Morgunblaðið - 15.12.2015, Síða 1

Morgunblaðið - 15.12.2015, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 5. D E S E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  294. tölublað  103. árgangur  Gjafakort Gjafakort í Borgarleikhúsið er ávísun á einstaka kvöldstund sem aldrei gleymist. BORGARLEIKHÚSSINS borgarleikhus.is 9 GLUGGAR TIL JÓLA KÆRLEIKS- KÚLAN ER VIÐKVÆM LÍTILL RAPP- ARI VILL STÓRA BÍLA ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGT FERÐALAG LIL WAYNE BÍLAR BÓKABÖRN 38VINNUSTOFAN ÁS 10 Jólin voru í algleymingi í Hallgrímskirkju í gærkvöldi þegar Karlakór Reykjavíkur hélt aukatónleika fyrir starfsmannafélag Landspítalans, eins og hann hefur gert undanfarin ár. Árlegir aðventutónleikar kórsins, sem báru heitið „Á herrans hátíð syngjum“, voru fernir talsins og voru tónleik- arnir í gær þeir síðustu í ár. Heppnuðust tónleikarnir vel að vanda og gengu gestir ánægðir sína leið þegar þeim lauk. Í fyrsta sinn í tuttugu og fjögurra ára sögu aðventutónleikanna var hin þjóðþekkta söngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, aðalgestur þeirra. Sungu starfsmenn Landspítalans í jólaskap Morgunblaðið/Golli  Heimsmark- aðsverð á olíu lækkaði í gær og bættist lækkunin við verðlækkanir í síðustu viku. Verðið á Brent- hráolíu hefur lækkað um rúm 38% á einu ári. Hallsteinn Arn- arson, sérfræð- ingur hjá IFS greiningu, segir mikla óvissu ríkja um framhaldið og hvenær olíuverðið nær við- spyrnu að nýju. „Það er í raun og veru ómögulegt að segja til um hvar eða hvenær það nákvæmlega gerist. Fyrsta vís- bending um mögulegan botn og umskipti í Brent-hráolíuverði væri sannfærandi hækkun upp fyrir 47 dollara á tunnuna,“ segir Hall- steinn. »20 Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og lækka Verðlag Olíuverð lækkar enn.  Ef áform hús- næðissamvinnu- félagsins Búseta ganga eftir gæti félagið verið komið með tæp- lega 1.300 íbúð- ir árið 2020 og 3.000 íbúðir árið 2030. Félagið er nú með milli 400 og 500 íbúðir í pípunum og leitar að fleiri lóðum til uppbygg- ingar. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir nýtt frumvarp um húsnæðis- samvinnufélag munu auðvelda fé- laginu að sækja hagstæða láns- fjármögnun. Félagið hyggst fjárfesta fyrir 15 milljarða króna í nýjum íbúð- um á næstu árum. » 12 Búseti fjárfestir fyrir 15 milljarða Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar miða nú við að fyrirhugað hótel í Vatnsmýri í Reykjavík verði um 22.500 fermetrar og með 400-450 herbergjum. Það er um 25% fjölgun fermetra síðan áformin voru fyrst kynnt í lok september í haust. Var þá rætt um 300-400 herbergi. Jóhann Halldórsson, fram- kvæmdastjóri félagsins S8 ehf., undirbýr þessar framkvæmdir. Hann segir fjölda erlendra hótel- keðja hafa sýnt því áhuga að reka hótel í fyrirhugaðri byggingu. Jafn- framt hafi innlendir aðilar áhuga á að taka að sér reksturinn. Gerist ekki á íslenskum hraða „Markmiðið hefur verið að fá er- lendan aðila til að reka hótel í þessari byggingu sem búið er að forhanna. Þessar erlendu keðjur eru af þeirri stærðargráðu að hlutirnir gerast ekki á íslenskum hraða. Svona verk- efni eru hluti af margra mánaða ferli. Nánast hver einasta erlenda hótel- keðja sem dæmigerður Íslendingur kannast við hefur sýnt því áhuga að koma hingað,“ segir Jóhann. Hann segir íslenskan hótelmarkað þurfa á erlendum keðjum að halda. Það dýpki markaðinn og komi til móts við óskir margra erlendra við- skiptavina, t.d. sívaxandi fjölda ferðamanna frá Bandaríkjunum. Það flæki hins vegar samstarf við er- lenda aðila að þeir vilji rekstrar- samning en ekki leigusamning. Það sé þvert á áherslu íslenskra fjár- málastofnana á að fyrir hendi sé leigusamningur. Níu milljarða verkefni Jóhann segir nú áætlað að bygg- ing hússins kosti 9 milljarða króna. Áformað sé að hefja framkvæmdir í júní og að rekstur hótelsins geti haf- ist með haustinu 2017. „Það er slík eftirspurn núna – og raunar umframeftirspurn – að hótel- markaðurinn myndi þola það að vaxa ekki neitt og jafnvel að verða fyrir áföllum,“ segir Jóhann um eftir- spurnina eftir svona hóteli. Ef áformin ná fram að ganga verð- ur þetta langstærsta hótel landsins sem mun rúma um 900 gesti. Foss- hótel á Höfðatorgi er nú stærsta hót- elið með 320 herbergi en þar starfa 140 manns yfir hásumarið. Miðað við svipað hlutfall herbergja og starfs- manna og á hótelinu á Höfðatorgi gætu vel á annað hundrað manns starfað á hótelinu í Vatnsmýri. Stefna nú á 400- 450 hótelherbergi  Fjárfestar áforma nú enn stærra risahótel í Vatnsmýrinni MRisahótel í Vatnsmýri… »4 Teikning/ASK arkitektar Götuhorn Nýtt hótel í Vatnsmýri gæti farið í rekstur haustið 2017.  Fjórar ferðaskrifstofur undirbúa nú pakkaferðir á Evrópukeppnina í fótbolta sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Forsvarsmenn ferða- skrifstofanna svöruðu fjölda fyr- irspurna í gær eftir að ljóst varð hverjir leikdagar og leikstaðir verða í Frakklandi. Alls verða 34 þúsund miðar í boði fyrir Íslend- inga og því ætti framboð á miðum að vera nægt. »16/Íþróttir 34 þúsund miðar fyrir Íslendinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.