Morgunblaðið - 15.12.2015, Page 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015
Íupphafi sögunnar Leiðin út íheim vaknar maður í rúmisínu. „Við skulum kalla hannPál,“ segir höfundurinn les-
endum og bætir við: „Páll er ástríðu-
sál. Hann veit að hann dreymdi eitt-
hvað en man aðeins óljós svipleiftur
draumsins“ (5). Og Páll er einn og í
kringum hann er undarlega kyrrt og
hljótt. Þarna hefst saga ævintýralegs
en um leið martraðarkennds ferða-
lags manns gegnum daginn í breytt-
um heimi, heimi sem alráður höfund-
urinn hnoðar og
mótar hugvits-
samlega og hefur
fjarlægt aðra menn
úr. Skiljanlega
verður Páll – sem
stundum virðist
vera drengur,
stundum fullorðinn
– blúsaður við þess-
ar aðstæður en hann „fóðrar stund-
um sína eigin þögn með gömlum
blúslögum. Blúslög hefjast á því að
einhver vaknar um morgun. Sá ný-
vaknaði í blúsunum er jafnan ein-
mana og blár. En Páll er hvorki ein-
mana né blár“, segir höfundurinn
okkur og bætir við að Páli líði prýði-
lega og bætir við: „og það er víst ég
sem hef það verkefni með höndum að
lýsa því“ (7).
Þessi knappa nóvella Hermanns
Stefánssonar er byggð á kunnri sögu
Jens Sigsgaard, Palli var einn í heim-
inum. Sú myrka einsemdarsaga kitl-
aði hugarflug þessa rýnis í æsku,
eins og hún hefur fangað hug ótal
lesenda síðan. Hermann hefur á sín-
um höfundarferli orðið einn helsti
fulltrúi meta-skáldskapar hér á
landi, póstmódernískur kyndilberi
sem vinnur iðulega á snjallan hátt
með persónulegt net vísana og til-
vitnana í önnur bókmenntaverk og
skapar úr þeim vefnaði persónulegar
frásagnir. Og er oft á tíðum líka
ískrandi írónískur í frásögn sem af-
stöðu.
Hér endurgerir Hermann söguna
um Palla á athyglisverðan hátt en
þótt svarthvít barnasaga Sigsgaard
sé grunnlagið í verkinu getur hver og
einn lesandi séð eða frekar skynjað
þéttriðið net vísana og hugmynda
sem sóttar eru í önnur listaverk og
hugmyndakerfi. Eins og til að mynda
endurteknar hugleiðingarnar um
einsemdina. Einn af fyrstu köfl-
unum, þegar Palli er enn að átta sig á
breyttum veruleika, hefst svona:
„Staðreyndin er þessi: ÞAÐ ER
ENGINN TIL Í ÖLLUM HEIM-
INUM NEMA PALLI.“ Og sögu-
maður spyr: „Hvernig má skilja
þessa staðreynd?“ Bætir svo við:
„Einu sinni var sett fram merkileg
kenning sem lagði áherslu á einsemd
mannsins og sagði: Maðurinn er allt-
af einn“ (17). Þar dregur höfund-
urinn fram hugmyndir tilvistar-
heimspekinnar, Camus kemur í
hugann, líka Thor Vilhjálmsson,
Hlutskipti manns; höfundum og
verkum er brugðið upp í höfði les-
enda en sögumaðurinn heldur sig við
Palla og segir að af þeirri staðreynd
að maðurinn sé einn með sjálfum sér
spretti ábyrgð; hann sé niðurstaðan
af eigin ákvörðunum og gjörðum. Og
hann hafnar kenningum um stað-
reyndir málsins: það sé ekki nokkur
maður til í heiminum nema Palli,
ekkert samfélag og engin félagsleg
samskipti. „Engin kenning getur
skákað þeirri staðreynd“ (19)
Og á hvaða ferðalagi er þessi
drengur eða maður, hann Palli? Er
þetta draumur? Þessi lesandi þóttist
stundum finna fyrir vísunum í skáld-
sögur og tveggja-heima-sýn Gyrðis
Elíassonar, eins og í drenginn Sig-
mar í Gangandi íkorna sem vaknar
líka í breyttum heimi. Og í sögu
Gyrðis Svefnhjól, eða aðrar um aft-
urgöngur sem sjást ekki í speglum
en Palli fær á einum stað þá hug-
dettu að hann muni ekki sjást í
spegli, eins og þekkist úr slíkum frá-
sögnum. Og vissulega má finna fyrir
bergmáli úr þessum söguheimum
sem mörgum öðrum. En Palli fer út í
daginn og rekst á tómar verslanir og
getur gert hvað sem honum sýnist,
rétt eins og Palli hans Sigsgaard.
Hann stelur súkkulaði, tæmir hrað-
banka, hugsar um misskiptingu auðs
í heiminum og um eftirlætisljóð,
„Berjum fátæklingana“, eftir Baude-
laire. Ýmiskonar heimspekilegar
hugleiðingar kallast á við athafnir
Palla og hugsanir hans, þar sem
minnið um tvífarann fer til dæmis að
koma við sögu; hann leitar á ráfinu
skugga síns, eftirmyndar, og líka að
stúlku og beitir við leitina galdra-
korti sem virðist sótt beint til Harrys
Potter. Og sífellt er lesandinn minnt-
ur á að hann er að lesa skáldskap,
þegar sögumaðurinn, í anda æðsta-
prests slíkra meta-frásagna, Italos
Calvino, minnir á að við séum að lesa
og að höfundurinn kunni að hafa eitt-
hvað að segja okkur, og sjálfum sér
um leið, því sá „sem skrifar bók á er-
indi við sjálfan sig ekki síður en
heiminn“ (56). Þannig er lesandinn
iðulega minntur á uppsprettu frá-
sagnarinnar í ímyndunarafli og
reynslubanka höfundarins, og að sá
hugur geti gert hvað sem er við per-
sónurnar og aðstæður þeirra. Palli er
sendur í bíó þar sem ólíkar skáldaðar
senur og gamlar fréttamyndir birt-
ast á tjaldinu; hann dottar og í mar-
traðarkenndri senu á hann samfarir
við spörfugl; þegar hann upplifir
fljúgandi peningaseðla er hann „líkt
og nýkominn af fundi hjá félagi
ímyndunarveikra“ (32); og í einsemd-
inni prófar hann að ganga nakinn um
og leitað er skýringa á hvarfi ann-
arra: „Kannski eru allir fluttir yfir í
sýndarveruleikann nema hann.“ (34).
Og Palli fær líka að takast á við
sköpun heims, eins og höfundurinn
sem býr hann sjálfan til, þegar hann
mótar heim úr hrísgrjónum, klunna-
legt sköpunarverk sem hann er samt
stoltur af en borðar síðan upp til
agna áður en höfundurinn heldur
áfram að ráðskast með hann og
heiminn í sköpunarleik sínum.
Hermann Stefánsson er flinkur
höfundur sem kann vel þá list að
skapa áhugaverðan söguheim og
tengja hann við hitt og þetta. Þessi
knappa saga, Leiðin út í heim, er
þannig býsna hugvitssamlega sögð.
Undirrituðum finnst hún þó á köflum
full írónísk og köld, og sögumaðurinn
látinn vera of meðvitaður um sköp-
unarferlið, möguleikana sem í því fel-
ast – og fá full mikið að stöðva það
sem kalla mætti lestrarupplifun eða
flæði við lesturinn. Fastur í snyrti-
legu og vissulega áhugaverðu og
þéttriðnu neti vísana og allrahanda
hugleiðinga, um skáldskap, líf og
heimspeki, fór þessi lesandi að velta
fyrir sér hvort formið útilokaði ein-
lægni, og hvort engin leið væri að
fanga merkinguna, eitthvað sem
kalla mætti kjarna verksins. Afstöð-
una. Kannski er það ætlunin með
þessari aðferð, hinni póstmódern-
ísku, þar sem allt snýst um endur-
vinnslu. Nýtt púsl með gömlum
stykkjum. En að þeim hugleiðingum
slepptum er þetta býsna haganlega
mótuð, vel skrifuð og forvitnileg
saga.
Vert er að hrósa umbroti og kápu-
hönnun Leiðarinnar út í heim og því
hvernig form- og myndhugsun hönn-
uðarins kallast á við heim sögunnar.
Ragnar Helgi Ólafsson hefur á und-
anförnum árum náð afar athyglis-
verðum tökum á útlitshönnun bóka,
er bæði fjölhæfur og frumlegur um
leið og hann þekkir lögmálin, til að
mynda hvernig letur á að sitja á síðu.
Á kápu er söguhetjan í frjálsu falli,
annaðhvort í draumi eða martraðar-
kenndum veruleika. Rétt eins og í
sögunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heimssmiðurinn Hermann Stefánsson endurskapar á hugvitssamlegan hátt söguna um Palla sem var einn í heim-
inum með þéttriðnu neti „vísana og hugmynda sem sóttar eru í önnur listaverk og hugmyndakerfi“.
Það er enginn til í öllum
heiminum nema Palli
Skáldsaga
Leiðin út í heim bbbmn
Eftir Hermann Stefánsson.
Sæmundur, 2015. Innbundin, 89 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Lau 19/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00
Lau 26/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 11.k
Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00
Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00 12.k
Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Sun 31/1 kl. 20:00
Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k
Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið)
Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k
Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k
Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas.
Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fim 11/2 kl. 20:00 13.k
Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k
Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k
Margverðlaunað meistarastykki
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 27/12 kl. 13:00 Sun 3/1 kl. 13:00 Sun 10/1 kl. 13:00
Sýningum lýkur í janúar
Sókrates (Litla sviðið)
Lau 19/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 17/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 21:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 18/12 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn
Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn
Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn
Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn
Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn
Mið 13/1 kl. 19:30 aukasýn Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 19/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 13:00
Lau 19/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 14:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Lau 26/12 kl. 19:30
Frumsýning
Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn
Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn
Lau 23/1 kl. 16:00 2.sýn Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn
Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Um það bil (Kassinn)
Þri 29/12 kl. 19:30 Frums. Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn
Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn
Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn
Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
Gagnrýnendur eru hikandi í umfjöll-
un sinni um söngleikinn Lazarus,
sem tekinn hefur verið til sýninga á
„off-Broadway“ í New York og vek-
ur mikinn áhuga fyrir að vera
byggður kringum lög eftir David Bo-
wie og söguþráð sem hann hefur
sagt vera einskonar framhald kvik-
myndarinnar The Man Who Fell to
Earth sem hann lék sjálfur í á sínum
tíma. Bowie og Enda Walsh eru höf-
undar leiktextans.
Rýnar segir flestir erfitt að lýsa
söguþræðinum, að ná á honum taki,
en tónlistin sé áhrifamikil.
„Þetta ætti í raun að vera hræði-
leg sýning,“ segir gagnrýnandi The
Guardian. „Það er ólíklegt að útkom-
an sé eins og höfundarnir sáu fyrir
sér og það er lítið vit í því sem þeir
hafa skapað. En þessir höfundar eru
bara svo gríðarlega hæfileikaríkir
og leikararnir í sýningunni takast á
við verkið af slíkri einbeitni og djörf-
ung að það er ekki hægt annað en að
hrífast með og njóta verksins, að
minnsta kosti svolítið.“
Hikandi gagnvart söngleik Bowies
Fjölhæfur Bowie í kvikmynd Nicolas
Roeg, The Man Who Fell to Earth.