Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 17.12.1987, Page 27

Víkurfréttir - 17.12.1987, Page 27
JÓLABLAÐ „Já, það á að heita það, eftir að ég hætti að vera í af- greiðslunni frammi.“ I hverju er það starf fólg- ið? ,,Seðlabankinn hefur geymslu hér og sé ég um af- greiðslu úr þeirri geymslu ásamt fulltrúa frá bæjarfó- geta til allra lánastofnana hér á svæðinu. Fá þær alla sína peninga hér.“ A 40 ára ferli hljóta að hafa komið upp einhvern tíma skondin tilvik, manstu ekki eftir einhverju til að segja okkur? „Það væri hægt að segja frá mörgu og þá sérstaklega vegna þess að Guðmundur gat stundum verið orðhnitt- inn og jafnvel nokkuð harð- ur. En maður má nú ekki segja það allt saman. Þó man ég eftir einu tilviki stuttu eftir að Samvinnu- bankinn hafði verið opnað- ur hér og kosningum var þá nýlokið. Kom þá ungur drengur til að biðja um lán og eftir að honum hafði loks tekist að bera upp erindið segir Guðmundur: „Heyrðu drengur, ert þú ekki að vill- ast?“ Breyttist ekki starf gjald- kera mikið eftir að gírókerfið kom til sögunnar? „Jú, álagið jókst, enda mikil þjónusta. Ef menn koma og vilja greiða eitthvað úti á landi, jafnvel á Aust- fjörðum, verður gjaldkerinn að fara út úr gjaldkerastúk- unni jafnvel til að vélrita fyrir manninn og því verður afgreiðslan hjá gjaldkeran- um verri, því menn þurfa að bíða á meðan.“ En hvernig var með þessar greiðslur út á land, áður en gíróþjónustan kom til? ,,Þá samþykktu menn víxla sem við höfðum í inn- heimtu og menn annað hvort borguðu víxilinn eða ekki. Síðan gátu menn keypt hjá okkur ávísanir og sent sjálf- ir í ábyrgð, ef með þurfti, út á land.“ Eg hef nú stundum sagt að þetta sé hrein vitleysa sem tröllríði öllu.“ Hvað heldur þú að mörg ár séu eftir hjá þér í þessu starfi? „Eg veit það nú ekki, ég er orðinn svo gamall, en þeir hafa sagt að ég megi vera lengur eða meðan ég hafi heilsu." Þú verður nú í þessu starfi þangað til þeir komast í nýja húsið? „Nei, það verð ég nú ekki. Eg tók rekustunguna og það var nóg.“ Manni eins og þér, sem umleikið hefur svona mikið peninga um ævina, hvað Finnst honum um siðferðis- vitund fólks gagnvart pen- ingum í dag, hefur hún eitt- hvað breyst? „Eg hef alltaf verið á móti þessu. Fólk siglir út jafnvel oft á ári, skiptir árlega jafn- vel um bíl. Get því ekki séð annað en að fólk hafi það gott þó allir kvarti og enginn þykist lifa á kaupinu. Þessu fólki var Guðmundur oft tregur til að lána.“ Sagði hann ekki líka við ákveðinn einstakling, sem var að byggja stórt einbýlis- hús, að hann vildi ekki lána í félagsheimili? „Jú, hann sagði líka við ákveðið verslunarfyrirtæki að það væri búið að teppa- leggja allan skagann. Nú er hins vegar algengt að fólk vill fá lán til að sigla og fara í sumarfrí og finnst því skrítið ef slíkri lánsbeiðni er hafn- að.“ *> dÉÉi LJÓSKASTARAR frá kr. 490.- ÚTILJÓS, margar gerðir Rakvélar frá kr. 2.690.- Sjón er sögu ríkari. Gefið góðar gjafir. Næg bílastæði. VERSLIÐ VIÐ FAGMANNINN - ÞAR ER ÞJÓNUSTAN - R.Ó. RAFBÚÐ Hafnargötu 44 - Keflavík - Sími 13337 LOFTLJÖS Ótrúlegt úrval. Hrærivélar, mixerar o.fl., sem létta störfin. frá 2.610.- er auðvitað HÓFf lampinn. Glæsileg 9iöf sem gleður. Skrifborðslampar Friðarljósið - fallegt Ijós á jólum. Hannað af Þórdísi Malmquist kr. 2.31 5.- Jólagjafir ,UrVa' Hárblásarar frá kr. 1.610.- Rafmagnstæki og verkfæri Borvélar - Hjólsagir Stingsagir mur< jUÍUt

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.