Morgunblaðið - 15.12.2015, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Miklar umræður standa nú yfir á Al-
þingi um afgreiðslu fjárlagafrum-
varps ríkisstjórnar og hafa af því til-
efni fjölmargir þingmenn stigið í
pontu og tjáð sig um frumvarpið.
Einn þeirra er Jón Gunnarsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en
síðastliðinn fimmtudag setti hann
gerð fjárlaga næsta árs í samhengi
við þann veruleika sem Íslendingar
stæðu nú frammi fyrir hefði Alþingi
þess tíma samþykkt niðurstöðu
samninganefndar Íslands, sem leidd
var af Svavari Gestssyni sendiherra,
í viðræðum við Breta og Hollendinga
um Icesave-reikningana árið 2009.
En samkvæmt þeirri samningsnið-
urstöðu hefði fyrsta greiðsla Íslend-
inga, upp á 36 milljarða króna, átt að
greiðast á næsta ári.
„Hver væri staða okkar við fjár-
lagagerðina núna ef háttvirtur þing-
maður Steingrímur J. Sigfússon og
Jóhanna Sigurðardóttir, hæstvirtur
forsætisráðherra þess tíma, hefðu
komið sínum málum í gegn?“ spurði
Jón þingheim í ræðu sinni og hélt
áfram: „Þetta myndi þýða það að við
værum að horfast í augu við að þurfa
að greiða 36 milljarða á næsta ári,
þ.e. 25 milljarða í afborganir og 11
milljarða í vexti. Síðan kæmu sex ár
þar sem við værum að borga sem
nemur að jafnaði byggingu eins
Landspítala á ári.“
60 til 70 milljarðar kr. árlega
Vitnaði þingmaðurinn því næst í
umsögn fjárlagaskrifstofu fjármála-
ráðuneytisins um frumvarp til laga
um heimild til handa fjármálaráð-
herra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að
ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs inn-
stæðueigenda og fjárfesta frá
breska og hollenska ríkinu til að
standa straum af greiðslum til inni-
stæðueigenda hjá Landsbanka Ís-
lands.
Eru þar greiðslur sagðar geta orð-
ið 69,3 milljarðar árið 2017, 66,5
milljarðar 2018, 63,8 milljarðar 2019,
61 milljarður 2020, 58,3 milljarðar
2021, 55,5 milljarðar 2022, 52,8 millj-
arðar 2023 og loks 26,4 milljarðar ár-
ið 2024. „Verði frumvarpið óbreytt
að lögum má gera ráð fyrir […] að
greiðslur úr ríkissjóði gætu orðið á
bilinu 60 til 70 milljarðar kr. árlega á
tímabilinu 2017 til 2023, en helming-
ur þeirrar upphæðar árin 2016 og
2024,“ segir í áðurnefndri umsögn.
Fyrrverandi ráðherra mótmælti
Ræða Jóns virðist hafa snert nokk-
uð við Steingrími J., fyrrverandi fjár-
málaráðherra, því að þegar þingmað-
urinn taldi upp boðaðar greiðslur
Svavarssamningsins svonefnda greip
Steingrímur J. fram í fyrir honum
með því að kalla „fjarstæða“ úr þing-
sal. Jón var fljótur til andsvars og
sagði: „Hér segir fyrrverandi fjár-
málaráðherra „fjarstæða“, en þetta
er nú bara tekið upp úr gögnum úr
hans eigin frumvarpi sem hann lagði
fram á sínum tíma.“
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður Vinstri grænna, veitti ræðu
Jóns andsvar og sagði m.a. Jón vera
kominn í „þann hóp þingmanna sem
engin rök á lengur eftir í sínu vopna-
búri önnur en Icesave-grýluna“ og
kallaði Jón „smámenni“ í máli sínu.
Steig Jón því næst aftur í ræðustól
og sagðist ekki kippa sér upp við
orðaval ráðherrans fyrrverandi. „Það
hentar höfðingja að tala til smá-
menna með þeim hætti sem háttvirt-
ur þingmaður gerði en þetta er hans
vani og maður kippir sér ekki upp við
það,“ sagði Jón.
Nemur að jafnaði ein-
um Landspítala á ári
Svavarssamningur dreginn fram í umræðu um fjárlög 2016
Morgunblaðið/Ómar
Afgreitt Svavarssamningurinn kallaði á 36 milljarða greiðslu á næsta ári.
Jón
Gunnarsson
Steingrímur J.
Sigfússon
Karlakórinn Lóuþrælar heldur
jólatónleika í Barnaskólanum á
Borðeyri þriðjudaginn 15. desem-
ber kl. 20.30 og í Félagsheimilinu
Hvammstanga miðvikudaginn 16.
desember kl. 20.30 Stjórnandi kórs-
ins er Daníel Geir Sigurðsson og
undirleikari Elinborg Sigurgeirs-
dóttir.
Einsöngvarar eru Friðrik Már
Sigurðsson og Guðmundur Þor-
bergsson. Kynnir er Daníel Geir
Sigurðsson. Hugvekju flytur Guð-
rún Ósk Steinbjörnsdóttir. Á söng-
skránni eru jóla- og aðventulög, ís-
lensk og erlend. Enginn
aðgangseyrir er að tónleikunum.
Á tónleikunum á Hvammstanga
munu einnig syngja nemendur 3. og
4. bekkjar Grunnskóla Húnaþings
vestra við undirleik Aðalsteins
Grétars Guðmundssonar.
Heitt súkkulaði og smákökur
verða í boði að loknum tónleikum.
Tónleikarnir eru í boði Lands-
bankans á Hvammstanga og styrkt-
ir af Uppbyggingarsjóði Norður-
lands vestra.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Borðeyri Tónleikar Lóuþrælanna í
dag verða haldnir í barnaskólanum.
Lóuþrælar
syngja á
Borðeyri í dag
mbl.is
alltaf - allstaðar
Lengri tíma hefur tekið líbönsk
stjórnvöld en áætlað var að ganga
frá nauðsynlegum formsatriðum
vegna útgáfu útgönguvegabréfa fyr-
ir flóttafólk frá Líbanon, að því kem-
ur fram í tilkynningu frá velferðar-
ráðuneytinu. Ráðuneytið gerir nú
ráð fyrir að fólkið komi til Íslands
seinni part janúarmánaðar.
Í gær hófst námskeið í Líbanon á
vegum alþjóða fólksflutningastofn-
unarinnar, IOM, fyrir flótta-
mannahópinn sem tekið verður á
móti hér á landi, segir jafnframt í til-
kynningu ráðuneytisins. Markmið
þess er að undirbúa fólkið fyrir þær
breytingar sem eru framundan við
komu þess til Íslands. Á námskeið-
inu eru bæði veittar almennar upp-
lýsingar um það hvernig líf er hafið í
nýju landi en einnig er sérstaklega
litið til íslenskra aðstæðna.
Morgunblaðið/Golli
Töf Flóttafólkið kemur í janúar.
Koma flótta-
fólks tefst
Framleiðsla mjólkur eykst mun
meira en sala. Síðustu tólf mánuði
var innvegin mjólk 145 milljónir
lítra sem er 9,6% aukning. Salan á
fitugrunni var 122 milljónir lítra en
það er 1,3% aukning. Sala á fitu-
grunni var 133,5 milljónir lítra sem
er 4,2% aukning. Á vef Lands-
sambands kúabænda kemur fram
að aukning í sölu á fituríkum afurð-
um skýrist af því að í nóvember
voru tilboð á smjöri og rjóma. Varð-
andi próteinríku afurðirnar kemur
fram að sala á skyri hafi gengið
mjög vel undanfarna mánuði, með-
al annars vegna áhugaverðrar
vöruþróunar.
Framleiðsla mjólkur
eykst meira en sala
Leðurjakkar
Loðskinnsvesti
Tryggvagötu 18 - 552 0160
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Jólakjólar
Verð 14.900 Litir: fjólublátt,svart, rautt
Str. 40-56
Gjöfin
hennar
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
www.selena.is • Næg bílastæði
Selena undirfataverslun
Undirföt
Náttföt
Sloppar
- Nýtt kortatímabil -
Opið alla daga til jóla
Gjafakort
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Vandaðar jólagjafir konunnar
Vertu vinur á
Peysuúrval - Blússuúrval
Sparibolir - Loðskinnskragar
Kasmírtreflar - Hanskar
Gjafakort o.m.fl.
Gjafainnpökkun
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is