Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Side 37

Víkurfréttir - 18.12.1986, Side 37
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ TIL ERU FRÆ Rúnar Georgsson og Þórir Baldursson saman á „instrumentar hljómplötu Segja má að Rúnar Ge- orgsson og Þórir Baldurs- son hafi báðir verið undra- börn á tónlistarsviðinu þegar þeir kynntust í Kefla- vík fyrir rúmum aldarfjórð- ungi. Síðan hafa þeir náð mjög langt í list sinni, er- lendis sem innanlands, en þótt leiðir þeirra hafi oft legið saman, varð það ekki fyrr en í október og nóvem- ber sl. að þeir fóru í hljóð- ver til að vinna sameigin- lega að gerð hljómplötu, þar sem þeir báðir koma eingöngu við sögu. Ekki þarf að fjölyrða um árang- urinn, en platan er nýkomin á markaðinn og heitir TIL ERU FRÆ. Lag með sama nafni (sem Haukur Morthens gerði vinsælt á sínum tíma) er reyndar eina erlenda lagið á plötunni, en alls eru lögin tíu talsins. Meðal íslensku laganna má nefna perlur eins og VIKIVAKA Jóns Múla Arnasonar, TONDE- LEYÓ Sigfúsar Halldórs- spnar, Ó ÞÚ og SÖNN ÁST eftir Magnús Eiríks- son, og NU ANDAR SUÐRIÐ (Ég biðaðheilsa) eftir Inga T. Lárusson. Þarna er líka TALAÐ VIÐ GLUGGANN eftir Bubba Morthens og GAMLA HUSIÐ, fallegt lag eftir Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson í skemmtilegum búningi þeirra Rúnars og Þóris, auk tveggja nýrra laga eftir Þóri. Þau heita BÆRINN MINN og HVAR? Þessi ljúfa og eigulega plata er full af íslensku and- rúmslofti og því vel til þess fallin að senda vinum og ættingjum erlendis, enda er hún sterk landkynning. Þetta er plata til að spila í samkvæmum, t.d. um ára- mótin eða einfaldlega til að hlusta á aftur og aftur. Rúnar Georgsson leikur á saxófón og þverflautu, en Þórir Baldursson á öll önnur hljóðfæri, s.s. píanó, bassa, trommur og hljóð- gerfla. Þórir útsetti líka öll lögin og annaðist hljóð- blöndun, auk þess sem hann er annar af framleið- endum plötunnar ásamt Rúnari Júlíussyni. Platan var tekin upp í Upptökuheimili Geim- steins í Keflavík og var pressuð í Alfa. Umslagið utan um hana var prentað í Prisma. Sveinbjörn Gunn- arsson hannaði það og Bjarni Jónsson tók ljós- myndirnar sem prýða það. Hljómplötuútgáfan Geim- steinn gefur plötuna út. Foreldrar, kennarar og nem- endur Grunnskóla Njarðvíkur áttu saman stund í skólanum laugardsginn 6. des. sl. og var tíminn notaður til föndurs. Það var Foreldra- og kenn- arafélag skólans sem stóð að þessari uppákomu sem tókst ákaflega vel og var fullt í öllum kennslustofum skólans. Sendum Suð- urnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Shell-stöðin, Fitjum Fitjanesti Tommaborgarar Fitjanesti - bón- og þvottastöð Sendum öllum íbúum Gerðahrepps, suo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og ngársóskir Hreppsnefnd Gerðahrepps Sendum öllum íbúum Miðneshrepps, suo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir Sueitarstjórn Miðneshrepps

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.