Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Síða 44
Viðtal 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 Þ að er líf og fjör í Ráðhúsi Reykja- víkur þetta hádegi. Edda Björg- vinsdóttir, sú alkunna spéynja, er með uppistand í gryfjunni og þegar sendinefnd Sunnudags- blaðs Morgunblaðsins ber að garði hefur hún virkjað salinn í söng. Mannskapurinn gengur í bylgjum af gleði. Á skrifstofu borgarstjóra er maður að skreyta jólatré. „Nei, eruð þið mættir?“ spyr hann kankvís. „Ég ætlaði að vera búinn að þessu áður en þið kæmuð!“ Við Golli ljósmyndari höfum ekki beðið lengi þegar Dagur B. Eggertsson snarar sér út úr skrifstofu sinni og býður okkur í bæ- inn. Hann er klæddur í jakka, peysu og gallabuxur. Bindislaus. Einhvern tíma hefði borgarstjórinn í Reykjavík ekki komist upp með að klæða sig með þessum hætti en 21. öldin er runnin upp með breyttum áherslum og auknu frjálsræði. Er það vel, segja sumir. Ekki vel, segja aðrir. Bjart er á skrifstofu borgarstjóra og fal- legt útsýni yfir ísilagða tjörnina og Hljóm- skálagarðinn. Athygli vekur að Dagur er framúrskarandi vel haldinn af skóflum í einu horni skrifstofunnar. Af einhverjum ástæð- um. Í því felst auðvitað mikill mokstur að stjórna heilli borg. Öðruvísi að vera borgarstjóri nú Dagur er fyrsti maðurinn í sögunni til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík í tvígang. Hann var fyrst borgarstjóri í hundr- að daga veturinn 2007-08 og aftur frá vorinu 2014. Hann er fyrst spurður hvort það sé á einhvern hátt öðruvísi að gegna embættinu núna. „Já, það er allt öðruvísi. Í fyrra skiptið fæddist þetta út úr krísu hér í ráðhúsinu, þar sem að þáverandi meirihluti hafði gengið langt með að einkavæða Orkuveitu Reykja- víkur gegnum REI. Nýi meirihlutinn var ekki síst myndaður til að stöðva það mál og vinda ofan af því. Mikið púður fór í það verkefni, þótt við höfum auðvitað sinnt ýmsu öðru á stuttum starfstíma. Núna á þetta sér lengri aðdraganda. Ég var auðvitað búinn að vera hér í meirihluta með Besta flokknum og Jóni Gnarr á síðasta kjörtímabili og við lagt grunn að ýmsu sem féll borgarbúum greinilega vel í geð. Það er auðvitað allt öðruvísi að taka við eftir kosn- ingar, þar sem við fengum mikinn stuðning og skýrt umboð til að setja mál á dagskrá.“ – Flækir það ekkert málið að flokkarnir sem mynda meirihlutann nú eru fjórir í stað tveggja áður? „Í raun ekki. Þetta er vissulega fólk úr ýmsum áttum en á það hins vegar sameig- inlegt að vilja alls ekki hoppa ofan í ein- hverjar gamlar skotgrafir. Þvert á móti vill það vinna á nýjan hátt, út frá samtali án þess þó að það bitni á ákvarðanatöku og framkvæmdum. Samstarfið hefur gengið mjög vel og þetta er afar skemmtilegur hóp- ur að vinna í.“ Lendir ekki oft í þessum aðstæðum á ævinni – Þú fékkst gott start í stjórnmálum og varðst borgarstjóri aðeins 35 ára gamall. Síð- an lentirðu um tíma í minnihluta og Sam- fylkingin fékk ekki góða kosningu 2010. Þá tókstu ákveðna áhættu með því að fara í samstarf við Besta flokkinn. Hafðirðu ein- hverja hugmynd um út í hvað þú varst að fara? „Nei, ég get alveg verið heiðarlegur með það. Maður lendir ekki oft í þessum að- stæðum á ævinni en þarna þurfti ég að fylgja ákveðnu innsæi. Ég skynjaði, eins og svo margir aðrir, að það var sterk krafa eftir breytingum í samfélaginu. Það var engin til- viljun að Jón og Besti flokkurinn fengu þetta gríðarlega fylgi og þar með umboð og mér fannst skipta máli að þetta afl kæmist til valda. Ég hef alltaf séð þátttöku mína í stjórnmálum og Samfylkinguna í heild sinni sem farveg fyrir jákvæðar breytingar í sam- félaginu. Það að taka saman höndum með Jóni og Besta flokknum var fyrir vikið rök- rétt framhald af því sem hafði laðað mig að pólitík. Ég kom á sínum tíma inn í pólitík ut- an flokka, það var ekki fyrr en Reykjavík- urlistinn lagðist af og hætti að bjóða fram að ég valdi Samfylkinguna.“ – Það þurfti sumsé nýtt afl, það er Besta flokkinn, til að breyta þessum hugsunarhætti í pólitík? „Já, það má alveg segja það og að mínu mati er það gæfa íslensks samfélags að Besti flokkurinn kom fram eftir bankahrunið en ekki eitthvert öfgaafl eins og stundum hefur gerst eftir efnahagslegar þrengingar eða stóráföll í Evrópu. Sterk staða Pírata í skoð- anakönnunum núna er að hluta til af sömu rót. Í henni endurspeglast líka ákveðin krafa um breytingar. En í mínum huga er það já- kvæð krafa um breytingar.“ – Voru þínir pólitísku félagar sáttir við þá ákvörðun að efna til samstarfs við Besta flokkinn? „Mínir félagar í borginni voru það en í þingliðinu og flokknum almennt voru ekki allir sannfærðir. Fólk átti fullan rétt á því, á þessum tímapunkti var ómögulegt að segja hvað þetta samstarf kynni að hafa í för með sér. Það sem við vissum var að við stóðum frammi fyrir gríðarlega stórum verkefnum, bæði í fjármálum borgarinnar, þar sem loka þurfti fimm milljarða króna gati, og ekki síð- ur í málefnum Orkuveitunnar, sem við í Samfylkingunni höfðum reynt að koma á dagskrá í kosningunum. Þegar á reyndi kom svo í ljós að vandi Orkuveitunnar var ennþá stærri en nokkur hafði gert sér grein fyrir. Þar þurfti að loka fimmtíu milljarða gati. Þegar við innsigluðum meirihlutasamstarfið á toppi Æsufellsblokkarinnar í öskufalli og sól var alls ekki sjálfgefið að við myndum ráða við þessi stóru verkefni.“ Hefur aldrei litið á stjórnmál sem ævistarf – Flestir geta verið sammála um að þú hafðir pólitískan hag af samstarfinu við Besta flokk- inn. Hefði þessi meirihluti ekki verið mynd- aður, værir þú þá ennþá í stjórnmálum? „Ég bara veit það ekki. Það er alltaf erfitt að svara svona ef-spurningum. Ég fer hins vegar alltaf vandlega yfir það fyrir hverjar kosningar hvort ég eigi að bjóða mig fram aftur. Mér finnst það alls ekki sjálfgefið; ég hef aldrei litið á stjórnmál sem ævistarf. Ég yfirgaf á sínum tíma mjög spennandi vett- vang til að setjast í borgarstjórn, sem er læknisfræðin og lýðheilsan, og sá vettvangur heillar mig enn.“ – Sumir segja að þú hafir í reynd stjórnað borginni í tíð Jóns Gnarrs. Er það rétt? „Nei. Þetta var hópvinna, eins og allt gott samstarf er. Það á við um núverandi sam- starf líka. Ég settist ekki í meirihluta með Besta flokknum með mína persónulegu hags- muni í huga. Ég nálgaðist samstarfið frekar þannig að nýta mætti reynslu mína og ann- arra í Samfylkingunni til að búa til áhuga- verða blöndu með Besta flokknum og þeim fersku straumum sem fylgdu því nýja afli í þágu borgarbúa. Það held ég að hafi tekist.“ – Þú hefur talað afar vel um Jón Gnarr. Hvað lærðirðu helst af honum? „Ég lærði mjög margt. Ég kem af óflokks- bundnu raungreinafólki, hálfgerðum grúsk- urum sem rýna mikið í tölur og staðreyndir. Jón er reyndar miklu meiri grúskari en hann vill láta uppi en hann hefur líka alveg sér- stakt innsæi og einstaka gáfu til að miðla því sem hann vill koma á framfæri. Ekki bara með því hvað hann segir, heldur hvernig hann segir það. Fyrir vikið nær hann á auga- bragði í gegn skilaboðum sem tekur aðra kannski mörg ár. Það sem hrundi með bönk- unum var traustið í samfélaginu og styrkur Jóns var að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Hann sagði alltaf hvað honum bjó í brjósti hverju sinni og ég fann að það skapaði mikið traust. Ekki bara í okkar samskiptum, heldur ekki síður í samskiptum hans við fólk- ið í borginni. Í stóru máli eins og Orkuveitu- málinu, sem var mjög erfitt, skipti höfuðmáli að meirihlutinn hefði tiltrú hjá fólki. Það nægði okkur að lýsa vandanum eins og hann var og biðja borgarbúa að taka þátt í að leysa hann með okkur. Ég held að Jón hafi átt stóran þátt í því.“ Málum of oft miðlað á kostnað Reykjavíkur DAGUR B. EGGERTSSON BORGARSTJÓRI ER ÞEIRRAR SKOÐUNAR AÐ MÁL- UM HAFI OF OFT VERIÐ MIÐLAÐ Á KOSTNAÐ REYKJAVÍKUR OG HÖF- UÐBORGARSVÆÐISINS Í ÍSLENSKRI PÓLITÍK. VIÐ HÖFUM Á KÖFLUM Í SÖGU LANDSINS VERIÐ OF UPPTEKIN AF ÞVÍ AÐ REYNA AÐ HAMLA VEXTI BORG- ARINNAR OG LITIÐ Á ÞAÐ SEM ÓGNUN VIÐ AÐRA HLUTA LANDSINS EF VEL GENGUR Í REYKJAVÍK. „ÉG ER EINDREGIÐ ÞEIRRAR SKOÐUNAR AÐ ÞAÐ SÉU HAGSMUNIR LANDSINS ALLS AÐ REYKJAVÍK VAXI OG DAFNI OG DRAGI AÐ SÉR FJÁRFESTINGU OG FÓLK,“ SEGIR DAGUR SEM ER EKKI Á LEIÐ Í ÞINGFRAMBOÐ. SEGIR KRAFTA SÍNA NÝTAST BEST Í BORGINNI. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.