Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 ÖMMUR VITA BEST. Þess vegna notum við bara Pillsbury Best í baksturinn. Próteinríka, ameríska, vítamínbætta hveitið sem amma notaði – og amma hennar líka. „Þar sem áður var aðeins snauður, svartur sandur vex nú alaskaösp sem bindur gríðarmikið magn kol- efnis á hverju ári. Með hjálp alaska- lúpínu má nota hina víðfeðmu sanda Suðurlands til kolefnisbindingar upp í alþjóðleg markmið Íslendinga í loftslagsmálum.“ Þannig segir með- al annars í grein eftir Halldór Sverr- isson, Aðalstein Sigurgeirsson og Þorberg Hjalta Jónsson á heimasíðu Skógræktar ríkisins. Lúpína með öspunum Þar segir að sumir hafi talið að skógrækt á auðnum væri illmöguleg, en nú hafi verið sýnt fram á hið gagnstæða. Í tilraun á Markarfljóts- aurum hafi komið í ljós að 23 ára alaskaösp bindi 9,3 tonn af koltvísýr- ingi árlega á hverjum hektara. Há- marksbinding verði líklega þegar trén eru um 30-40 ára gömul. For- sendan fyrir þessari miklu bindingu sé að lúpína vaxi með öspunum því hún bindi nitur úr andrúmsloftinu. Árin 1992 og 1993 réðst Rann- sóknastöð skógræktar á Mógilsá í að leggja út margþættar tilraunir með ræktun aspar á Markarfljótsaurum í Rangárvallasýslu. Prófaðar voru mismunandi aðferðir við undirbún- ing gróðursetningar, þakningar- aðferðir, og reyndir ólíkir klónar og plöntugerðir. Mikill vaxtar- sprettur síðustu ár Tilraunirnar voru mældar á fyrstu árunum en svo ekki fyrr en á síðasta vori að byrjað var að mæla þær upp. Þótt hvorki sé mælingum lokið né úrvinnslu þeirra mælinga sem komnar eru í hús þykir lifun í til- raununum mjög góð, nánast óháð meðferð og hafa mjög fáar plöntur drepist. Vöxtur var hægur í byrjun og lengi framan af, en nú eru tré af klóninum „Iðunni“ sem þarna vaxa að meðaltali 4,33 m á hæð á 23. ári. Trén hafa tekið mikinn vaxtar- sprett á síðustu árum sem ráða má af lengd árssprota. Meginskýringin er vafalaust sú að lúpína hefur náð að breiðast út í tilraununum. Lúp- ínan sér um að binda úr lofti það næringarefni sem mestur skortur var á í þessum næringarsnauða sandi við upphaf tilraunar, þ.e. nitur. Einnig hafa mörg hlý sumur verið á síðasta áratug. Sýnt fram á möguleika „Á okkar nánast skóglausa landi liggur því beint við að rækta meiri skóg, sem auk bindingarinnar hefur margvísleg umhverfisgæði í för með sér. Margir skógar framleiða einnig verðmætar viðarafurðir og eru fyrst og fremst ræktaðir vegna þeirra. Gróðurlitlar auðnir blasa við víða á láglendi Íslands. Þessi svæði binda varla margar sameindir af koltvíox- íði. Allur sjálfbær gróður sem nær að festa rætur á auðnunum er því mikil framför hvað varðar bindingu. Sumir hafa talið að skógrækt á auðnum væri illmöguleg, en nú hefur verið sýnt fram á hið gagnstæða. Landgræðsluskógaverkefnið, Kol- viðarverkefnið, Húsgull og skóg- græðsla skógræktarfélaga og ann- arra áhugamanna víða um land ber þessu vitni,“ segir í greininni. aij@mbl.is Mikil binding á sandinum  Árleg kolefnisbinding 9,3 tonn á hekt- ara á Markarfljótsaurum og fer vaxandi Ljósmynd/Halldór Sverrisson Vöxtur Asparklónninn Iðunn var notaður í tilraun á Markarfljótsaurum. Trén voru orðin 4,33 m á hæð á 23. ári og árleg binding á hektara 9,3 tonn CO2. Breyting Þar sem áður var svartur sandur vex nú alaskaösp. Með hjálp alaskalúpínu má nota sanda Suður- lands til kolefnisbindingar. Tvö ný uppsjávarskip eru væntanleg til landsins næstu daga. Von er á Víkingi AK, nýju skipi HB Granda, til Akraness fyrir lok þessarar viku og stefnt er að því að Beitir, skip Síldarvinnslunnar, komi til Nes- kaupstaðar fyrir jól. ,,Siglingin hefur gengið mjög vel. Við höfum verið með meðvind svo til alla leiðina og algengur siglingar- hraði er um 13,5 til 14,0 mílur. Að öllu forfallalausu ættum við að vera í heimahöfn á Akranesi fyrir næstu helgi,“ er haft eftir Albert Sveins- syni, skipstjóra á Víkingi AK, á heimasíðu HB Granda. Um miðjan dag í gær var skipið suður af Írlandi. Lagt var af stað frá Tusla við Istanbul að kvöldi 5. des- ember sl. og á föstudag var farið um Gíbraltarsund og út á Atlantshaf. Víkingur er systurskip Venusar sem kom til landsins í vor. Stærsta uppsjávarskipið Síldarvinnslan í Neskaupstað festi í haust kaup á danska uppsjávar- skipinu Gitte Henning og gekk Beit- ir NK 123 upp í kaupin. Skipið er smíðað í Litháen og kom nýtt til Danmerkur í apríl 2014. Það er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og 4.138 brúttótonn. Skipið verður stærsta uppsjávarskipið í ís- lenska flotanum. Seljendur Gitte Henning hafa skrifað undir smíðasamning á nýju skipi, sem er stærra en Beitir eða 90,45 metra langt og 17,8 metra breitt. Hyggjast þeir gera Beiti út á meðan á smíði þess stendur. Það skip mun þá verða stærsta uppsjáv- arskip sem byggt hefur verið og á að bera 3600 t. af hráefni. aij@mbl.is Víkingur og Beitir væntan- legir fyrir jól  „Verið með með- vind svo til alla leið“ Til Neskaupstaðar Nýr Beitir NK, bar áður nafnið Gitte Henning. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í gær var Fokker-flugvélinni TF JMM flogið sína síðustu ferð frá Ís- landi og til nýrra eigenda í Afríku- ríkinu Kongó. Þetta er hluti af end- urnýjun á flota Flugfélags Íslands sem hefur til skamms tíma gert út sex Fokker-vélar, en nú eru aðeins fjórar eftir. Fyrsta Bombardier Q400-flugvél FÍ verður tekin í notk- un í febrúar næstkomandi og aðrar tvær komnar fyrir sumarið og þá fer síðasti Fokkerinn úr þjónustu félagsins. „Þrátt fyrir að Fokker-vélarnar séu orðnar meira en tuttugu ára gamlar er samt ágætur markaður fyrir þær. Við fengum mjög ásætt- anlegt verð. Það er gjarnan sagt að endingartími Fokker-véla sé 90 þúsund flugtök og lendingar. Okk- ar vélar eru með um það bil helm- inginn af því og þær eiga því tals- vert eftir enn eins og sést á viðbrögðum kaupenda,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri FÍ, samtali við Morgunblaðið. Það var fyrirtækið Compagnie Africaine d’Aviation sem keypti Fokkerinn sem verður notaður til innanlands- flugs í Kongó. Flugmenn FÍ ferja vélina til Ítalíu þar sem Kongó- mennirnir taka við gripnum og fljúga áfram suður á bóginn. Fyrsta Bombardier Q400-vélin sem FÍ fær er væntanleg til lands- ins um miðjan febrúar og hinar tvær koma ekki löngu síðar. Allt hefur þetta kallað á mikið undir- búningsstarf og þjálfun flugmanna félagsins sem að undanförnu hafa verið við æfingar í flughermum í Kanada, Noregi og víðar. Munu flugmennirnir með þessu öðlast réttindi á bæði Q400 og Bomb- ardier Q200 en fyrir á félagið tvær slíkar. Tilkomu Q400-vélanna fylgja ýmsar breytingar í starfsemi FÍ. Þar má nefna reglulegar ferðir í samstarfi við Icelandair til Aber- deen í Skotlandi og flug til Syðri- Straumfjarðar, Kangerlussuaq á vesturströnd Grænlands, hefst á vordögum. Brottför Fokkerinn JF JMM fyrir utanförina frá Reykjavík í gær. Fokker til Kongó  Bombardier Q400-vél FÍ vænt- anleg í febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.