Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Qupperneq 4
Fjölskyldan tekur líka út refsingu Þegar fjallað er um glæpi ogrefsingu snýst talið yfirleittum gerandann eða þolandann. Umræðan um fangelsismál og refsi- stefnu er um það hvort dómar séu of vægir eða of harðir, hvort úrræðin í refsikerfinu séu við hæfi og hvort gildandi lög og reglur geri samfélagið öruggara. Einn hópur virðist nánast vera ósýnilegur, en líður þó mjög fyr- ir glæpina; nánustu ættingjar þeirra sem dúsa í steininum. Guðrún Lund útskrifast í sumar með BA-gráðu í félagsfræði en loka- ritgerð hennar fjallar um hlutskipti aðstandenda fanga. Skoðaði Guðrún einkum stöðu kvenna með börn, sem eiga mann sem situr í fangelsi. „Þetta eru einstaklingar sem standa frammi fyrir miklum fjárhagslegum, félags- legum og andlegum erfiðleikum vegna fangelsisvistar makans, og má segja að konur og börn fanga séu líka látin taka út refsingu, utan fangels- isveggjanna.“ Ekki eins og í sjónvarpinu Rannsókn Guðrúnar fól meðal ann- ars í sér að taka viðtöl við konur fanga, bæði á Íslandi og í Bretlandi. Rannsóknina vann hún undir leið- sögn Helga Gunnlaugssonar, pró- fessors í félagsfræði við HÍ. Hún seg- ir að margir hafi myndað með sér ákveðnar hugmyndir um konur í þessum sporum og heimilislíf þeirra, oftast byggt á því sem kvikmyndir og sjónvarpsþættir sýna. Raunveruleik- inn sé allt öðruvísi en í Scorsese- kvikmynd: „Í flestum tilfellum var heimilislífið mjög eðlilegt þangað til maðurinn var fangelsaður. Hann var kannski að afla peninga með ólögleg- um hætti en kom svo heim og þá var líf fjölskyldumeðlima eins og á hverju öðru heimili. Sumir ímynda sér að makar fanga séu vitlausar stelpur, eða vafasöm kvendi, en langflestir viðmælendur mínir voru yndislegar konur. Löghlýðnir einstaklingar með sín eigin markmið í lífinu, sem þurfa að sýna mikinn styrk til að standa það af sér þegar heimurinn í kringum þær hrynur til grunna.“ Segir Guðrún að reynsla íslensku og bresku kvennanna hafi á margan hátt verið svipuð. Varð viðmælendum hennar t.d. tíðrætt um skilningsleysi annarra og útskúfun úr samfélaginu. Margar völdu að fara þá leið að ljúga til um hvar makinn væri, t.d. með því að segja að hann hefði fengið vinnu erlendis eða væri á sjó. „Þær upplifðu mikla fordæmingu og að vera settar undir sama hatt og makinn; að þær hlytu að vera varasamar fyrst þær ættu í sambandi við mann sem hafði verið dæmdur í fangelsi. Sumar fara þá leið að forðast að vera innan um annað fólk til að þurfa ekki að svara erfiðum spurningum. Við tekur ein- angrun og jafnvel þunglyndi, og bæt- ist það við þá fjárhagslegu erfiðleika sem fylgja því þegar aðal-fyrirvinnu heimilisins nýtur ekki lengur við.“ Þar með er ekki sagt að maki þola þrýsting utan frá um að segja skilið við makann. „Er þetta ekki komið gott? – spyr fólkið í kringum þær og fer ekki leynt með vanþóknun sína.“ Erfitt líf á skólalóðinni Börnin geta líka þurft að ganga í gegnum mikla erfiðleika vegna glæpa föður síns. „Ef fréttirnar berast í skólann geta börnin orðið fyrir að- kasti og einelti, og á meðan faðirinn situr inni fara börnin á mis við það uppeldi og leiðsögn sem hann gæti annars veitt þeim,“ segir Guðrún og bendir á að þetta geti orðið til að skapa vítahring. „Rannsóknir hafa sýnt að þegar börn missa þessa föðurímynd aukast líkurnar á að þau geti flækst í slæman félagsskap og á endanum fetað sömu leið og faðir- inn.“ Einnig bitnar það á börnunum að þröngt er í búi þegar móðirin þarf ein að sjá öllum farborða. „Sumir við- mælendurnir nefndu t.d. að börnin þeirra gætu ekki tekið þátt í íþrótta- starfi eins og önnur börn, því það væri of kostnaðarsamt.“ Jafnvel þótt heimsóknartímar séu í boði geta tengsl barna og föður rofn- að. „Umgjörðin utan um heimsókn- irnar getur verið mjög þrúgandi, og börnin finna fyrir streitunni í fangels- isumhverfinu. Getur farið svo að þau hreinlega neiti að heimsækja pabba sinn því að það tekur of mikið á að fara inn í fangelsið.“ Einn áberandi munur var á hlut- skipti íslenskra kvenna og breskra í þessari stöðu. Segir Guðrún að í Bretlandi hafi konurnar komið sér upp sínu eigin stuðningsneti. „Það er aðallega í gegnum hóp á Facebook að þær ná að mynda tengsl sín á milli, fá hjálp og styðja við bakið á öðrum konum í sömu sporum – nú eða ein- faldlega að fá að tala og fá smá útrás fyrir þá erfiðu stöðu sem þær eru lentar í. Faglegur stuðningur í formi sálfræðiaðstoðar, félagslegs stuðn- ings eða fjárhagsstyrkja er af skorn- um skammti, en í gegnum þennan hóp gátu konurnar skapað samfélag sín á milli og átt vettvang til að tjá sig opinskátt.“ Guðrún fylgdist með því sem fram fór í Facebook-hópnum og sá að þörf væri fyrir sams konar hóp á Íslandi. Gerði hún sér lítið fyrir og stofnaði Facebook-hópinn „Aðstandendur fanga á Íslandi“. Eru meðlimir hóps- ins þegar rösklega 50 talsins. Bindur Guðrún vonir við að íslenski hópurinn geti reynst ættingjum fanga jafn vel og sá breski en umræðurnar í hópn- um hafa farið vel af stað. Eitt styður við annað Hvernig aðstandendum fanga reiðir af hefur ekki bara að gera með það hvort þeir þurfa að þola skort eða út- skúfun. Segir Guðrún nánustu fjöl- skyldu afbrotamanna leika mikilvægt hlutverk þegar kemur að því hvort glæpamanninum tekst að snúa við blaðinu að fangelsisvistinni lokinni. „Það reynir á marga þætti þegar af- brotamaður fer aftur út í samfélagið, og minni líkur á að hann brjóti aftur af sér ef hann hefur fengið meðferð og þjálfun við hæfi, en líka ef hann getur sótt stuðning til fjölskyldu- meðlima sinna.“ „Langflestir viðmælendur mínir voru yndislegar konur; löghlýðnir einstaklingar með sín eigin markmið í lífinu,“ segir Guðrún Lund. Morgunblaðið/Golli Því getur fylgt félagsleg útskúfun, einelti og miklir fjárhagslegir erfiðleikar ef makinn er dæmdur til fangelsisvistar. Börnin fara á mis við uppeldi og leiðsögn foreldrisins sem situr bak við lás og slá og aukin hætta er á að þau feti sömu braut. Hugmyndir almennings um fólk í þessari stöðu eru litaðar af ranghugmyndum, t.d. úr kvikmyndum og sjónvarpi. fanga sé alltaf verr staddur. Nefnir Guðrún að stundum geti það verið tækifæri fyrir konurnar að segja skil- ið við vonda menn þegar armur lag- anna nær loks til þeirra. „Það átti ekki við um mína viðmælendur, en vissulega er fangelsun makans oft fyrsti möguleikinn fyrir konur að fara úr slæmum samböndum. Fang- elsun makans gefur þeim svigrúm til að hugsa sinn gang og taka nýja stefnu ef þær komast að því að áframhaldandi samband er eitthvað sem þær vilja ekki.“ En þær sem eru hamingjusamar í sambandinu þurfa hins vegar oft að Guðrún stefnir á nám í afbrota- fræði í Bretlandi en hún hefur haft mikinn áhuga á þessu fræðasviði allt síðan í framhaldsskóla. Hún segir refsimál lengra komin hjá hinum Norðurlandaþjóðunum og margt sem mætti betur fara í ís- lenska fangelsiskerfinu. „Þessi málaflokkur er fjársveltur og fjarri því nóg gert til að endur- hæfa afbrotamenn. Allt of margir eru á stöðugri ferð inn og út úr fangelsi og lítið sem kerfið gerir til að gera samfélagið öruggara eða minnka afbrotatíðni.“ Bendir Guðrún á að greinilegt sé að samfélaginu stafi engin hætta af öllum þorra þeirra manna sem sitja í íslenskum fang- elsum. „Þess vegna er það mín skoðun að lokuð fangelsi séu óþörf fyrir þennan hóp. Við ætt- um frekar að starfrækja opin fangelsi þar sem fólk fær rétta að- stöðu og stuðning til að byggja sig upp og því er veitt meðferð við geðrænum vandamálum og per- sónulegum brestum. Það hefur lítið upp á sig að henda þessu fólki einfaldlega á bak við lás og slá.“Morgunblaðið/Golli Lítil hætta stafar af flestum sem dvelja í íslensk- um fangelsum. Lokuð fangelsi eiga ekki við fyrir stóran hóp fanga 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 ’ Eitt af því sem maður lærir í fangelsi er að hlutirnir eru eins og þeir eru, og að fer sem fer. Oscar Wilde INNLENT ÁSGEIR INGVARSSON ai@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.