Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 105
ÍSLENDINGAR 105
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
boltafélagið Körfuna um 1958 og vor-
um þá að leika okkur í ÍR húsinu sem
þá stóð við Túngötu. Þegar körfu-
boltadeild KR var endurvakin 1959,
fórum við auðvitað þangað en sá hóp-
ur er kjarninn í gullaldarliði KR
næstu árin. Þar má m.a. nefna Jón
Otta, Helga Ágústsson, Einar Bolla-
son, Gunnar Gunnarsson og Kristinn
Stefánsson. Við urðum fyrst Íslands-
meistarar í þriðja flokki 1961, unnum
fyrsta Íslandsmeitaratitilinn í meist-
araflokki 1965, en ég náði sjö Íslands-
meistaratitlum með meistaraflokki
KR á árunum 1965-79, jafn mörgum
bikarmeistaratitlum, er margfaldur
Reykjavíkurmeistari og á enn leikja-
metið með meistaraflokki KR, 386
leiki. Og gamli hópurinn er ekkert
hættur. Við mætum á alla leiki og
styðjum stöðugt við KR og körfubolt-
ann.“
Kolbeinn lék fimmtíu og fimm
landsleiki á árunum 1965-86, varð
landsliðsfyrirliði í sínum fyrsta lands-
leik, tvítugur að aldri. og síðan oftast
fyrirliði. Hann var kosinn íþrótta-
maður ársins 1966, hefur hlotið fjölda
viðurkenninga og var m.a. sæmdur
Heiðurskrossi ÍSÍ, Heiðurskrossi
KKÍ og Stjörnu KR.
Kolbeinn og Guðrún stunda golf,
skíði og siglingar og eiga hlut í 29 feta
seglskútu í Reykjavíkurhöfn. Þá eiga
þau sumarbústað með fjölskyldu
Guðrúnar í Norðurárdal í Borgarfirði
og Kolbeinn situr í stjórn Golfklúbbs-
ins þar, Glanna. Þau ferðast auk þess
mikið innanlands sem utan og nota
mikið gamla fellihýsið sitt.
Fjölskylda
Kona Kolbeins er Guðrún Jóhanns-
dóttir, f. 9.12. 1952, flugfreyja hjá Ice-
landair. Hún er dóttir Vilborgar
Kristjánsdóttur, f. 29.3. 1930, fyrrv.
deildarfulltrúi hjá forseta Íslands, og
Jóhanns Gíslasonar, f. 1.5. 1925, d.
9.5. 1968, flugrekstrarstjóra.
Dóttir Kolbeins og Guðrúnar er
Kolbrún Heiða, f. 21.2. 1991, við-
skiptafræðinemi við HÍ og flugfreyja
hjá Icelandair á sumrin.
Stjúpsynir Kolbeins eru Atli Freyr
Einarsson, f. 17.8. 1975, fram-
kvæmdastjóri DHL, kvæntur Önnu
Svandísi Gísladóttur og eiga þau tvær
dætur og einn son, og Hjalti Már Ein-
arsson, f. 29.9. 1978, forstöðumaður
vef- og markaðssviðs Nordic Visitor,
kvæntur Lindu Ósk Þorleifsdóttir og
eiga þau tvær dætur og einn son.
Fyrri kona Kolbeins er Bryndís
Stefánsdóttir, f. 12.2. 1946, leikskóla-
kennari.
Börn Kolbeins og Bryndísar eru
Páll Hermann, f. 17.4. 1964, þrór-
unarstjóri Vörustýringar hjá Eggerti
Kristjánssyni, kvæntur Þórunni Pét-
ursdóttur og eiga þau þrjár dætur og
barnabarn; Sigríður, f. 25.4. 1966 en
sambýlismaður hennar er Skúli Sig-
fússon og eiga þau tvær dætur; Þórð-
ur Hermann, f. 5.1. 1969, fjárfestir,
kvæntur Lovísu Sigurðardóttur og
eiga þau tvær dætur og einn son.
Systkini Kolbeins eru Brynjar, f.
10.6. 1936, kaupmaður á Sauðárkróki;
Vigdís, f. 24.5. 1948, flugfreyja í
Reykjavík; Sigurbjörg, f. 14.7. 1957,
innanhússhönnuður búsett í Brussel.
Foreldrar Kolbeins: Páll Sigurðs-
son, f. 4.1. 1918, d. 19.3. 2000 hár-
skerameistari í Reykjavík, og k.h.,
Kristbjörg Hermannsdóttir, f. 17.9.
1923, d. 18.11. 1970, húsfreyja.
Úr frændgarði Kolbeins Pálssonar
Kolbeinn
Pálsson
Guðbjörg Torfadóttir
húsfr. í Fremstuhúsum
Hermann Jónsson
b. í Fremstuhúsum í Dýrafirði
Hermann Hermannsson
trésmiður í Rvík
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
húsfr. í Rvík
Kristbjörg Hermannsdóttir
húsfreyja í Rvík
Kristín Þorláksdóttir
húsfr., frá Hofi á Kjalarnesi
Þorsteinn Gíslason
útvegsb. á Meiðastöðum, af
Meiðastaðaætt og Húsafellsætt
Guðrún Jónsdóttir
hjá Stígamótum
Jón Pálsson
b. í Fljótstungu í Hvítár-
síðu, systursonur Halldóru,
ömmu Guðmundar
Böðvarssonar skálds
Sigurður Ólafsson
rakaram. í Eimskipa-
húsinu í Rvík
Páll Sigurðsson
hárskeram. í Rvík
Ásgerður Sigurðardóttir
húsfreyja í Rvík
Ólafur Jónsson
smiður í Rvík
Ívar Páll
Jónsson
upplýsinga-
fulltrúi hjá
Landsvirkjun
Valgerður Pétursdóttir húsfr. á Húsavík
Björg Sigríður Hermanns-
dóttir húsfr. í Rvík
Kristín Pálsd.
hjúkrunarfr.
Gunnlaugur
Jónsson fram-
kvæmdastj.
og fjárfestir
Gísli Ó. Pétursson héraðslæknir á Húsavík
Gísli Þorsteinsson
skipstjóri í Rvík
Hermann Hermannsson markmaður í Val
Bergþór
Pálsson
óperu-
söngvari
Páll Bergþórsson
fyrrv. veðurstofustj.
Gyða Bergþórsdóttir skólastjóri
Jón Bergþórsson framkvæmda-
stj. Nýju sendibílastöðvarinnar
Bergþór Jónsson
b. í Fljótstungu
Áki Jakobsson bæjarstj. á
Siglufirði og alþm. í Rvík
HermannGunnars-
son landsliðsm.
í knattspyrnu og
handbolta og dag-
skrárgerðarm.
Jakob Gíslason orkumálastjóri
Þorsteinn Gíslason (Steini box)
hnefaleikaþjálfari og málarameistari í Rvík
Aflaskipstjórarnir Sæmundur, Þorsteinn,
Gunnar og Gísli Sæmundssynir
Halldóra Jónsdóttir
húsfreyja í Rvík
Vilhelmína Þorsteinsdóttir
húsfr. á Minni-Vatnsleysu
Guðrún Pétursdóttir
húsfreyja í Fljótstungu,
frá Ánanaustum
90 ára
Guðmundur Hallgrímsson
80 ára
Áslaug Þóra Einarsdóttir
Heiðrún Guðmundsdóttir
Hilda Björk Jónsdóttir
Hreinn Óskarsson
Jóhann Tryggvi Ólafsson
Kristín H. Aðalsteinsdóttir
Viðar Karlsson
75 ára
Geir Torfason
Ingibjörg E.
Ingólfsdóttir
Kristbjörg Einarsdóttir
Sjöfn Ottósdóttir
70 ára
Björn Snorrason
Edda Herbertsdóttir
Eyþór Bollason
Friðrik Rúnar Gíslason
Gunnar Ólafsson
Jósep Guðmundsson
Kjartan Matthías
Antonsson
Kristín Þórarinsdóttir
Matthías Jón Jónsson
Monika Pálsdóttir
Ragnar Eiðsson
Þorsteinn Óskarsson
60 ára
Alicja Stanislawa
Szczepanska
Braim Murial Ramanie
Cooray
Guðmundur Guðmundsson
Guðrún Auður Parel
Yngvadóttir
Ingibjörg Jóna Jónsdóttir
Jóhann Sævarsson
Sigríður Jakobsdóttir
Sigurlaug Magnúsdóttir
Stefanía Kr. Kristjánsdóttir
Trausti Elliðason
Walentyna Jalocha
Þorbjörg Jónsdóttir
Þorbjörg Þorkelsdóttir
50 ára
Baldur Vilhjálmsson
Björg Þuríður Magnúsdóttir
Hrafnhildur Árnadóttir
Kristinn Ragnar Árnason
Magnús Bragason
Páll Steingrímsson
Ragnheiður K.
Valdimarsdóttir
Snævar Árdal Hauksson
40 ára
Árni Gunnlaugsson
Árveig Aradóttir
Guðrún Laufey
Guðmundsdóttir
Gunnar Örn Guðmundsson
Halldór Hjalti Halldórsson
Hákon Ingi Jörundsson
Hulda Lilja Guðmundsdóttir
Ingi Björn Sigurðsson
Íris Gunnarsdóttir
Kári Viðar Rúnarsson
Kristín Helga Barkardóttir
Nina Faryna
Ragna Jenny Friðriksdóttir
Rósa Dögg Flosadóttir
Sigurjón Þorvaldsson
Þórdís Eik Friðþjófsdóttir
30 ára
Alban Troka
Aron Leifsson
Auður Inga
ngimarsdóttir
Brynjar Þór Hreggviðsson
María Dinah Kathrynn R. De
Luna
Pawel Wasiak
Sirus Bernhard Palsson
Stígur Jónsson
Til hamingju með daginn
30 ára Ómar ólst upp í
Þorlákshöfn, býr í Eyjum,
stundar sjómennsku og er
að ná sér eftir vinnuslys.
Maki: Jessý Friðbjarn-
ardóttir, f. 1984, kenn-
aranemi og leikskólakenn-
ari.
Dóttir: Magnea Evey, f.
2008.
Foreldrar: Sólveig Páls-
dóttir, f. 1955, starfsmaður
hjá Náttúru, og Erlendur
Ómar Óskarsson, f. 1950,
sjómaður.
Ómar Páll
Erlendsson
30 ára Íris ólst upp á
Álftanesi, býr þar, lauk
stúdentsprófi frá MK og
er skólaliði í Kárs-
nesskóla.
Systkini: Alda Björg Guð-
jónsdóttir, f. 1971, og
Daníel Þór Guðjónsson, f.
1986.
Foreldrar: Hjördís Vil-
hjálmsdóttir, f. 1953, hús-
freyja, og Guðjón Ágúst
Sigurðsson, f. 1954, fram-
kvæmdastjóri. Þau búa á
Álftanesi.
Íris Dögg
Guðjónsdóttir
30 ára Brynjar Þór ólst
upp í Kópavogi, er nú bú-
settur íReykjavík, lauk
BSc-prófi í sálfræði við
HR og diplomapróf í fisk-
eldisfræði frá Hólum og
er nú leiðsögumaður í
veiðiferðum.
Systkini: Anna Hlíf, f.
1981; Stefán, f. 1982, og
Hrannar Bjarki, f. 1995.
Foreldrar: Hreggviður
Óskarsson, f. 1956, og
Hafdís Guðný Halldórs-
dóttir, f. 1956.
Brynjar Þór
Hreggviðsson
Pavla Dagsson Waldhauserová hefur
varið doktorsritgerð sína í eðlisfræði
við Háskóla Íslands. Heiti ritgerðar-
innar er: Uppruni, breytileiki og eig-
inleikar ryks í andrúmslofti yfir Íslandi
(Variability, origin and physical charac-
teristics of dust aerosol in Iceland).
Stór hluti rykframleiðslu jarðar
kemur frá náttúrulegum rykupp-
sprettum. Mörg strjálbýl svæði og
eyðimerkur gefa frá sér mikið ryk. Ís-
land er á meðal slíkra svæða. Í þessari
ritgerð er greint frá þróun rykmeng-
unar á Íslandi út frá rannsókn á veð-
urmælingum og gerð er grein fyrir til-
raunum til að mæla rykmengun í
andrúmslofti og áhrif ryks á snjó. Birt
eru fyrstu gögn um tíðni og virkni ryk-
storma á Íslandi sem og upplýsingar
um smásjáreiginleika rykefna, fjölda
og massa örefna. Einnig er rykfram-
leiðsla frá Íslandi metin, sem og áfok á
land, sjó og jökla. Rykframleiðslan
nemur 31-40 milljónum tonna sem
falla á >500.000 km2 hvert ár, en
sumir strókarnir ná >1.000 km burt frá
landinu. Niðurstöðurnar sýna að landið
er virkasta ryksvæðið á heim-
skautasvæðum jarðar. Um 4,5 milljónir
tonna falla á jökla en 6-14 milljónir
tonna á sjó við landið. Rannsóknirnar
sýna að rykið, sem er dökkleitt, minnk-
ar endurgeislun af snjó meira en sót,
sem annars hefur
verið talið mik-
ilvirkasta efnið við
að draga í sig sól-
arljós. Rykið er
járnríkt og kann
að hafa mikil áhrif
á frumframleiðni í
sjó og lífríki hans.
Rannsóknir á eðl-
iseiginleikum ryksins sýna að það er
afar frábrugðið ryki frá meginlönd-
unum er varðar efnasamsetningu, lög-
un, stærð og lit. Um 80% ryksins er
dökkt basaltgler sem inniheldur mikið
af málmum á borð við járn og tít-
aníum. Ryk frá jökuljöðrum inniheldur
mikið af mjög fínum efnum sem svipar
til rykmengunar frá eldgosum. En þó
berast einnig afar stór korn (50-100
míkrómetrar) langar leiðir. Gjósku-
korn stærri en 2 mm berast með vindi
en vindrof flutti >11 tonn af efni yfir
eins metra breiða línu í miklum stormi
á Skógaheiði eftir gosið í Eyja-
fjallajökli sem er trúlega einn mesti
sandstormur sem hefur verið mældur
á jörðinni. Líklegt er að ryk frá Íslandi
auki á hlýnun heimskautasvæða
vegna mikillar tíðni rykstorma á Ís-
landi. Rykið veldur ekki aðeins loft-
mengun á Íslandi heldur hefur líklega
áhrif á loftgæði víða um lönd.
Pavla Dagsson
Waldhauserová
Pavla fæddist í Prag árið 1980 og lauk meistaraprófi í jarðvísindum við Karlshá-
skólann í Prag. Hún er nýdoktor hjá Háskóla Íslands, Raunvísindadeild og Jarð-
vísindadeild. Hún er gift Ægi Dagssyni ráðgjafa. Dóttir þeirra er Thea Dagsson.