Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Page 35
13.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Sérstök jóladagskrá Árbæjarsafns verður sunnudagana 13. og 20. desember á milli kl. 13 og 17. Ungir sem aldnir geta rölt á milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga og verður margt á dagskrá. Árbæjarsafn á aðventunni*Það er betra að kveikja á kerti enbölva myrkrinu. Peter Benenson Fjölskyldumeðlimir eru: Karl Ei- ríksson pabbi, Valentína Björns- dóttir mamma, Kristín Shurui Karls- dóttir ellefu ára og kötturinn Felix eins árs. Þátturinn sem allir geta horft á? Föstudagskvöldin eru vinsæl sjón- varpskvöld, þá finnst okkur gott að kúra saman í sófanum og horfa á Gísla Martein, Frímann og Útsvar. Við mæðgurnar bíðum spenntar eftir annarri þáttaröðinni af Poldark. Pabbinn og barnið elska Simpsons og Finnboga og Felix. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Grillað lambakjöt béarnaise á góðum sumardegi í sveitinni er mest í uppáhaldi hjá okkur öllum. Heimalöguð pítsa a la pabbi er líka í miklu uppáhaldi. Reyndar er allt sem pabbi eldar æðislega gott, hann er meistarakokkur og dekrar við stelp- urnar sínar. Skemmtilegast að gera saman? Okkur finnst alltaf gott að fara í sund saman, við eigum margar gæða- stundir í eldhúsinu og höfum gaman af að vera úti í náttúrunni, fara í fjall- göngur og rækta garðinn okkar í sveitinni. Nýjasta áhugamálið eru útilegur, svo elskum við að fara í sól- ina á Tenerife á veturna, þar göngum við mikið, leikum okkur á ströndinni, leigjum bíl og keyrum út um allar sveitir og skoðum áhugaverða staði. Borðið þið morgunmat saman? Um helgar finnst okkur notalegt að borða saman góðan morgunmat, en á virkum dögum fer pabbi svo snemma í vinnuna að við mæðgurnar borðum saman morgunmat þá. Oftast er það linsoðið egg og AB-mjólk með múslí og epli sem við borðum. Hvað gerið þið saman heima ykk- ur til dægrastyttingar? Okkur finnst öllum notalegt að lesa góða bók, við spilum mikið eins og t.d. yatzy og þriggja manna vist. Nýjasta æðið á heimilinu er Monopoly. Svo finnst okkur gaman að púsla erfið púsl, sérstaklega þegar úti er dimmt og kalt. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Alltaf gott að fara í sund Karl, Kristín Shurui og Valentína. Sagan Bjössi bolla – órabelgur og prakkari sem kom út á bók í fyrra er nú líka komin út sem hljóðbók. Magnús Ólafsson, leikari og höf- undur bókarinnar, les sjálfur inn á hljóðbókina. Söguna lífgar hann upp með hljóðum, söng, gríni og gleði. Hægt er að fá bókina og hljóðbókina saman og fylgjast þannig með á síð- unum um leið og hlustað er. Bjössi bolla er mörgum foreldrum kunnur enda kom hann fyrst fram á sjón- arsviðið fyrir yfir 30 árum. Ein- hverjir munu eflaust taka því fegins hendi að geta kynnt þennan grallara fyrir sínum eigin börnum. Bjössi bolla og Magnús Ólafsson skapari hans eru hinir mestu mátar. Hljóðbók með glensi BJÖSSI BOLLA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.