Morgunblaðið - 15.12.2015, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015
✝ Jónína Mar-teinsdóttir
fæddist 11. apríl
1974. Hún lést 13.
nóvember 2015.
Foreldrar henn-
ar eru Marteinn
Jónsson og Ólöf
Þóra Steinólfs-
dóttir. Jónína átti
þrjá hálfbræður,
samfeðra var Jón
Björn, látinn, en
sammæðra eru þeir Stefán
Sölvi og Úlfur
Orri.
Synir Jónínu eru
Daði Mánason, f. 1.
ágúst 1992, og
Gabríel Sigurðar-
son, f. 16. október
1998.
Útför Jónínu fer
fram frá Laugar-
neskirkju í dag, 15.
desember 2015, og
hefst athöfnin
klukkan 11.
Elskuleg dóttir mín Nína, eins
og hún var alltaf kölluð, lést á Vogi
13. nóvember sl. Hún átti þrjá
hálfbræður, samfeðra var Jón
Björn, sem lést eftir erfiða bar-
áttu við krabbamein 2012, og sam-
mæðra eru Stefán Sölvi og Úlfur
Orri. Það var Nínu og okkur öllum
erfitt að missa Jón Björn og sam-
band þeirra var ágætt og þau voru
góðir vinir. Strákarnir hennar
sakna nú sárt mömmu sem var
þeim góð, þrátt fyrir að lífið hafi
ekki alltaf verið einfalt og auðvelt
hjá henni. Samband okkar Nínu
var ekki mikið seinni árin en þeg-
ar Jón Björn kvæntist og í kring-
um veikindi hans áttum við ágæt-
ar stundir sem ekki gleymast.
Hvíldu í friði, elsku Nína mín.
Þegar raunir þjaka mig,
þróttur andans dvínar,
þegar ég á aðeins þig,
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni,
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum.)
Þinn pabbi,
Marteinn Jónsson.
Nína var ársgömul þegar ég sá
hana fyrst, þá var ég á Reykja-
lundi með móður hennar og hún
kom þangað í heimsókn. Nína var
fallegt barn og ég heimsótti þær
mæðgur í Fagradal, þar sem Nína
var alin upp. Seinna kynntist ég
pabba hennar og við giftum okkur
og eignuðumst Jón Björn, en þau
Nína voru góðir vinir og hann vildi
allt fyrir hana gera til að betur
gengi hjá henni og strákunum
hennar, sem honum þótti mjög
vænt um. Nína kom stundum í
heimsókn til okkar Matta þegar
við bjuggum saman og um stund
vorum við með Daða son hennar
hjá okkur í Kópavoginum. Þó að
við Matti skildum héldum við
Nína sambandi og þegar allt lék í
lyndi var gaman að spjalla við
hana um strákana hennar, þá
Daða og Gabríel, og þá var hún
kát og lífsglöð. Hún hafði smitandi
hlátur og mér þótti gott að spjalla
við hana um tímann þegar Jón
Björn bróðir hennar var á lífi.
Nína átti erfitt með að fara beinu
brautina í lífinu og baráttan var
oft hörð og óvægin. Þakka þér,
Nína mín, fyrir stundirnar sem
við áttum saman og nú hafið þið
systkinin sameinast í sumarland-
inu.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Aðstandendum öllum votta ég
mína dýpstu samúð.
Guðbjörg Halla Björnsdóttir.
Allsnakinn kemurðu í heiminn
allsnakinn ferðu burt
frá þessum dauðu hlutum
sem þér fannst þú hafa dregið á þurrt
og eftir lífsins vegi
fer það sem hann fer
og veistu á miðjum degi
dauðinn tekur mál af þér
ofmetnastu ekki
af lífsins móður mjólk
kirkjugarðar heimsins
geyma ómissandi fólk
(KK)
Þessi texti kemur alltaf upp í
hugann þegar eitt lauf fölnar af
vina- og ættartrénu. Ekki óraði
mig fyrir því, að fyrir rétt rúmu
ári síðan yrðu okkar síðustu sam-
verustundir er þú komst austur til
okkar, Nína litla frænka mín. Þú
vars dugleg að heimsækja okkur
gegnum árin. Það er margs að
minnast heima úr sveitinni, þú
varst mikill dýravinur og undir
þér vel úti í náttúrunni hjá ömmu
og afa. Leið þín lá til borgarinnar,
þar fetaðir þú þinn veg.
Alltaf var gott að koma á þitt
heimili, hlýja, velvild og kátur
hlátur. Með þessum fáu orðum vil
ég þakka þér samfylgdina, kæra
frænka mín, og minning þín lifir
með mér. Ég bið allt gott í þessum
heimi að styrkja drengina þína í
sorginni, þá Daða og Gabríel.
Sesselja (Sessa) frænka.
Nína, systir mín af eldi reynslu
og innsýnar, er fallin frá og hefð-
um við þó átt að þekkjast mun
lengur. En auðna ræður hvaða
verkefni okkur falla í skaut og
einnig hvenær þeim lýkur. Nínu
kynntist ég fyrir rétt um fimmtán
árum, við urðum nánar vinkonur
er við samhæfðum styrk okkar og
vonir í löngum og oft skemmtileg-
um samtölum þar sem mikið var
hlegið. Nína hafði hlýja og kraft-
mikla nærveru, var skörp og
snögg og tjáði sig skýrt. Hún var
heillandi félagi, hláturmild og
hnyttin, hafði til að bera mikinn
styrk og réttlætiskennd. Mér
þótti vænt um Nínu frá fyrsta
degi og vildi reynast henni góður
vinur, þannig kom hún að mér –
það gera ekki allir. Síðar skildi
leiðir okkar, en auðnan fól henni
verkefni sem voru ólík mínum og
þá fórum við um ólíka stigu.
Stundum er eins og hending ein
valdi örlögum manna, lítill blæ-
brigðamunur eða fáeinar gráður
geta leitt langt af stefnu þegar
upp er staðið. Það getur verið erf-
itt að skilja hvaða öfl ráða vali
manneskjunnar á vegum lífsins,
eða hvort það er í reynd hún sjálf
sem velur.
Nína hafði nýlega samband við
mig aftur og vildi taka upp þráð-
inn þar sem frá var horfið. Var
það auðsótt mál af minni hálfu og
þótti mér mjög vænt um að heyra
í henni. Auðvitað hafði ég oft
hugsað til hennar og hún til mín,
því tímalaus er vinátta þeirra sem
verða systur af eldi reynslunnar.
Ég hlakkaði til að vefa aftur þá
þræði með Nínu sem leiddu okkur
saman í upphafi, við myndum
reyna að feta aftur saman þann
mjóa veg sem vekur hvað dýpst
þakklæti og mesta gæfu. En
auðna ræður og enginn skilur
hana. Strákunum hennar tveim
votta ég mína innilegustu samúð,
það er erfitt að setja sig í þeirra
spor og reyna að skilja hvað þeir
eru að upplifa. Ég á lítið til nema
hlýleg orð í þeirra garð og hryggð
yfir örlögum Nínu. Öðrum ná-
komnum votta ég hluttekningu
mína. Mig langar til að skilja eftir
vísu til þín Nína mín, sem hann
Sveinbjörn heitinn Beinteinsson
skrifaði eitt sinn til mín, það er
eins og mig langi mest að minnast
þín með henni:
Líkt og einstök undrasýn
orðið skín hvað glaðast
þegar milli mín og þín
mál og hugsun raðast.
Minning þín lifir, Nína, og þú í
henni.
Hallgerður Hauksdóttir.
Við vorum stútfullar af lífi og
gleði. Sum hlátursköstin ætluðu
aldrei að taka enda og fátt
skemmti okkur betur en vand-
ræðalegar uppákomur fólks. Við
urðum báðar þeirrar gæfu aðnjót-
andi að alast upp í dalnum fagra
hjá ömmum okkar og öfum. Með
frelsið, víðáttuna og vindinn í
hárinu. Það eru ekki margir af
okkar kynslóð sem fengu að kynn-
ast þeim gömlu gersemum sem
við ólumst upp við. Mjólkur-
brúsanum úti í læk, sveita-
símanum, olíueldavélinni og
súrheysturninum.
Það var endalaust hægt að elta
fiðrildin, hlaupa undan gæsunum,
fara í feluleik, leika í gilinu og
krúsin var heill ævintýraheimur
þar sem m.a. dýrindis kökur voru
framleiddar skreyttar fíflum og
sóleyjum. Ölvir bróðir var oft með
í för og urðum við aldrei uppi-
skroppa með viðfangsefni.
Við áttum leyniskúta uppi í
fjalli. Hann skreyttum við með
fallegum steinum og spýtum. Þar
sungum við mikið og vorum vissar
um að fólkið í bílunum sem keyrði
framhjá héldi að við værum
huldufólk. Þú sagðir mér að einn
daginn hefði Skafti farið þarna
upp og furðað sig á þessari steina-
söfnun, þarna hefði hrafninn
örugglega verið að verki.
Þú varst grallari af Guðs náð og
náðir mér með einu blikki á þitt
band. Eitt sinn langaði okkur að
gista saman en fengum ekki leyfi.
Þá datt þér í hug að fela mig aftur
í jeppanum hans afa þíns og koma
mér þannig heim til þín. Áætlunin
heppnaðist en ekki fékk ég að
gista þá nótt. Eins þótti okkur
gaman að fela fjársjóði. Þetta
þurftu auðvitað að vera alvöru
fjársjóðir. Það er ekki langt síðan
amma spurði mig hvort ég gæti
munað hvar við földum hringinn
hans afa.
Einhver önnur misheppnuð
prakkarastrik gerðum við líka.
Við bjuggum í blokk úti á Granda
eftir að hafa flutt suður. Mamma
þín kynntist Pétri, hann átti styttu
sem hann stillti upp í stofunni.
Þetta var hræðileg stytta að okk-
ar mati. Við skiptum henni út fyrir
aðra. Hann skipti henni aftur og
svona gekk þetta þar til hann
límdi styttuna sína fasta í hilluna.
Okkur datt líka í hug að krafsa á
veggina á klósettinu í sameigninni
í minni blokk, þá viku var mamma
með sameignina, það lenti því á
mér að þrífa þetta allt af.
Bernskubrekin hurfu og við tók
alvara lífsins.
Svo komu ljósin í lífi þínu, fyrst
yndislegi Daði sem mamma fékk
að passa og það var svo gaman.
Svo engillinn Gabríel.
Allar þessar minningar er ég
svo þakklát fyrir og svo margar
fleiri. Sólbaðið kalda, Gay pride,
bréfin okkar sem skiptu tugum,
kassetturnar þegar bréfin dugðu
ekki til. Síðustu skilaboðin okkar
sem voru svo falleg og ég mun
alltaf geyma.
Þú varst mikil tilfinningavera
og ávallt einlæg. Hlóst mest og
best og sjaldan hittumst við á
seinni árum án þess að gráta að-
eins saman líka. Þú elskaðir
drengina þína og fólkið þitt mest,
fjöllin, dalinn og lömbin. Þú
kenndir mér svo margt um lífið.
Umburðarlyndi og virðingu fyrir
litlu blómunum sem berjast fyrir
tilveru sinni á stóra túninu. Um
þig á ég mikið af góðum og fal-
legum minningum um sterka vin-
áttu, ást og kærleika. Ég elska þig
alltaf.
Elsku Daði og Gabríel, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Barbara Ösp Ómarsdóttir.
Það eru orðin nokkur ár síðan
ég hitti Nínu síðast, ég heyrði
stundum af henni fréttir en þær
voru sjaldnast góðar. Hún var
sambland af stórborgarkonu og
bóndakonu vestan úr Dölum þar
sem hún var uppalin að hluta hjá
afa sínum og ömmu. Oft sagði hún
mér sögur af Steinólfi afa sínum
sem var klettur í hennar lífi. Að
hans sögn var Dalafólk svo kraft-
mikið að ef það fékk lýs þá stækk-
uðu þær svo mikið af blóði þess að
þær gátu horft aftur fyrir sig. Þeg-
ar hann kom í bæjarferð átti hann
til að birtast allt í einu í heimsókn
án þess að hafa gert boð á undan
sér, sagði hún mér einu sinni, og
svo gat hann staðið upp og farið
jafn skyndilega og hann kom.
Þannig var hún sjálf. Það var gam-
an að tala við hana og hún hafði
mikinn húmor.
Hún átti lengi risastóran frosk.
Hann var af tegund stærstu frosk-
dýra í heimi skildist mér. Hann
hreyfði sig næstum aldrei og aldr-
ei heyrðist neitt í honum nema á
tveggja vikna fresti eða svo þegar
hann át. Þá heyrðist eins og eitt
rophljóð. Hann gat auðvitað ekki
heitið neitt annað en Kátur.
Strákarnir hennar, Daði og
Gabríel, voru henni allt og hún tal-
aði mikið um þá. Hugur minn er
hjá þeim í dag. Eitt sinn man ég
að hún steig næstum út úr bíl á
ferð þegar hún hélt að Daði, eldri
strákurinn hennar, væri að fara
sér að voða í umferðinni, rétt eftir
að við höfðum hleypt honum út.
Leiðir okkar lágu saman víða
og meðal annars unnum við sam-
an um nokkurra mánaða skeið á
heimili fyrir einhverfa unglinga á
Tjaldanesi og þar sá ég mannkosti
hennar vel en hún lét sér verulega
annt um vistmennina. Mörgu fólki
hjálpaði hún með hluttekningu
sinni og sterkri réttlætiskennd og
þar á meðal mér oftar en einu
sinni. Hún vann mikið í sjálfri sér
og þau ár sem hún átti edrú sáu
allir sterku og góðu hliðarnar á
henni sem voru svo margar. Og
þótt hún næði ekki alltaf að vera
sú manneskja sem hún innst inni
var og vildi vera, þá mun ég alltaf
muna hana þannig.
Hrafnkell Tumi Kolbeinsson.
Jónína
Marteinsdóttir
✝ Þóra Viktors-dóttir versl-
unarmaður fæddist
á Akranesi 30. apríl
1929. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skjóli 5. desember
2015.
Foreldrar hennar
voru Friðmey Jóns-
dóttir húsmóðir, f.
14. september 1904,
d. 15. maí 1986, og
Viktor Björnsson verksmiðjustóri,
f. 4. nóvember 1901, d. 4. október
1997. Systkini Þóru eru Jóna
Ágústa, f. 6.6. 1924, gift Ólafi Elí-
assyni, f. 27.11. 1925, d. 23.4. 1913,
Björn, f. 25.6. 1925, d. 11.8. 1990,
kvæntur Sigríði Pétursdóttur, f.
26.10. 1928, Alfreð, f. 10.9. 1932,
kvæntur Erlu Karlsdóttur, f.
10.10. 1932, Lilja, f. 23.5. 1936, d.
11.4. 1997, gift Guðmundi Ein-
arssyni, f. 22.8. 1922, d. 24.4. 1907.
Inga, f. 10.1. 2013. Úlfar Þór, f.
29.3. 1987, í sambúð með Örnu
Dögg Gunnlaugsdóttur, f. 24.12.
1988. Þau eiga saman tvær dæt-
ur; Angelu Dögg, f. 5.10. 2013, og
Aþenu Ingu, f. 8.9. 2015. Fyrir
átti Úlfar Þór soninn Björn Óm-
ar, f. 15.10. 2006. 2)
Þóra, f. 22.6. 1960, gift Ásgeiri
Magnússyni, f. 20.12. 1957. Þau
eiga þrjú börn; Magnús, f. 22.12.
1985, Þóru Björgu, f. 30.6. 1988,
og Erlu, f. 27.1. 1994.
Þóra og Úlfar giftu sig 24.
mars 1951. Mestan hluta ævinnar
rak Þóra heildverslunina Sat-
úrnus með eiginmanni sínum.
Satúrnus var heildsala með
hannyrðavörur og prjónagarn.
Síðustu árin vann Þóra í mötu-
neyti hjá Lögreglustjóraembætt-
inu við Hverfisgötu. Þau hjónin
voru mikið í hestamennsku og
síðan skiptu þau yfir í skíðin. Með
skíðunum seinni árin fóru þau
einnig að spila golf.
Útför Þóru fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 15. desember
2015, klukkan 13.
Eiginmaður Þóru
var Úlfar Einar
Kristmundsson
kennari, f. 30.8.
1929, d. 11.10. 1901.
Foreldar Halldóra
Nikólína Björns-
dóttir, f. 10.12. 1905,
d. 22.1. 1951, og
Kristmundur Guð-
mundsson, f. 18.2.
1903, d. 5.1. 1961.
Úlfar á einn bróður,
Björn Kristmundsson, f. 8.12.
1937, kvæntur Sigríði Kjart-
ansdóttur, f. 21.3. 1939.
Þóra og Úlfar eignuðust tvö
börn: 1) Halldór, f. 13.4. 1952,
kvæntur Ingu Jóhönnu Birgis-
dóttur, f. 17.6. 1957, d. 1.6. 1911.
Þau eiga tvö börn; Ásdísi, f. 5.11.
1979, í sambúð með Guðmundi
Finnbogasyni, f. 4.5. 1978. Þau
eiga saman tvö börn; Viktor
Matta, f. 5.4. 2006, og Jóhann
Kæra Þóra mín.
Mín fyrstu kynni af þér voru
þegar ég kom til ykkar hjóna og
við Þóra vorum ákveðin í því að
flytja norður og trúlofa okkur. Og
hvað sagði Úlfar þegar hann áttaði
sig á að dóttir hans væri að fara til
Akureyrar um stund með dreng
sem hann þekkti lítið sem ekkert?
Hann sagði við mig: „Dóttur minni
þykir greinilega vænt um þig, það
sé ég, en farðu vel með hana, ann-
ars er mér að mæta.“
Hann var pabbi sem passaði
sitt og við hlið hans var kona
sem var hreint ómetanleg. Hún
tengdamóðir mín var ekki
margmál en hún var traust,
svakalega traust og góð við okk-
ur og barnabörnin sín og pass-
aði upp á þau með natni og nær-
gætni.
Ég gleymi aldrei tímanum sem
við áttum saman og hennar
hljóðu ráðum og dáðum og hvern-
ig hún fór fram með hæglæti og
hógværð og skapaði virðingu og
gleði þegar það átti við. Einnig
eru skemmtilegar minningar
með ykkur hjónum í sumar-
bústaðnum við Apavatn þar sem
börnin voru frjáls úti og við spil
með þér og Úlfari.
Hvernig verður lífið án þín,
ekkert samtal um tilveruna
eða þjóðmálin hvað þá augna-
ráðið sem sagði það sem segja
þurfti.
Nú er hvíldin þín, mín kæra.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Fátækleg orð skrifuð til þín,
kæra tengdamóðir, far í friði. Ég
og fjölskyldan kveðjum þig með
söknuði, virðingu og ást.
Ásgeir, Þóra, Magnús,
Þóra Björg og Erla.
Fallin er frá hún Þóra. Þóra
Viktorsdóttir, eða Stóra-Þóra,
eins og ég kallaði hana sem barn
til aðgreiningar frá dóttur hennar,
Litlu-Þóru, var konan hans Úlfars
föðurbróður míns og mágkona
hans pabba. Hún var reyndar
miklu meira en það! Við tímamót
sem þessi koma minningarnar á
fleygiferð, minningarnar um það
sem einu sinni var.
Ég er Þóru svo þakklát fyrir
margt, veit varla hvar bera skal
niður fæti í upptalningunni. Þeg-
ar hún giftist honum Úlfari föð-
urbróður mínum rétt tvítug að
aldri tók hún við heimilinu á Víði-
melnum en þar fylgdu með sorg-
mæddir feðgar, tengdafaðir og
ungur mágur. Tengdamóðirin
hafði fallið frá skömmu áður,
langt fyrir aldur fram. Öllum
þótti sjálfsagt að Þóra tæki að sér
heimilið og engar sérstakar
þakkir fékk hún fyrir. Aldrei tal-
aði hún um að þetta hafi verið erf-
itt en pabbi segir að þeir feðgar
hafi ekki verið henni auðveldir.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort
þetta hafi ekki reynt á ungu hjón-
in, sérstaklega Þóru, í upphafi
síns búskapar. Á þessum tíma
voru tilfinningarnar ekki til um-
ræðu, og Þóra bar sínar heldur
aldrei á torg.
Síðar áttu Þóra og pabbi eftir
að vinna saman í mörg ár í heild-
versluninni Satúrnus sem Þóra
rak um árabil. Þar fékk ég líka
vinnu innan um garn og stramma
og ýmislegt fleira. Þegar ég var
barn var heimili Þóru og Úlfars
að mörgu leyti mitt annað heim-
ili, fyrst á Víðimelnum og síðar í
Huldulandinu. Við frænkurnar,
Litla-Þóra og ég, vorum nánast
jafnöldrur og tengslin mikil. Þeg-
ar Þóra eldri fór vegna vinnu
sinnar til Danmerkur þá keypti
hún t.d. alltaf föt og gjafir handa
mér eins og Þóru dóttur sinni.
Það er þeim hjónum að þakka
að ég hóf að stunda skíðaíþrótt-
ina af miklum móð. Úlfar og Þór-
urnar tvær fóru í Kerlingarfjöll
og lærðu að skíða og urðu alveg
forfallnir skíðaunnendur. Næst
var mér boðið með og síðan ótal
sinnum eftir það, jafnvel alla leið
til Geilo í Noregi til að skíða. Það
var gott að eiga öruggt bílfar upp
í Bláfjöll á þessum árum þegar
við frænkurnar æfðum skíðin af
kappi, Þóra og Úlfar létu sig ekki
vanta í fjöllin. Löngu síðar tóku
þau hjónin upp á því að spila golf
af sama áhuga og þau stunduðu
skíðaíþróttina. Þá stunduðu þau
hjónin einnig hestamennsku í
mörg ár áður en skíðin og síðar
golfið tóku við. Jóhanna
langamma var mikil hestakona
og Þóra og Úlfar vildu fylgjast
með gömlu konunni svo hún færi
sér ekki að voða og tóku því þátt í
áhugamáli hennar. Alltaf jafn
samhent og tilbúin að hafa gaman
saman.
Þóra var mjög skemmtileg
kona með frábæran húmor, mikill
fagurkeri og lífskúnstner. Þau
hjónin voru sem fyrr segir afar
samhent. Það var því Þóru þung-
bært þegar Úlfar féll frá allt of
snemma. Við fráfall hans missti
hún kraftinn sem hafði einkennt
hana alla tíð. Nú hafa þau sam-
einast á ný. Ég þakka Þóru fyrir
samfylgdina, allan stuðninginn í
gegnum árin og fyrir það sem
hún var föður mínum, Birni
Kristmundssyni, unga mági sín-
um.
Elsku Þóra, Halldór og fjöl-
skyldur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð en minning um
skemmtilega og góða konu lifir.
Halldóra Björnsdóttir.
Þóra Viktorsdóttir