Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Nærri allar konur sem leita á náðir Kvennaathvarfsins glíma við óttaog kvíða, eða um og yfir 90% kvennanna. Um 40% kvennanna hafahaft sjálfsvígshugsanir. Þetta er meðal þeirra fjölmörgu sorglegu staðreynda sem fram koma í ársskýrslu Samtaka um kvennaathvarf sem kom út í vikunni. Tölfræðin í skýrslunni er sláandi líkt og fyrr, en þar kemur fram að 846 konur leituðu til Kvennaathvarfsins á síðasta ári, nokkuð fleiri en árin á und- an. Erfitt er að meta nákvæmlega umfang heimilisofbeldis, en rannsóknir hér á landi hafa sýnt að líkur eru á að á degi hverjum verði fimm konur fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Ljóst er að því miður er þörf fyrir starfsemi eins og þá sem haldið er uppi af Samtökum um kvenna- athvarf sannarlega fyrir hendi. Einn af ljósum punktum í skýrsl- unni er sá að hafin er vinna við að meta kostnað samfélagsins vegna of- beldis karla gegn konum. Drífa Jón- asdóttir afbrotafræðingur vinnur nú í félagi við aðra sérfræðinga á þessu sviði að rannsókn á þessum kostnaði. Auðvitað er kaldranalegt að skoða þessa alvarlegu vá út frá kostnaði í stað mannúðar. Heimilisofbeldi á ekki að líðast, hvort sem það kostar peninga eða ekki. En staðreyndin er þó engu að síður sú að til þess að ná eyrum þeirra sem úthluta af sameiginlegu fé til heilbrigðis- og velferðarmála, löggæslu o.s.frv. þá er einfaldlega skýrara ef einhver tala liggur fyrir. Einhver hugmynd um kostnað samfélagsins gæti hjálpað til við að auka vitund um umfang heimilis- ofbeldis og þrýst á aukið fjármagn og fræðslu til að berjast gegn því. Það er vitað að tíðni þunglyndis, kvíða, stoðkerfisvandamála og ýmiss kon- ar hjarta- og blóðþrýstingsvandamála er hærri hjá þolendum ofbeldis en hjá þeim sem ekki hafa upplifað ofbeldi. Reyndar þarf ekki mikinn sérfræðing til að geta leitt að því líkum að konur sem búa við stöðugan ótta munu þróa með sér alvarleg vandamál og glíma við kvilla sem draga úr lífsgæðum þeirra. Og þegar þær skipta hundruðum og raunar þúsundum (því aðeins brotabrot leitar á náðir Kvennaathvarfsins) þá mun það óhjákvæmilega kosta samfélagið peninga. Það er jákvætt og nauðsynlegt að reikna út samfélagslegan kostnað vegna heimilisofbeldis og rannsókn Drífu er mikið gleðiefni. En hvert og eitt okkar ætti líka að reikna út hversu sláandi miklar líkur eru á því að við þekkjum konu sem er eða hefur verið beitt ofbeldi í nánu sambandi. Það reiknings- dæmi er sorglega einfalt. Eyrún Magn- úsdóttir Morgunblaðið7Eggert Jóhannesson Sorglega einfalt reikningsdæmi Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Auðvitað er kald-ranalegt að skoðaþessa alvarlegu vá út frákostnaði í stað mannúðar. Heimilisofbeldi á ekki að líðast, hvort sem það kostar peninga eða ekki. Jóna Kristín Bjarnadóttir Nei, ég get ekki gert það upp við mig. Mér finnst þetta mjög erfið ákvörðun. Þeir eiga náttúrulega eft- ir að koma fram og tala máli sínu. SPURNING DAGSINS Ert þú búin(n) að ákveða hvern þú ætlar að kjósa sem forseta? Erlendur Ísfeld Nei, minn frambjóðandi er greini- lega ekki kominn fram. Björgvin Þorsteinsson Nei. Ekki ennþá. Laufey Bjarnadóttir Nei. Það er eiginlega enginn af þeim sem eru að bjóða sig fram sem mér líst á. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Hvers konar leikrit er Auglýsing ársins? Það er mjög auðveldlega hægt að máta verkið inn í íslensk- an veruleika dagsins. Þarna er meira að segja mögulegur forsetaframbjóðandi! En sagan er einföld: auglýsingastofa er á hausnum þegar inn kemur kúnni og biður um að gerð sé auglýsing fyrir hann. Allt fer á fullt til að þóknast hon- um en í raun veit enginn hvað verið er að auglýsa. Tyrfingur Tyrfingsson fékk mjög góða dóma fyrir fyrri verk. Hvað er hann að fara hér? Verkið er mjög djúpt og dáleiðandi í senn. Ég leyfi mér að segja að fólk muni sjá eitthvað sem það hefur ekki séð í leikhúsi áður og það verður mjög spennandi að sjá hvernig verkinu verður tekið. Það varpar ljósi á okkur sem samfélag og er líka vangavelta um listina; hvað sé list og hverjum við erum að þóknast. Hvað erum við tilbúin að gera fyrir peninga, frægð og frama? Hve langt erum við tilbúin að ganga? Hvað situr eftir þegar við erum búin að fórna öllu? Ég held að allir geti tengt við þetta. Hefurðu leikið í verki eftir Tyrfing áður? Nei, en við vorum í Listaháskólanum á sama tíma, þekkjumst því vel og það er frábært að vinna með honum. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi hans. Tyrfingur er dásamleg manneskja og frábær listamaður, hann hefur verið með okkur í sköpunarferlinu allar átta vikurnar sem við höfðum til að búa til sýningua. Það er þakklátt og gefandi að hafa höfundinn á kantinum til að svara öllum þeim mörgu spurningunum sem upp koma á leiðinni. Er önnur upplifun að vinna við verk eftir Tyrfing en aðra? Já, ég myndi segja það. Engin tvö verk eru eins og höfundar hafa missterkan stíl, en Tyrfingur hefur sérstaka rödd og sérstakan stíl sem gefur manni mik- ið inn í þá vinnu að búa til karakterinn og í heildaruppbygginguna. Stíllinn hefur ekki breyst frá fyrri verkum en mér finnst hann stækka mikið sem höf- undur með þessu leikriti. Geturðu útskýrt það? Karakterarnir hans eru risastórir, það er mikið frelsi fyrir leikarann í verkunum en auðvitað verður að skapa persónur sem fólk getur tengt við; maður vill leyfa þeim að fljúga svolítið en samt halda þeim á jörðinni. Það er línudans og gaman að fá að spreyta sig á því. Þetta er mjög áleitið verk. Það hristir upp í manni, vægast sagt, um leið og maður hefur samþykkt þann heim sem Tyrfingur skrifar um. Um leið og það gerist er maður kominn í eitthvert tívolítæki sem maður veit ekkert hvert fer. En spurn- ingin sem situr eftir er þessi: Af hverju erum við að öllu þessi basli? Stór spurning en nauðsynleg. Hann svarar spurningunni vonandi ekki endanlega! Nei! Eins og er með öll góð verk verður hver að svara fyrir sig. En það er ótrúlega gefandi ef tekst að hreyfa við fólki og setja í þá aðstöðu að það horfist í augu við eitthvað. Alveg sama hvert svarið er. Morgunblaðið/Golli ELMA STEFANÍA ÁGÚSTSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Til hvers er allt baslið? Forsíðumyndina tók Skapti Hallgrímsson Auglýsing ársins, nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson, er frumsýnt í Borg- arleikhúsinu um helgina. Elma Stefanía Ágústsdóttir leikur í verkinu ásamt Birni Thors, Theódór Júlíussyni, Hirti Jóhanni Jónssyni, Kristínu Þóru Har- aldsdóttur og Ólafíu Hrönn Jónsdóttir. Leikstjóri eru Bergur Þór Ingólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.