Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gert er ráð fyrir því að slegið verði í gegn í Vaðlaheiðargöngum haustið 2016, miðað við að hægt verði að bora frá báðum endum frá því í mars á næsta ári. Lokafrágangur tekur um 14 mánuði og ætti því að vera hægt að opna göngin fyrir árslok 2017. Valgeir Bergmann, framkvæmda- stjóri Vaðlaheiðarganga hf., og Ágúst Torfi Hauksson stjórnarformaður mættu á fund umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis í gær að beiðni nefndarinnar. Þeir greindu frá stöðu mála við gangagerðina og svör- uðu spurningum. Valgeir sagði í samtali við Morgun- blaðið að nú væri grafið Eyjafjarðar- megin. Gangagerðarmenn væru komnir í betra berg og dregið hefði úr streymi vatns. Hiti þess er nú 58 °C. Fljótlega verður farið að aka um- framefni úr göngunum í flughlað á Akureyrarflugvelli. Göngin hafa lengst um 39 metra tvær vikur í röð. Það er nákvæmlega jafn langt og meðalframvindan hefur verið á viku frá upphafi ganga- gerðarinnar. Búið var að grafa 3.051 metra frá Eyjafirði og 1.474 metra frá Fnjóskadal þann 23. nóvember síðastliðinn. Samtals var því búið að grafa 4.526 metra, eða 62,8% af lengd ganganna. Meðalframvinda hér á landi er 40-60 metrar á viku. Vonast er til að hægt verði að hefja gangagröft Fnjóskadalsmegin í febr- úar eða mars 2016. Þar þarf að styrkja bergið á hrunsvæði og tekur það væntanlega 1-2 mánuði. Eftir það gera menn sér vonir um að framvind- an þeim megin geti orðið allt að 45 m/ viku og 25-40 m/viku Eyjafjarðar- megin. Mögulega tekin í notkun í árslok 2017  Stefnt er að því að grafa Vaðlaheiðargöng frá báðum endum frá því í mars 2016  Gangi allt samkvæmt áætlun ætti að takast að slá í gegn um haustið 2016  Lokafrágangur tekur 14 mánuði Ljósmynd/Valgeir Bergmann Vaðlaheiðargöng Við hrunsvæðið Fnjóskadalsmegin er unnið að undirbúningi og verið að koma fyrir dælukerfi. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í raun gafst enginn tími til að verða hræddur fyrr en ég var kominn í björgunarbátinn. Þá kannski fyrst greip mig einhver ótti og að sjá Brand brenna tók virkilega,“ segir Gunnlaugur Erlendsson sjómaður í Vestmannaeyjum. Mannbjörg varð laust eftir hádegi í gær þegar eldur kom upp í smábátnum Brandi VE, sem var sex til sjö sjómílur austan við Vestmannaeyjar. Neyðarkall barst frá bátnum jafnframt því sem Gunnlaugur, sem var einn um borð, skaut neyðarblysi á loft. „Ég var úti á dekki að gera að afl- anum þegar ég sá mikinn eld um borð í stýrishúsinu, þar sem ég geymi björgunargallann. Ég stökk til og ýtti björgunarbátnum í sjóinn og hann var enga stund að blása upp. Skellti mér síðan fyrir borð og ég var aðeins fáeinar mínútur í bátnum því hjálpin barst mjög fjótt,“ segir Gunnlaugur, sem tekinn var um borð í Frá VE. Sá bátur var örskammt undan og sáu skipverjar þar hvers kyns var. Brugðust því skjótt við, eins og vera ber. Raunar er haft eftir sjómönnum á Frá að skömmu eftir að Gunnlaugur var kominn í björg- unarbátinn hafi orðið sprenging um borð í Brandi og framhlutinn hafi þá orðið alelda. Ekkert er vitað um til- drög eldsvoðans. Báturinn er ónýtur Þyrla frá Landhelgisgæslunni sem var á flugi við Vestmannaeyjar fór á vettvang og fljótlega kom lóðs- báturinn í Eyjum á staðinn. Skip- verjar þar slökktu eldinn í Brandi og drógu bátinn svo inn til hafnar. Þá var varðskipið Þór ekki langt undan meðan á þessu stóð. „Nei, ég hef aldrei áður lent í neinu þessu líku. En nú er ekkert að gera nema bíta á jaxlinn og byrja upp á nýtt. En ég þarf samt fyrst að útvega mér nýjan bát, því Brandur er ónýtur,“ sagði Gunnlaugur Er- lendsson. Ljósmynd/Tryggvi Sigurðsson Eldur Báturinn logaði stafna á milli og seig niður fyrir sjónlínu skipverja á Frá VE sem björguðu sjómanninum. Tók virkilega á mig að sjá Brand brenna  Mannbjörg við Eyjar en báturinn ónýtur  Bít á jaxlinn Ljósmynd/Tryggvi Sigurðsson Hjálp Gunnlaugur Erlendsson komst strax í björgunarbátinn og beið að- stoðar sjómanna á nærstöddum báti sem fylgdust með atburðarásinni. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni rúmar 18 milljónir í skaðabætur og miskabætur vegna tveggja og hálfs árs fangelsisdóms sem Hæstiréttur kvað upp í maí ár- ið 1998 fyrir aðild að stórfelldri lík- amsárás á veitingastaðnum Vegas í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lést í kjölfar hennar. Sat 477 daga í fangelsi Manninum var gefið að sök að hafa sparkað í höfuð manns sem lá á gólfi veitingastaðarins. Var hann dæmdur í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í málinu. Einn dómari í Hæstarétti skilaði sératkvæði í málinu og taldi að sýkna ætti manninn. Maðurinn hlaut reynslulausn þegar hann hafði afplánað tvo þriðju hluta dómsins. Hafði hann þá setið 354 daga í fangelsi, til viðbótar 123 dögum í gæsluvarðhaldi sem komu til frádráttar refsivist hans. Var hann því sviptur frelsi í 477 daga í formi fangelsisvistar. Maðurinn leitaði til Mannrétt- indadómstóls Evrópu og bar fram kæru yfir því að Hæstiréttur hefði í sakfellingardómi sínum byggt á endurmati á munnlegum yfir- heyrslum í héraðsdómi, án þess að hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða ákærða sjálfan. Óskaði eftir endurupptöku Komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð Hæstaréttar hefði ekki samrýmst mannréttinda- sáttmála Evrópu um réttláta máls- meðferð. Óskaði maðurinn eftir endurupptöku og var sýknaður af Hæstarétti. Ríkið greiðir 18 milljónir króna  Málsmeðferð óréttlát og maðurinn sýknaður eftir endurupptöku málsins Morgunblaðið/Ernir Hérðasdómur Reykjavíkur Mann- inum voru dæmdar 18 milljónir kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.