Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Qupperneq 37

Víkurfréttir - 18.12.1986, Qupperneq 37
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ TIL ERU FRÆ Rúnar Georgsson og Þórir Baldursson saman á „instrumentar hljómplötu Segja má að Rúnar Ge- orgsson og Þórir Baldurs- son hafi báðir verið undra- börn á tónlistarsviðinu þegar þeir kynntust í Kefla- vík fyrir rúmum aldarfjórð- ungi. Síðan hafa þeir náð mjög langt í list sinni, er- lendis sem innanlands, en þótt leiðir þeirra hafi oft legið saman, varð það ekki fyrr en í október og nóvem- ber sl. að þeir fóru í hljóð- ver til að vinna sameigin- lega að gerð hljómplötu, þar sem þeir báðir koma eingöngu við sögu. Ekki þarf að fjölyrða um árang- urinn, en platan er nýkomin á markaðinn og heitir TIL ERU FRÆ. Lag með sama nafni (sem Haukur Morthens gerði vinsælt á sínum tíma) er reyndar eina erlenda lagið á plötunni, en alls eru lögin tíu talsins. Meðal íslensku laganna má nefna perlur eins og VIKIVAKA Jóns Múla Arnasonar, TONDE- LEYÓ Sigfúsar Halldórs- spnar, Ó ÞÚ og SÖNN ÁST eftir Magnús Eiríks- son, og NU ANDAR SUÐRIÐ (Ég biðaðheilsa) eftir Inga T. Lárusson. Þarna er líka TALAÐ VIÐ GLUGGANN eftir Bubba Morthens og GAMLA HUSIÐ, fallegt lag eftir Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson í skemmtilegum búningi þeirra Rúnars og Þóris, auk tveggja nýrra laga eftir Þóri. Þau heita BÆRINN MINN og HVAR? Þessi ljúfa og eigulega plata er full af íslensku and- rúmslofti og því vel til þess fallin að senda vinum og ættingjum erlendis, enda er hún sterk landkynning. Þetta er plata til að spila í samkvæmum, t.d. um ára- mótin eða einfaldlega til að hlusta á aftur og aftur. Rúnar Georgsson leikur á saxófón og þverflautu, en Þórir Baldursson á öll önnur hljóðfæri, s.s. píanó, bassa, trommur og hljóð- gerfla. Þórir útsetti líka öll lögin og annaðist hljóð- blöndun, auk þess sem hann er annar af framleið- endum plötunnar ásamt Rúnari Júlíussyni. Platan var tekin upp í Upptökuheimili Geim- steins í Keflavík og var pressuð í Alfa. Umslagið utan um hana var prentað í Prisma. Sveinbjörn Gunn- arsson hannaði það og Bjarni Jónsson tók ljós- myndirnar sem prýða það. Hljómplötuútgáfan Geim- steinn gefur plötuna út. Foreldrar, kennarar og nem- endur Grunnskóla Njarðvíkur áttu saman stund í skólanum laugardsginn 6. des. sl. og var tíminn notaður til föndurs. Það var Foreldra- og kenn- arafélag skólans sem stóð að þessari uppákomu sem tókst ákaflega vel og var fullt í öllum kennslustofum skólans. Sendum Suð- urnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Shell-stöðin, Fitjum Fitjanesti Tommaborgarar Fitjanesti - bón- og þvottastöð Sendum öllum íbúum Gerðahrepps, suo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og ngársóskir Hreppsnefnd Gerðahrepps Sendum öllum íbúum Miðneshrepps, suo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir Sueitarstjórn Miðneshrepps
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.