Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Síða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Síða 55
Allt hluti af sömu ritlist „Ég hef grúskað í þessu árum saman. Þegar ég er að skrifa eitt fæðist annað verkefni og allt stangast þetta á með einhverjum hætti; það er ákveðin tenging á milli Hundadaga og Íslenskra kónga og þessar bækur tengjast líka Hvítu bókinni og Bankastræti núll. Að skrifa þær var einhvers konar leið til að komast beint inn í veruleikann, að taka burt sögu- mann sem er milliliður og skrifa söguna nánast eins og ég sé að segja hana sjálfur, þó auðvitað kunni það að koma í ljós seinna að þessi persóna sem talar sé einhver annar. Ég sé þetta hvort sem er allt sem hluta af sömu ritlistinni, ljóð, smásögur, skáldsögur, greinar og ritgerðir; þegar ég tók þátt í um- ræðum um samfélagið um og upp úr hruni var ég bara að skrifa eins og vanalega en sumir spurðu mig að því hvort ég væri hættur að skrifa skáldsögur.“ Sannleikurinn er oft býsna góð skáldsaga, er það ekki? „Jú, þarna hittirðu naglann á hausinn. Þó að mörgum finnist eins og Íslendingasögurnar séu fullar af furðum og ótrúlegum fyr- irbærum voru sagnaritararnir að lýsa veruleikanum. Mér finnst lík- legt að veruleikahugtakið hafi verið dálítið stærra á þeim tíma og held að það lifi í skáldskapnum að sjá veruleikann með svolítið öðrum augum.“ Raunveruleiki ömmunnar „Fyrir mér er skáldskapurinn í báðum þessum heimum samtímis, þeim raunverulega og huglæga. Það var dálítið merkilegt, þegar suðuramerísku höfundarnir komu fram fyrir nokkrum áratugum, Garcia Marques og fleiri, þá töluðu menn um töfraraunsæi, hve ímynd- unaraflið væri mikið, en þeir sögðu sjálfir, eins og höfundar Íslend- ingasagnanna, að þeir væru í raun bara að lýsa raunveruleikanum eins og amma þeirra hefði sagt frá honum. Allt er þetta partur af góðri sagnalist. Hún er alþýðleg, ekki síst hér á Íslandi; í gegnum tíðina hefur maður oft hitt fólk sem veltir ekki fyrir sér bók- menntum á hverjum degi en það talar eins og skáld og segir frá með þessum aðferðum sem við skáldin þróum aðeins áfram. Þetta skýrir líka hvers vegna bókmenntir eru jafn áhugaverðar og sterkar og raun ber bitni.“ Þú skrifaðir mjög eftirminnileg- ar greinar í Morgunblaðið, í kjölfar hrunsins 2008. Fékkstu mikil við- brögð við þeim bókmenntum? „Maður fær alltaf mikil viðbrögð á sögur og ljóð en fyrst þú nefnir þessar greinar verð ég að segja að ég hef sjaldan fengið önnur eins viðbrögð strax, við neinu sem ég hef skrifað. Skáldsaga eins og Engar alheimsins hafa auðvitað fengið meiri viðbrögð en það er á miklu lengri tíma. Það má segja að greinarnar hafi þróast upp í Hvítu bókina og Bankastræti núll, og margir sögðu við mig: Þú ert að skrifa það sem ég er að hugsa.“ Finnst þér mikilvægt að rithöf- undar taki púlsinn á núinu með einhverjum hætti? „Ég held maður geri það alveg eins sem borgari í samfélaginu og rithöfundur, en auðvitað má segja að rithöfundarnir hafi tækin og tól- in til að lýsa veruleikanum. Þegar ég var að skrifa þessar Morgunblaðsgreinar og horfði á stjórnmálamenn og hagfræðinga tala saman í sjónvarpinu fannst mér þeir eins og leikarar, hver með sínu rullu, en maður vissi ekki alltaf um hvað þeir voru að tala. Mér fannst stundum eins og við værum stödd í ævintýrinu um nýju fötin keisarans. Ég spurði sjálfan mig: Fyrst stjórnmál og hagfræði eiga svona sérstakt tungumál, er eitthvað vit- lausara að beita stíl sagnalistar á þennan heim – að nota svolítið rock and roll? Er hagfræði Seðla- bankans eitthvað betri en rokk- tónlist? Eru það ekki bara ólík sjónarhorn? Mér finnst hollt fyrir samfélagið að sem flestir séu með í um- ræðunni og það var einmitt áhuga- vert í hruninu hve margir tóku til máls og þá kom í ljós að við erum miklu meiri sérfræðingar en við látum í veðri vaka! Mér finnst ekki hægt að segja að skáldskapurinn hafi eitthvert eitt sérstakt hlutverk, þau eru mörg held ég, og það veltur á því í hvert skipti hvað er að gerast, skil- urðu? Maður þjónar ekki einhverjum sérstökum málstað því að í skáld- skapnum vinnur maður með veru- leika og staðreyndir en boðar ekki einhvern endanlega sannleika. Þá myndi maður frekar vera trúboði. Hins vegar er maður alltaf að orða eitthvað sem er að gerast og þá komum við aftur að þessu orði, saga, sem er svo mikilvægt. Við erum alltaf stödd í einhverri sögu þó við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því frá degi til dags.“ * Mér finnst það líka hafa mikinn til-gang að miðla þessari sagnaskemmt-un til okkar allra af því að sagan skiptir svo miklu máli; heimurinn er alltaf á ein- hverjum krossgötum og þess vegna þurfum við að þekkja fortíðina. 13.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 Roses et Reines Gjafabox Cherry Blossom Gjafakassi Immortelle Gjafakassi L’OCCITANE & PIERRE HERMÉ PARIS Tríó 3.990 kr. 3.300 kr. 10.990 kr.7.490 kr. Roses et Reines Gjafabox - 3.990 kr.: Roses et Reine Ilmkrem 10g, Roses et Reine Sturtugel 75ml, Roses et Reine Handkrem 30ml, Roses et Reine Ilmsápa 75g; L’OCCITANE & PIERRE HERMÉ Tríó - 3.300 kr.: Jasmine - Immortelle - Neroli Handkrem 30ml, Jasmine - Immortelle - Neroli Varasalvi 12 ml, Jasmine - Immortelle - Neroli Ilmsápa 50g; Cherry Blossom Gjafakassi - 7.490 kr.: Cherry Blossom Sturtugel 250ml, Cherry Blossom Húðmjólk 250ml, Cherry Blossom ilmsápa 75g, Cherry Blossom Handkrem 75ml; Immortelle Gjafakassi - 10.990 kr.: Immortelle Precious Cream 50ml, Immortelle Andlitsvatn 200ml, Immortelle Hreinsifroða 50ml. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com L’Occitane en Provence - Ísland

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.