Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 106

Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 106
106 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öryggisskór og stígvél Hjá Dynjanda færðu öryggisskó, öryggisstígvél og vinnufatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Farðu vel með þá hluti sem þú eign- ast hvort sem þeir eru stórir eða smáir. Ann- ars dregst þú bara aftur úr og missir af strætisvagninum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert komin(n) út í horn og þarft nú að setjast niður og hugsa málið algjörlega upp á nýtt. Vertu þolinmóð(ur) og farðu í gegnum málið með bros á vör. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert að verða öðrum ómissandi, og finnst þú töff. Gleymdu því ekki að sjálfs- virðing þín skiptir jafnmiklu máli og virðing annarra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Tungið er fullt og það veldur spennu í samskiptum þínum við vini þína og kunn- ingja. Annar möguleiki er jákvæð mistök, sem gera stöðuna miklu betri en von var á. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þó að minni þitt hafi verið gloppótt und- anfarið eru allar minningarnar til staðar. Hlustaðu vel, og þú heyrir í lönguninni til að tengjast öðrum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gætir auðveldlega hneykslað fólk í dag. Veltu því fyrir þér hverju þarf að breyta og hvað þarfnast endurbóta og lagfæringar. Það má lengi lappa upp á en það er líka mik- ilvægt að sjá hvenær þarf að skipta út. 23. sept. - 22. okt.  Vog Skemmtilegar fréttir berast þér frá forn- um vini. Þú þráir að láta til þín taka í heim- inum og koma góðu til leiðar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Íhugaðu hvaða takmörkum þú vilt ná á næstu tveimur árum. Notaðu þér þennan byr en varastu allan leikaraskap. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mikilvæg viðfangsefni klárast þegar þú færð að minnsta kosti eina mann- eskju í lið með þér. Leitin hefst á því að ákveða hvað þú ert ekki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sýndu mikla varúð í fjármálum þessa dagana. Ef þú auglýsir hæfileika þína eiga tækifærin auðveldara með að hafa upp á þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er upplagt tækifæri til þess að ganga frá því sem þú hefur látið sitja á hak- anum. Aðrir laðast jafnframt að þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú þarftu að líta til baka, það skiptir miklu máli. Annað gæti hrætt fólk. Komdu þér í samband við viðkomandi og myndaðu vinalega stemningu svo viðkomandi sé til í að hjálpa þér. Hallmundur Kristinsson yrkir áBoðnarmiði: Það er meira hve margir hrífast mikið af því að rífast. Mætustu menn munnhöggvast enn. Virðast af þessu þrífast. Kristján Runólfsson yrkir um veðrið: Víða um landið vindur fer, við það grandast færi, eins og fjandinn á hann sér, engin landamæri. Sigurlín Hermannsdóttir skrifaði: Úr leirnum hnoða ljóðin mín og letra í sand. Vísu skrái í skýjamynd skálda kvæði í sunnanvind. Sr. Skírnir Garðarsson segir á Leirnum að vísan minni á ljóð Arvid Hansens: Det sættes med valne heinner en båt mot dein mørke kveill. La vækse mi von over hav og fjeill. Kom sommarvijnn. Og þýðing sr. Skírnis með orð- unum „fallega ort, leirlega þýtt“: Með sigggrónum höndum ég hýsi mitt far, á hendingum vitund mín lumar. Í sjónhending upplif́i ég allt það sem var, kom, eilífa sumar! Þessi staka birtist hér á mánudag og er að sjálfsögðu eftir Sigmund Benediksson en ekki Magnússon eins og mér varð á að skrifa og biðst afsökunar á: Hrímuð vakan hryglugrá herðir tak á grundum, emja nakin ýlustrá út á klakasundum. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir um búskap og framfarir samkvæmt nýjustu fréttum: Langþreyttir bændurnir kvarta um kal á kotbýlum norður í rassi en nýsköpun sögð er í Svarfaðardal og sífrerinn ilmar af hassi. Og Ármann Þorgrímsson vill meira frelsi: Öllum höftum alræðis óska ég að linni svo keypt ég geti kannabis í kjörbúðinni minni. Kristján Runólfsson segir frá öl- hituárum sínum á Boðnarmiði: Kann ég að útbúa klárustu vín, koníak, líkjör og skota, flestir þó vita að framleiðslan mín fer öll til heimilisnota. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af yrkingum, nýsköpun og verslunarfrelsi Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SÉ AÐ ÞÚ HEFUR SKRÁÐ SEM ÁHUGAMÁL ÞÍN AÐ SKÍÐA Í ÖLPUNUM, KÖFUN, FALLHLÍFARSTÖKK, FJÁRSJÓÐSLEIT OG AÐ KLÍFA MOUNT EVEREST.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að taka „sjálfu“ með ástarblossanum þínum. STEFNUMÓTA- MIÐLUN ÉG HÉLT ÉG VÆRI BÚINN MEÐ TYGGJÓIÐ OG ÞÁ TEYGÐI ÉG MIG Í VASANN OG GETTU HVAÐ? ÉG FANN TYGGJÓ! ÞÚ ERT BARA Í SJÖUNDA HIMNI, ER ÞAÐ EKKI, JÓN?! HELGA, VINSAMLEGA RÉTTU MÉR SVARTA PIPARINN, ENGIFERIÐ OG NEGULINN! ER ÞETTA ÞÍN LEIÐ TIL ÞESS AÐ KRYDDA AÐEINS Í SVEFNHERBERGINU OKKAR? Víkverji fékk um daginn sér-kennilega uppljómun, svona eins og gengur og gerist. Hann upp- götvaði það nefnilega að það væri brýn þörf fyrir Facebook að finna upp á nýrri tegund vinskapar, nefni- lega óvinskap. Víkverji gæti þá bætt fólki sem hann þekkti en líkaði ekk- ert sérstaklega vel við á „óvinalist- ann“ sinn, með því að senda því „óvinabeiðnir“. x x x Víkverji er á því að með slíkumyndi ýmislegt ávinnast. Fólk myndi til dæmis skynja betur hve- nær öðru fólki líkaði ekki við það, en Víkverji lifir í stöðugum ótta um slíkt. „Ha, sendi hann mér óvina- beiðni? Ég hafði ekki hugmynd,“ gæti verið viðkvæðið. Svo auðvitað ef tengslin skána síðar meir verður alltaf hægt að „afóvina“ fólkið og senda því hefðbundnari vinabeiðni. x x x Samstarfskona Víkverja komst íhann krappan um daginn. Borð- ið hennar á matartímanum breyttist mjög óvænt í óvinnandi vígi sport- ista, sem vildu ekkert ræða annað en knattspyrnu. Víkverji var með lausn á reiðum höndum fyrir samstarfs- konuna, sem hann vill nú deila með öðrum sem gætu lent í svipuðum að- stæðum. Töfralausnin er nefnilega að trufla íþróttasamræðurnar með: „Hey, en sáuð þið sendinguna þarna?“ Hugsanlega má bæta við „geðveikt flott!“ með nokkrum ákafa til þess að ítreka mikilvægi þessarar einu sendingar sem anti-sportistinn er að reyna að „blöffa“ sig í gegnum samræðurnar með. x x x Það er næsta víst, eins og BjarniFel myndi segja, að viðbrögð sportistanna verði þau að finna ein- hverja sendingu í viðkomandi leik, en þær skipta hundruðum, sem passar við ákafann í spurningu antí- sportistans. Enginn vill nefnilega viðurkenna að hafa misst af „send- ingunni.“ Fyrr en varir hafa sport- istarnir tekið antí-sportistann í sátt og hann eða hún getur þá stýrt sam- talinu nær eigin áhugamálum, eins og frímerkjasöfnun, leirburði eða áfengisneyslu. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. Sálmarnir 8:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.