Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Page 58
S
yndarinn heitir skáldsaga efir Ólaf
Gunnarsson og segir frá mál-
urunum Illuga Arinbjarnar og
Davíð Gunnarssyni sem eiga sér
ólík örlög; í upphafi bókarinnar er
Davíð á leið í fangelsi eftir voðaverk, en Illugi
stefnir til New York að halda sýningu í helsta
listasafni Bandaríkjanna.
Á kápu Syndarans segir að bókin sé sjálf-
stætt framhald Málarans, en ekki þarf lengi
að lesa til að sá sem þekkir Málarann átti sig
á að hún er eiginlega beint framhald, hluti af
stærra verki. Í samtali okkar notar Ólafur
einnig orðalagið fyrra bindið og seinna bindið
þegar hann talar um bækurnar.
„Ég sá það alltaf fyrir mér að þetta yrði
eitt verk, en þegar ég hafði skrifað einhvern
spöl inn í seinna bindið áttaði ég mig á að það
hentaði að skipta verkinu í tvennt og stöðva
fyrri hluta þar sem Málaranum lýkur. Ég
vona að báðir hlutarnir komist milli tveggja
spjalda þegar fram líða stundir, en hlutirnir
gerast oft hægt í þessum bransa.“.
- Þér hefur ekki flogið í hug að láta þar við
sitja, að þú værir búinn að segja nóg af sög-
unni til að halda ekki áfram?
„Nei, mér fannst svo ekki, mér fannst eins
og sagan krefðist þess að við fengjum að vita
hvað yrði um söguhetjuna Davíð Þorvaldsson
og þess vegna hélt ég áfram með verkið. Svo
er gríðarleg tenging milli bókanna um mynd-
list Illuga. Í fyrra bindinu, Málaranum, málar
hann rétttrúnaðarseríu af fyrri heimsstyrjöld-
inni sem síðan kúvendist eftir að hann kynnist
manni sem kemur á sýningu hans í New York
í Syndaranum og sá maður hefur heldur betur
aðra sögu að segja. Illugi heldur þá í aðra átt
og þar sem hann gerir ekkert nema standa
heilshugar að verki þá fer hann fram á ystu
nöf, eins og hann reyndar gerir sér grein fyrir
sjálfur á drykkjubúllu rétt áður en sýningin
opnar. Þá rennur upp fyrir Illuga að hann er
kominn í sálarháska og hann verulegan.“
Eins og verkum Illuga er lýst í bókinni
málar hann í gamalli hefð, málar að hætti
Rembrandt og Caravaggio, en mynd eftir
þann síðarnefnda skreytir einmitt kápu bók-
arinnar; Illugi málar í stíl afhjúpandi raunsæ-
is. Við Ólafur ræðum þetta um stund og hann
segir svo: „Tenging okkar við raunveruleikann
hefur alltaf verið dálítið fyrirferðarmikið mál
hér á Íslandi, Matthías Johannessen sagði
einu sinni við mig: Við Íslendingar erum ekki
skapandi bókmenntaþjóð, við erum miklu
fremur sagnaþjóð, og það er þess vegna,“
heldur Ólafur áfram, „sem menn segja: þetta
hús sem þú segir að hafi staðið þarna á
Hverfisgötu 56, það var nú á allt öðrum stað í
bænum, á Vesturgötu 21, hvaða rugl er þetta.
En ég hef svarað og sagt, menn eiga ekki að
láta slíkt smáræði skipta sig máli í skáldverk-
um. Gott dæmi: Ég skrifaði skáldsögu fyrir
nokkrum árum sem heitir Höfuðlausn og segir
frá rithöfundi sem brýst í gegn á svipaðan
hátt og Hamsun á sinni tíð. Þá sögðu menn:
hvað er hér á ferðinni, það var enginn svona
höfundur til hér á landi. Auðvitað var enginn
svona höfundur, reyndi ég að malda í móinn.
Þetta er skáldverk!“
- Að þessu sögðu þá fannst mér ég þekkja
hluti úr þekktum málurum í bókinni.
„Ekkert verður til úr engu,“ segir Ólafur,
„en málarar sem ég hef umgengist hafa ef-
laust haft áhrif á mig. Ég hef kunnað betur
við mig í félagsskap málara heldur en kollega
minna. Listmálarar eru ekki eins skelfilega af-
brýðisamir og rithöfundur. Sennilega vegna
þess að málverkin blasa við á veggjum en
margt er dulið í bókum.
Minn hugur stóð til þess að verða listmál-
ari. Það byrjaði þegar ég kom inn á sýningu
Erró í Listamannaskálnum 1965. Ég var þá
að vinna í timbrinu í Völundi og gráminn og
rigningin í Reykjavík og steinhúsin og ryðgað
bárujárnið var eins niðursallandi og ein nið-
ursöllun getur orðið. Af einhverjum ástæðum
rambaði ég inn á þessa sýningu Errós og á
einni svipstundu er ég umvafinn litum og ljósi
og myndefni sem ég hafði aldrei séð neitt í
liking við áður og hafði gífurleg áhrif á mig.
Meira að segja keypti ég mynd fjölskyldu
minni til mikillar undunar. Að sautján ára
strákur eyddi Völundarpeningunum sínum í
mynd eftir Erró, það taldist til tíðinda. En við
að skoða þessa sýningu fékk ég löngun til
þess að verða málari og byrjaði að gera
klippimyndir og reyna að teikna, en það var
alveg glatað hjá mér, ég var snauður hæfi-
leikum,“ segir Ólafur og glottir. „Áhuginn hef-
ur þó aldrei dvínað og ég fer oft með lista-
verkabók í rúmið og les úttekt á einhverjum
klassískum meistaraverkum rétt fyrir svefn-
inn. Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn í gamla
daga skoðaði ég söfn þegar menn fóru á
landsleiki í handbolta.“
- Svo við komum aftur að hinu sjálfstæða
framhaldi, þá þarf ekki endilega að lesa Mál-
arann til að geta notið Syndarans, en það
bætir óneitanlega talsverðu við.
„Já, það má segja að maður þurfi ekki endi-
lega að hafa lesið Málarann, en það skiptir
samt miklu að glugga í þá bók. Menn sjá þá
hvernig heildarverkið er hugsað. Þarna eru
þessir tveir menn, Davíð og Illugi og þeir eru
að mörgu leyti mjög líkir. Þeir eru báðir
rammir af afli og vaskir til verka og ekki svo
ósvipaðar persónur, munurinn er sá að Davíð
hefur fullkomlega selt sitt talent, fjöreggið
sitt, en Illugi hefur aldrei gert málamiðlun og
gerir aldrei. Sá síðarnefndi er bölvaldur hins
fyrrnefnda, en svo snýst það við í framvindu
verksins og niðurlagi.“
Í lokin spyr ég Ólaf hvort hann sé með
frekari verk í smíðum sem stendur og hann
svarar því til að hann sé að velta fyrir sér
endurminningabók, „einskonar Veislu í far-
angrinum, að segja frá kynnum mínum af
mönnum eins og Steinari Sigurjónssnyi, Al-
freð Flóka, Degi Sigurðarsyni, Jóni Gunnari
Árnasyni, Tryggva Ólafssyni, Sigurði Örlygs-
syni og Einari Kárasyni og síðast en ekki síst,
samskiptunum og vináttunni við útgefandann
Jóhann Pál. Brot úr þessu endurminn-
ingaverki birtist í næsta Tímariti Máls og
menningar. Ég er þó ekki búinn að afráða
hvort ég klári þetta verk. Alfreð Flóki sagði
einu sinni við mig; „Elsku vinur, þú verður að
lofa mér einu. Að skrifa aldrei um mig.“ Þetta
er reyndar ágætis byrjun á bók og nú er bara
að bíða og sjá hvort ég stend við loforðið eða
svík það.“
MÁLARINN OG SYNDARINN
Sagan krafðist framhalds
Rithöfundurinn Ólafur
Gunnarsson ætlaði sér að
verða málari.
Morgunblaðið/RAX
Í NÝRRI SKÁLDSÖGU SINNI, SYNDARANUM, REKUR ÓLAFUR GUNNARSSON ÞÁ ÖRLAGAÞRÆÐI SEM HNÝTA SAMAN TVO LISTMÁLARA
SEM EIGA SÉR ÓLÍK ÖRLÖG EN ERU ÞÓ ÁÞEKKIR AÐ MÖRGU LEYTI
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
* Við að skoða þessasýningu fékk ég löng-un til þess að verða mál-
ari og byrjaði að gera
klippimyndir og reyna að
teikna.
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015
Bækur