum, náðu ekki að hindra stofnun Ísraels. Afleiðingarnar voru samt hrikalegar því að Bretland hindraði beinlínis að gyðingar flyttu til Palestínu. Helförin gegn gyðing- um í Evrópu var því miklu mann- skæðari en hún hefði orðið ella. Stofnun Ísraels dróst til 14. maí 1948, en þann dag afsalaði Bretland umboði sínu til Sameinuðu þjóð- anna (SÞ). Um sex mánuðum áður höfðu SÞ samþykkt stofnum Ísr- aels. Ísland átti góðan þátt í stofnun Ísraels Hjá SÞ hafði mikið verið reynt að fá arabaríkin til að samþykkja til- verurétt Ísraels, en það tókst ekki. Sendiherra Íslands, Thor Thors, átti stóran þátt í þessum tilraunum, en arabarnir hafa fyrr og síðar krafist eyðingar Ísraels og útrým- ingar gyðinga. Að lokum gáfust menn upp á að reyna samninga við arabana og 29. nóvember 1947 bar Thor upp tillögu um stofnun þjóð- ríkis gyðinga í Palestínu og var hún samþykkt með afgerandi hætti, sem ályktun númer 181. Daginn eftir stofnun Ísraels gerðu fjölmennir herir arabaríkj- anna innrás í landið, með það yfir- lýsta markmið að eyða Ísrael og út- rýma gyðingum. Á þeim 67 árum sem liðin eru frá stofnun Ísraels hafa arabarnir gert ótal innrásir í landið og hryðjuverk á hendur gyð- ingum hafa verið daglegt brauð. Með því að hafna samningnum við gyðinga hjá SÞ fyrirgerðu arabar lögfræðilegum kröfum til lands í Kanaan. Með stöðugum innrásum í Ísrael og hryðjuverkum gegn gyð- ingum hafa arabar einnig glatað öll- um siðferðilegum kröfum á hendur Ísrael. Hafa ber í huga að Palestína er landfræðilegt hugtak, ekki nafn á ríki. Engin „Palestínuþjóð“ er í Kanaan og hefur aldrei verið. Arab- ar á Gaza eru frá Egyptalandi og Hamas sem þar ræður var stofnað af Bræðralagi múslima í Egypta- landi. Arabar á Bakkanum eru frá Arabíu og Fatah sem þar ríkir var stofnað af Arababandalaginu sem gerði innrásina 1948. Ísrael á mikl- ar óinnheimtar stríðsskaðabætur vegna tíðra innrása arabanna og eðlilegt er að með tímanum nái Ísr- ael yfir allt hið forna konungsríki Davíðs og Salómons. Sagan af stofnun Ísraels Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Sendiherra Íslands, Thor Thors, átti stóran þátt í þessum til- raunum, en arabarnir hafa fyrr og síðar kraf- ist eyðingar Ísraels og útrýmingar gyðinga. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur. Hafðu okkur með í ráðum 569 6900 08:00–16:00www.ils.is Okkar hlutverk hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnvægi og að allir hafi jafna möguleika á að eignast húsnæði, hvar sem er á landinu. Hjá okkur færðu óháða og trausta ráðgjöf, hvort sem þú ætlar að kaupa eða leigja, þannig að þú vitir örugglega hvað þú ert að fara út í. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. mbl.is alltaf - allstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.