Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Síða 56
Það er svo mikill stjörnufans og stjörnudans
yfir þessu jólabókaflóði að við liggur að maður
viti ekki hvað stendur raunverulega upp úr
því. Vonandi veit það á gott.
Ég er að ljúka við Stúlku
með höfuð eftir Þórunni
Jörlu Valdimarsdóttur. Og
þetta höfuð opnast og hleypir
lesandanum inn í andlega og
reyndar
einnig mjög
líkamlega
eða mun-
úðarfulla þroskasögu höfund-
arins. Fallega stíluð,
heillandi og
opinská
lesning. Svo
bíður Þýska
húsið hjá félaga Arnaldi Indr-
iðasyni handan við hornið og
þar er eflaust sitthvað spenn-
andi á seyði. Trúlega les ég
fleiri kollega í sakamála-
deildinni. Gæti t.d. hugsað
mér að lenda í Gildrunni hennar Lilju Sigurð-
ardóttur. En svo er margt annað möstið.
Árni
Þórarinsson
Bækur
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015
Jahá, hér er ekki beðið um lítið. Kannski er
réttast að nefna bækur úr
ólíkum flokkum, svona upp á
fjölbreytnina. Fyrst nefni ég
þá barnabókina Af hverju eru
jöklar og ís á jörðinni? sem ég
sá í bókabúð um daginn. Bók-
in svarar
ýmsum
spurningum
um efnið fyrir forvitna
krakka – og fullorðna – og er
eftir Helga Björnsson, jökla-
fræðing og prófessor em-
eritus við HÍ. Þá langar mig
að komast í
ljóðabók
Guðrúnar Hannesdóttur,
Humátt, en ég er yfirleitt
hrifin af tökum hennar á máli
og viðfangsefnum. Svo er
Geirmundar saga heljar-
skinns á borðinu hérna, höf-
undurinn Bergsveinn Birgis-
son býr í Noregi en er
sennilega manna íslenskastur. Mig grunar að
sú bók fjalli um fleira en fortíðina.
Sigurbjörg
Þrastardóttir
HVAÐ LANGAR
HÖFUNDANA AÐ LESA?
Alma blaðamaður birtist lesendumfyrst í bókinni Beinahúsið sem Guð-rún Guðlaugsdóttir sendi frá sér í
fyrra. Höfundurinn segir afar líklegt að
Alma eigi eftir að lenda í fleiri ævintýrum í
framtíðinni. Hún sé uppfull af hugmyndum
til að halda áfram með Ölmu.
Er það rökrétt framhald á löngum blaða-
mannsferli þínum, Guðrún, að blaðamaður sé
í aðalhlutverki í nýjustu bókunum?
„Ég held mikilvægt að þekkja vel til þess
sem maður skrifar um, svo ekki sé hægt að
reka mann á stampinn með það. Ég velti
ýmsum atvinnugreinum fyrir mér og komst
að þeirri niðurstöðu að drepa niður fæti þar
sem maður hefur mesta yfirsýn. Ég hef ekki
stundað nein löggæslustörf og fékk satt að
segja lögreglumann til að lesa yfir kafla þar
sem lögreglan kemur við sögu í bókinni en
blaðamennskan veitir manni aðgang að svo
mörgu; Alma lendir í ýmsum ævintýrum og
hittir alls konar fólk, sem gerist einmitt í
blaðamennskunni. Maður þarf að takast á við
ýmislegt; ég hef til dæmis sjálf tekið viðtöl
við miðla, eins og koma við sögu í bókinni.“
Gaman að búa til persónur
Getur það verið rétt upplifun hjá mér að
þykjast þekkja einhverjar af persónum bók-
arinnar úr blaðamennskunni?
„Fannst þér þú þekkja einhverja? Persón-
urnar eru tilbúningur þótt sumir eigi sér
færri fyrirmyndir en aðrir fleiri! Það má að
minnsta kosti segja að ég hafi kynnst flest-
um þessum manngerðum í starfi og svipuð
atvik eiga sér stað í bókinni og ég hef upp-
lifað sjálf eða heyrt frá öðrum blaðamönnum.
Og mér finnst voðalega gaman að búa til
fólk! Blaðamenn geta ekki leyft sér það en
ég gat það þó einu sinni, 1. apríl. Bjó til
sköllóttan mann sem fann upp meðal við
skalla og margir komu þangað sem meðalið
átti að fást. Mér fannst það mjög skemmti-
legt, en reyndar ekki fólkinu sem kom ...“
Þú hefur fengist við skriftir í áratugi, ekki
satt?
„Jú. Ég er menntaður leikari og það
fyrsta sem birtist opinberlega eftir mig var
útvarpsleikrit fyrir krakka. Ég skrifaði það í
í eldhúsinu heima þegar ég var með pínulítil
börn; það var mjög skemmtilegt. Svo hef ég
alltaf verið að yrkja; skrifaði ljóð á tilfallandi
umslög. Tók mig svo til einhvern tíma og gaf
út tvær ljóðabækur. Ég á safn af ljóðum sem
ég gef kannski einhvern tíma út, en það er
reyndar ekki brjáluð eftirspurn eftir ljóðum
núna; ljóðskáld eru ekki poppstjörnur eins
og þegar Davíð Stefánsson var og hét! Ljóð-
in mín bíða síns tíma í rólegheitum.“
Þú skrifar hér sakamálasögu, sem er þó
BLAÐAMAÐUR DEYR
Fólk speglar sig í
samtímasögum
BLAÐAMAÐURINN ALMA SNÝR AFTUR Í GLÆPASÖGU GUÐRÚNAR GUÐ-
LAUGSDÓTTUR, BLAÐAMAÐUR DEYR. STARFSBRÓÐIR HENNAR HVERFUR
Á VIT FEÐRA SINNA OG ÞAÐ HEFUR AFGERANDI ÁHRIF Á ÖLMU SJÁLFA.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Í bókinni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn sagðifrá því er sex börn flúðu úr Fagradal og settust að á dularfulluskeri. Áfram var sagt frá þeim í Draugagangi á Skuggaskeri og
nú lýkur þríleiknum með Leyniturninum á Skuggaskeri.
„Þetta er heilmikið ævintýri. Börnin eiga heima í Fagradal þar
sem allt leikur í lyndi í upphafi; tvö þorp eru sitt hvorum megin
við á, fólkið í þorpunum er vinir þangað til farið er að deila um
hver á dýrmætan málm sem mun vera í jörðu í hólma úti í miðri
ánni. Deilan þróast út í stríð, börnin gleymast og það endar með
því að þau yfirgefa svæðið; strjúka að heiman og setjast að á
Skuggaskeri,“ segir Sigrún í samtali við Sunnudagsblað Morgun-
blaðsins.
Einhver kann að telja söguþráðinn falla vel að samtímanum:
Krakkarnir ákveða að þegja yfir því að dýrmæti málmurinn, sem tal-
að var um, er á Skuggaskeri en ekki þar sem haldið var. Þeim finnst
það ekki vera neinum til góðs að vinna hann úr jörðinni núna. Þau
vilja heldur láta hann liggja þar sem hann er þar til mennirnir eru
orðnir nógu þroskaðir til að nota hann í annað en vígbúnað. „Ef boð-
skapur er í sögunni er hann sá að allir geta gert eitthvað til að bæta
heiminn,“ segir Sigrún Eldjárn.
Hún hefur í gegnum tíðina sent frá sér fjölda bóka fyrir börn. Sú
fyrsta, Allt í plati, kom út 1980. „Ég byrjaði á því að myndskreyta
bækur fyrir aðra og fór svo að skrifa sögurnar sjálf. Fyrsta bókin
var mjög viðburðarík; ég þurfti að koma svo mörgu að vegna þess að
ég hélt það yrði jafnvel eina bókin mín! Nú er ég löngu hætt að telja
hvað þær eru orðnar margar …“
Bækur Sigrúnar eru jafnan mjög myndríkar. „Í þeim öllum eru
mun fleiri myndir en venjulega í svona miklum textabókum, en
margir hafa sagt mér að það hafi orðið til þess að þeir krakkar, sem
áður höfðu ekki náð alveg nógu góðum tökum á því að lesa sjálf
komist yfir hjallann í þessum bókum. Myndirnar brjóta upp textann
og það gerir lesturinn léttari,“ segir höfundurinn.
„Þegar ég skrifa hugsa ég ekkert um fyrir hvaða aldur það er en oft
er gerð krafa um að nefndur sé einhver sérstakur aldur, aðallega til að
afgreiðslufólk í bókaverslunum geti leiðbeint kaupendum. Talað hefur
verið um að þessar bækur séu fyrir 8 til 12 ára en ég held satt að segja
að allir geti notið þeirra. Krakkarnir eru að minnsta kosti ánægðir!“
Persónurnar Kuggur, Málfríður og mamma hennar hafa fylgt Sig-
rúnu lengi og verða á RÚV-skjánum um jólin. Leikritið Kuggur og
leikhúsvélin var sett á svið fyrr á árinu og tekið upp. Og þó verkin
séu orðin mörg heldur Sigrún vitaskuld ótrauð áfram: „Ég er með
ýmislegt á prjónunum. Skilaði nýjustu bókinni af mér einhvern tíma í
vor og hef verið að vinna í ýmsu síðan. Ég er alltaf með nokkrar
hugmyndir í vinnslu, ein þeirra tekur svo yfir og maður klárar það
verkefni. Ég er ekkert hætt!“ skapti@mbl.is
LEYNITURNINN Á SKUGGASKERI
Myndirnar hjálpa mörgum
ÞRÍLEIK SIGRÚNAR ELDJÁRN UM BÖRNIN Á SKUGGA-
SKERI ER LOKIÐ. ÞESSI VINSÆLI MYND- OG RITHÖF-
UNDUR ER MEÐ MARGT Á PRJÓNUNUM SEM ÁÐUR.
„Allir geta gert eitthvað til að bæta heiminn,“ segir Sigrún Eldjárn.
Morgunblaðið/Styrmir Kári