Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 80

Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 80
80 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 JÓLAMATUR Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is G reinilegt er að Eggert Sig- mundsson og aðrir starfs- menn Norðlenska vita að þeir gegna ábyrgðarhlut- verki í jólahaldi landsmanna. „Jóla- steikin má ekki klikka og hvergi má hvika frá gæðunum sem Norð- lenska er þekkt fyrir. Hér starfa kjötiðnaðarmenn og -meistarar með áratugalanga reynslu og leggja allir starfsmenn mikið á sig svo að allt gangi upp. Hér er unnið fram á kvöld og margar helgar í nóvember og desember.“ Hefðirnar lifa góðu lífi Eggert er framleiðslustjóri stórgripavinnslu Norðlenska, en undir Norðlenska heyra vörumerk- in Goði, KEA, Húsavíkur-kjöt og Bautabúrið. Þann tíma sem Eggert hefur staðið vaktina hefur hann getað greint smávægilegar breyt- ingar í jólamatarhefðum Íslend- inga. Bæði virðist fólk sækja í auknum mæli í hefðbundnasta mat- inn, en líka margir tilbúnir að smakka nýjungarnar. „Vinsælast er að fólk kaupi sér KEA- eða Húsa- víkurhangikjöt og KEA-hamborg- arhrygg enda hefur þetta kjöt ver- ið á borði landsmanna um áraraðir og fólk treystir á gæði þess. Tví- reykt hangikjöt er farið að seljast í meira mæli en áður í aðdraganda jólanna og hugsa ég að margir hafi uppgötvað hversu gott það er að láta tvíreykt læri hanga uppi í eld- húsinu til að fá hangiilminn á heim- ilið, og skera sér reglulega flís af kjötinu og borða t.d. með laufa- brauði.“ Grafnar kjötvörur, þurrverk- aðir vöðvar og hráverkaðar pylsur hafa einnig sótt á. Nefnir Eggert grafið lamb og grafið naut. „Áhug- inn er greinilega fyrir hendi að smakka eitthvað nýtt og auka á fjölbreytnina í jólamánuðinum.“ Grafna lambið og nautið er verkað þannig að vöðvinn er látinn liggja í tiltekinn dagafjölda í jurta- og kryddblöndu. „Flestum þykir best að gæða sér á grafna kjötinu með ostum, berjum og sultu og ekki skemmir fyrir eitt rauðvíns- glas.“ Einnig framleiðir Norðlenska jólapaté sem gæti svo gott sem komið í staðinn fyrir foie-gras á diski kröfuhörðustu matgæðinga. „Þetta er mjög góð kæfa sem bragðbætt hefur verið með bæði döðlum og beikoni og brennd með gasloga til að ná fram réttum bragðeinkennum.“ Salamí inni í ísskáp Lokst virðast Íslendingar vera að komast upp á lagið með þurr- verkaða vöðva og pylsur. Þeir sem reynt hafa vita að það er ekki ama- legt að eiga íslenska hráskinku eða þurrverkaðan nautavöðva, bragð- sterka salami-pylsu, ítalska salami eða chorizo inni í ísskáp til að narta í þegar löngunin í eitthvað ljúffengt gerir vart við sig. „Það má skera pylsuna þunnt og not sem álegg, eða einfaldlega skera af henni lít- inn fleyg til að gæða sér á.“ Jólakjöt sem landinn stólar á Vinsældir tvíreykta hangi- kjötsins fara vaxandi og eins mikill áhugi á gröfnum kjötvörum og þurrverkuð- um pylsum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Biti Grafið lamb og naut hefur fallið í kramið hjá neytendum. „Flestum þykir best að gæða sér á grafna kjötinu með ostum, berjum og sultu og ekki skemm- ir fyrir eitt rauðvínsglas,“ segir Eggert H. Sigmundsson hjá Norðlenska. Hráskinkur og pylsur er líka að finna í ísskápnum á mörgum heimilum. KEA Hangikjöt með uppstúf 1 stk. KEA hangikjötsrúlla, úrbein- að Vatn Matreiðsla: Setjið hangikjötið í pott og látið vatnið fljóta yfir kjötið og sjóðið í 1⁄2 klst. fyrir hvert kíló. Slökkvið undir og látið kjötið standa í soðinu í 1 klst. Berið fram eða kælið í kæliskáp. Uppstúfur 4 msk. smjör 4 msk. hveiti 7 dl mjólk 1 tsk. salt ½ tsk. pipar 1⁄3 tsk. múskat 2 tsk. sykur Bræðið smjörið í potti og bætið hveiti við og hrærið. Hellið mjólk- inni rólega saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Látið malla við vægan hita í 5 mínútur og hrærið reglulega í á meðan. Bætið salti, pipar, múskati og sykri við eftir smekk. Berið fram með kartöflum, grænum baunum og rauðkáli KEA léttreyktur lamba- hryggur m/sólberjasósu 1 stk. KEA léttreyktur lambahrygg- ur Matreiðsla: Sjóðið í vatni við væg- an hita í 45 mín. Takið upp úr og látið kólna aðeins. Smyrjið púð- ursykri yfir hrygginn og steikið í ofni við 180°C í 30-40 mínútur. Sólberjasósa Soðið af lambahrygg 2 dl rauðvín 1 dl sólberjasulta 1 lítill laukur saxaður lambakraftur ef þarf Laukurinn er svitaður í potti og síðan er rauðvíninu bætt út í ásamt sólberjasultunni. Sjóðið ör- lítið niður og bætið lambasoðinu útí. Þykkið sósuna og látið sjóða. Berið fram með sykurbrúnuðum kartöflum, rósakáli, maísbaunum og ananas.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.