Morgunblaðið - 15.12.2015, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015
eru komin
. Vestfirsk jólabrauð . Ítölsk jólabrauð
Jólabrauðin
Verið
velkomin
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ
565 8070 • okkarbakari.is
Tækni í þína þágu
hitataekni.is
Bjóðum upp á fjölbreyttan
búnað svo sem loftræsingar,
hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi
sem og stjórnbúnað
og stýringar.
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is
Barna- og jólaóperan Amahl og næt-
urgestirnir eftir Gian Carlo Menotti
verður sýnd í Salnum í dag kl. 18 og
fimmtudaginn 17. desember kl. 20.
Leikstjóri uppfærslunnar er Anna
Júlíana Sveinsdóttir, söngkennari
Tónlistarskóla Kópavogs, og píanó-
leikur er í höndum Selmu Guð-
mundsdóttur. Hlutverk Amahls
syngur Andri Páll Guðmundsson, en
í öðrum hlutverkum eru Jón Pétur
Friðriksson, Tinna Jóhanna Magn-
usson, Gunnar Emil Ragnarsson,
Sigurjón Örn Böðvarsson, Tore
Skjenstad, Snæfríður María Björns-
dóttir, Una Björg Jóhannsdóttir,
Arna Björk Einarsdóttir og Heiðrún
Ösp Hauksdóttir.
Samkvæmt upplýsingum frá að-
standendum samdi Menotti óperuna
fyrir NBC-sjónvarpsstöðina þar sem
hún var frumsýnd á aðfangadag
1951. „Sagan fjallar um fatlaða
drenginn Amahl og fátæka móður
hans. Vitringarnir þrír með fullt af
gulli og gjöfum knýja dyra og biðja
um húsaskjól á leið þeirra til Betle-
hem. Þegar allir eru sofnaðir freist-
ast móðirin til að taka smá gull en er
staðin að verki. Vitringarnir segja
henni frá Jesúbarninu. Móðirin vill
skila gullinu aftur og Amahl ætlar að
gefa Jesú hækjuna sína. Þegar hann
réttir vitringunum hækjuna læknast
hann og fær mátt í fótinn, getur
hoppað, hlaupið og dansað. Allir
gleðjast yfir þessu kraftaverki og
vitringarnir taka Amahl með til
Betlehem til að hitta Jesúbarnið.“
Uppfærslan tekur eina klukku-
stund í flutningi og aðgangur er
ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Næturgestir Amahl og næturgestirnir er fyrsta óperan sem samin var sér-
staklega fyrir sjónvarp í Ameríku, en hún var frumsýnd árið 1951.
Barnaópera sýnd
tvisvar í Salnum
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég er mjög þakklát og glöð. Ég hef
sjálf setið í fagurbókmenntadóm-
nefnd Íslensku bókmenntaverð-
launanna og veit því mæta vel hversu
vandasamt er að velja úr fjölda góðra
bóka þær fimm sem tilnefna á hverju
sinni,“ segir Dagný Kristjánsdóttir
bókmenntafræðingur um tilnefn-
inguna til Íslensku bókmenntaverð-
launanna í flokki fræðibóka sem hún
hlaut fyrir bók sína Bókabörn – Ís-
lenskar barnabókmenntir verða til.
Þetta er önnur tilnefning Dagnýjar
til Íslensku bókmenntaverðlaunanna,
en fyrri tilnefninguna hlaut hún árið
1996 fyrir bók sína Kona verður til
sem byggði á doktorsritgerð hennar
og fjallaði um Ragnheiði Jónsdóttur.
Dagný hefur á umliðnum árum
kennt barnabókmenntir við íslensku-
og menningardeild Háskóla Íslands.
„Mér fannst nauðsynlegt að kafa of-
an í sögu barnabókmennta og það
hefur verið ótrúlega skemmtilegt
ferðalag,“ segir Dagný um tilurð
Bókabarna sem verið hefur níu ár í
vinnslu með hléum. „Framan af
fannst mér erfitt að gera upp við mig
hvað ætti að fara inn í bókina, en end-
aði á því að afmarka mig við eldri
bækurnar. Líka vegna þess að það er
svo margt í þeim sem kemur aftur
fyrir í yngri bókum, þ.e. sömu hug-
myndirnar og mynstrin. Sem dæmi
birtist barátta góðs og ills skýrast í
töfraævintýrum fyrir börn og núna í
fantasíum eins og Harry Potter og
Star Wars. Fjöldamenningin fær
mikla orku úr þessum þemum sem
eru algeng í barnabókum.“
Alltaf tvöfaldur lesandi
Að sögn Dagnýjar vakti fyrir
henni í bókinni að skoða hvernig hug-
myndir um barnið hefðu þróast. „Tit-
ill bókarinnar vísar til þess að hún
fjallar um börn í bókum, en þau eru
ekki raunveruleg börn heldur tilbúin
börn. Mig langaði að skoða úr hverju
þessi börn væru búin til og hvernig
svokallaðir „feður“ íslenskra barna-
bóka vildu lýsa börnum,“ segir
Dagný og vísar þar til Jónasar Hall-
grímssonar, Jóns Sveinssonar eða
Nonna, Sigurbjörns Sveinssonar og
Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar.
„Allar barnabækur birta hug-
myndir manna á hverjum tíma um
börn og hvernig þau eiga eða eiga
ekki að vera. Barnabækur eru allar
skrifaðar af fullorðnum, nema í seinni
tíð þar sem menn eru farnir að gefa
út bækur eftir börn,“ segir Dagný og
nefnir sem dæmi smásagnasafnið
Eitthvað illt á leiðinni er sem geymi
draugasögur eftir átta til tíu ára
gömul börn.
„Það er alltaf tvöfaldur lesandi til
staðar í barnabókum, þ.e. barnið og
hinn fullorðni, þó að ekki væri nema
vegna þess að meðan fullorðnir skrifa
bækurnar er alltaf innbyggð fullorðin
rödd líka. Hinn fullorðni er alltaf til
staðar, þó að hann sé misvel falinn. Í
eldri bókum er vísifingurinn iðulega
á lofti með móralíseringu. En yfirleitt
reyna fullorðnir höfundar að fela sig í
bókum sínum og reyna jafnvel að
skrifa eins og lítil börn, en það verða
stundum frekar kjánalegir textar.“
Ólíkar birtingarmyndir barna
Aðspurð segir Dagný mikinn mun
á birtingarmynd barna í barnabókum
höfundanna fjögurra sem hún hefur
rannsakað. „Þessir fjórir höfundar
eru fjórir elstu höfundarnir, en þeir
endurspegla líka mismunandi tímabíl
í bókmenntunum. Jónas Hall-
grímsson var okkar fyrsti rómantíski
höfundur sem skrifaði fyrir börn og
Grasaferð er klassískur texti um
rómantísk börn. Bókin birtir okkur
sakleysi barnanna og um leið visku,
en þau standa næst guði uppi á fjall-
inu. Nonni skrifaði drengjasögur og
ævintýrasögur. Sigurbjörn Sveins-
son tekur skrefið úr rómantíkinni og
upphafningunni á barninu yfir í til-
finningasemina og einhvers konar til-
raun til að búa til samlíðan með
barninu. Barnadauði var gríðarlegur
og um miðja 19. öld gat hann farið yf-
ir 40% þegar verst var. Það þurfti að
fá fólk til að hugsa um börnin og vel-
ferð þeirra og fá samúð og áhuga á
börnum.
Jóhann Magnús Bjarnason var
Vestur-Íslendingur sem flutti níu ára
til Nova Scotia og þaðan til Winnipeg
og kom aldrei aftur til Íslands. Hann
bjó í Kanada í 70 ár og var vinsæll
barnakennari, en hann skrifaði allar
sínar bækur á íslensku,“ segir Dagný
og bendir á að Jóhann Magnús hafi
skrifað ungmennabækur, þ.e. bækur
fyrir óræðan aldur frá 15 til 45 ára.
„Brasilíufaranir eftir hann er
ævintýrasaga sem er á nokkuð skylt
við bækur eins og Gulleyjuna eftir
Stevenson. Hann var undir áhrifum
frá erlendum höfundum, enda bjó
hann og starfaði í útlöndum. Hér má
benda á að Nonni bjó og starfaði í
Þýskalandi, Frakklandi og Dan-
mörku. Þeir voru því sjálfir al-
þjóðabörn ef svo mætti að orði kom-
ast. Þegar Jóhann Magnús lést árið
1945 var hann byrjaður að skrifa
undir áhrifum frá nýrri fjöldamenn-
ingu. Maður getur alveg séð að
fyrstu kvikmyndirnar höfðu áhrif á
hann. til dæmis Galdrakarlinn í Oz.
Margt í ævintýrum hans er meira í
anda alþjóðlegu barnabókanna sem
síðan hafa flætt yfir allan heiminn
sem klassíkerar. Hann brúar bilið
inn í nútímann fyrir íslensk börn.
Hann er sá sem stígur skrefið úr
sveitasögunum yfir í nútímann.
Nonni gerir það að sumu leyti líka.
Þetta eru mjög merkilegir karlar og
gaman að kafa ofan í verk þeirra.“
Bækur sem vaxa með manni
Í lokakafla bókarinnar bendir
Dagný á að á undan ofangreindum
„feðrum“ íslenskra barnabóka hafi
komið nafnlausar sagnakonur sem
fóru með þjóðsögur og ævintýri fyrir
börn sín og voru því „mæður“ ís-
lenskra barnabókmennta. Spurð
hvort hún hyggist skrifa um „mæð-
urnar“ líka segir Dagný aldrei að
vita.
„Við erum að vinna að Nýju ís-
lensku barnabókmenntasögunni sem
nær frá upphafi og til dagsins í dag,
en stefnt er að útgáfu 2017,“ segir
Dagný sem ritstýrir bókinni í sam-
vinnu við Silju Aðalsteinsdóttur, en
auk þeirra skrifa bókina Helga Birg-
isdóttir, Hildur Ýr Ísberg, Anna Þor-
björg Ingólfsdóttir, Sigþrúður Gunn-
arsdóttir, Laufey Einarsdóttir og
Anna Heiða Pálsdóttir.
Ekki er hægt að sleppa Dagnýju
án þess að forvitnast um hvort hún
eigi sér uppáhaldsbarnabók. „Já,
þær eru margir. Sem kennari
barnabókanámskeiða kennir maður
af mikilli gleði góðar sígildar bækur
sem bjóða sífellt upp á nýja nálgun.
Það eru bestu barnabækurnar sem
maður byrjar að lesa sem barn og
vex og þroskast með fram á fullorð-
insár. Margar af bókum Stefáns
Jónssonar eru þess eðlis,“ segir
Dagný og nefnir einnig höfunda á
borð við Astrid Lindgren. „Mér
finnst ég sjá skýr merki þess að
barnabækur eru alltaf að verða betri
og betri. Þær njóta líka meiri við-
urkenningar, sem sést á því að þær
eru komnar inn Íslensku bókmennta-
verðlaunin sem sér flokkur,“ segir
Dagný og bætir við: „Ég vona að
okkur takist að fá börn til að lesa í
samkeppni við myndmiðlana. Því
bækurnar eru ævintýraheimur og
börn sem lesa lesa sér til mikillar
gleði.“
Þess má að lokum geta að Dagný
ræðir um Bókabörn í Hannesarholti í
kvöld kl. 20.
Morgunblaðið/Júlíus
Gleði „Ég vona að okkur takist að fá börn til að lesa í samkeppni við myndmiðlana. Því bækurnar eru ævintýra-
heimur og börn sem lesa lesa sér til mikillar gleði,“ segir Dagný Kristjánsdóttir, höfundur Bókabarna.
„Hefur verið ótrúlega
skemmtilegt ferðalag“
Bókabörn Dagnýjar Kristjánsdóttur níu ár í vinnslu