Morgunblaðið - 15.12.2015, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015
tilvalið til
steikingar
á laufabrauði
Palmin
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000
www.kemi.is - kemi@kemi.is
Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn
Samgöngustofa hefur afhent Isavia
formlega tilnefningu um einkaleyfi
til flugumferðarþjónustu í íslenska
loftrýminu, auk efra loftrýmis
Grænlands sem íslenska ríkið hefur
gert um samning við það danska.
Um er að ræða eitt stærsta loft-
rými í heimi. „Með þessu er form-
fest þjónusta Isavia og uppfylltar
skuldbindingar íslenska ríkisins á
þessum vettvangi, en um þær gilda
strangar alþjóðlegar reglur og
kvaðir,“ segir í frétt frá Samgöngu-
stofu.
Hjá Samgöngustofu sinna sér-
fræðingar um flugleiðsögu daglegu
eftirliti með starfsemi Isavia. Sam-
vinna Samgöngustofu, Isavia og ís-
lenska ríkisins í þessum málaflokki
er í þágu flugöryggis á íslenska
flugumferðarþjónustusvæðinu og
þar með um 30 milljóna flug-
farþega sem ferðast í þeim rúm-
lega 130.000 flugvélum sem fara
þar um á hverju ári, segir í frétt-
inni.
Fjölmörg störf tengjast verkefni
flugleiðsöguþjónustu eða um 300 á
Íslandi. Störfin eru fjölbreytt en
nefna má flugumferðarstjóra, flug-
fjarskiptafólk, fluggagnafræðinga,
flugradíómenn, veðurfræðinga,
verkfræðinga, tölvunarfræðinga og
ýmsa tæknimenn, auk stoðþjónustu
í fjármálum og rekstri.
Tilnefningin sem Samgöngustofa
afhenti Isavia sl. föstudag er liður í
því að uppfylla alþjóðlega samn-
inga um samevrópska loftrýmið.
Bætist hún við þjónustusamning
sem er í gildi milli innanríkisráðu-
neytisins og Isavia sem nær m.a. til
verkefna á sviði flugleiðsöguþjón-
ustu, bæði á alþjóðlegu flugsvæði
og í innanlandsloftrými.
Meðfylgjandi er mynd sem tekin
var við þetta tækifæri. Þar eru for-
stjóri Samgöngustofu, Þórólfur
Árnason, og forstjóri Isavia, Björn
Óli Hauksson, ásamt starfsfólki
Samgöngustofu, Isavia og innanrík-
isráðuneytisins, f.v.: Páll S. Páls-
son, Hlín Hólm, Þröstur Jónsson,
Reynir Sigurðsson, Helgi Björns-
son, Kristín Helga Markúsdóttir,
Friðfinnur Skaftason, Halla Sigrún
Sigurðardóttir, Þórhildur Elínar-
dóttir og Helga R. Eyjólfsdóttir.
Fá einkaleyfi til flugumferðarþjónustu
Isavia annast þjónustu í einu stærsta
loftrými í heimi Um 30 milljónir far-
þega með rúmlega 130.000 flugvélum
Einu stærsta fjáröflunarverkefni
sem Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna hefur notið góðs af
er lokið og er afraksturinn tæpar
10 milljónir króna.
Fram kemur í tilkynningu að
Páll V. Sigurðsson setti sig í sam-
band við félagið og bauð því
ágóða af sölu söngtextabókar sem
hann hafði tekið saman og kallaði
Lífsperlur. Að verkefninu stóð,
auk Páls, prentsmiðjan Letur-
prent. Bókin var boðin almenn-
ingi til kaups í símasölu.
Þegar upp var staðið hafði
ágóðinn af sölu bókarinnar skilað
félaginu tæpum 10 milljónum
króna og er þetta með stærri
fjáröflunarverkefnum sem efnt
hefur verið til til styrktar félag-
inu.
Í tilkynningunni kemur fram að
Páll tengist Styrktarfélagi
krabbameinssjúkra barna í gegn-
um dótturson sinn, sem greindist
með krabbamein og gekk í gegn-
um meðferð fyrir allnokkrum ár-
um.
Lífsperlur skiluðu
10 milljónum
Söfnuðu með bókarsölu Páll V. Sigurðsson og Burkni Aðalsteinsson,
framkvæmdastjóri Leturprents, með eintök af textaheftinu Lífsperlum.
Eygló Harðar-
dóttir, félags- og
húsnæðis-
málaráðherra,
hefur skipað
Rúnar Helga
Haraldsson for-
stöðumann Fjöl-
menningarseturs
til fimm ára, frá
1. janúar næst-
komandi. Rúnar Helgi hefur starf-
að sem settur forstöðumaður
stofnunarinnar frá 1. desember
2014.
Rúnar Helgi er mannfræðingur
og kennari að mennt. Hann lauk
BA-prófi í mannfræði frá Háskóla
Íslands árið 1993, árið 1994 lauk
hann kennaraprófi frá Háskóla Ís-
lands og árið 1995 útskrifaðist
hann með meistaraprófsgráðu í
heilbrigðismannfræði frá SOAS-
háskólanum í London.
Rúnar Helgi hefur stundað
kennslu- og fræðastörf um árabil,
segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Rúnar Helgi
Haraldsson
Rúnar yfir Fjöl-
menningarsetrinu