Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 Kínversk stjórnvöld hafa svipt lögmann- inn Pu Zhi- qiang, sem get- ið hefur sér orð fyrir störf í þágu mannréttinda í Kína, málflutningsleyfi. Pu greindi frá þessu á félagsvef á fimmtudag og sagði að dómur gegn sér í desember fyrir að gagnrýna kínverska kommúnistaflokk- inn á netinu hefði verið gefinn sem ástæða. Um 200 lögmenn og aðger- ðasinnar í dómsmálum hafa verið hnepptir í varðhald eða kallaðir til yfirheyrslu í Kína síðan í fyrrasumar. Pu er und- ir stöðugu eftirliti. Kínversk stjórnvöld birtu áfimmtudag harkalega gagn-rýni á stöðu mannréttinda í Bandaríkjunum og fordæmdu Bandaríkjamenn fyrir ofbeldi lög- reglu og mannréttindabrot. Gagn- rýnin birtist daginn eftir að banda- ríska utanríkisráðuneytið birti árlega skýrslu sína um mannréttindi í heim- inum þar sem kínversk stjórnvöld voru gagnrýnd fyrir mannréttinda- brot. Kínverjar hafa um árabil svarað bandarísku skýrslunni með þessum hætti og sagt að önnur ríki ættu ekki að tjá sig um kínversk innanríkismál. Í bandarísku skýrslunni segir að færst hafi í vöxt á liðnu ári að þeir sem berjast fyrir mannréttindum og pólitískum réttindum í Kína séu beitt- ir kúgun og þvingunum og er sér- staklega bent á harðar aðgerðir gegn lögmönnum sem verja almenna borg- ara í viðkvæmum málum. Tígrisdýr og flugur Í Kína hafa undanfarna áratugi skipst á tímabil umburðarlyndis og hörku. Eftir að Xi Jinping komst til valda virðist hins vegar hafa orðið mun afdráttarlausari breyting. Leið- togadýrkun fer vaxandi og fjölmiðlar dásama góðvild „Xis frænda“. Rit- skoðun hefur færst verulega í aukana og talað er um að Xi hafi yfir að ráða umfangsmestu leynilögreglu heims. Í grein á vefsíðu tímaritsins New York Review of Books skrifar Orville Schell, sérfræðingur um málefni Kína, að orðið hafi grundvallarbreyt- ing í hugmyndafræði og stjórnar- háttum, sem farin sé að hafa áhrif bæði á umbótastefnu stjórnvalda og samskiptin við útlönd. Xi hleypti af stokkunum áhlaupi gegn spillingu þegar hann tók við völdum. Uppræta skyldi spillingu og hreinsa úr flokknum „tígrisdýr og flugur“. Þar var átt við spillta emb- ættismenn og kaupsýslumenn hátt og lágt. Síðan herferðin hófst 2012 hafa rúmlega 160 „tígrisdýr“ verið hand- sömuð og 1.400 „flugur“. Spilling er landlæg í Kína. Kaup embættismanna er lágt og freistingin mikil fyrir þá, sem til dæmis veita leyfi til framkvæmda, að maka krók- inn. Herferðin hefur hins vegar tekið breytingum frá því hún hófst. Schell rekur í grein sinni hvernig hún nær nú til pólitískra keppinauta Xis og annarra sem hafa aðrar hugmynda- fræðilegar eða pólitískar skoðanir. Hann talar um fjöldahreinsanir og kallar þær nýmaóisma. Eftirlit með borgurunum hefur verið snaraukið og umsvif öryggis- og leynilögreglu aukin. Vaxandi þrýst- ingur er á fjölmiðla og alla þá sem dreifa fréttum og upplýsingum að þjóna hlutverki gjallarhorns fyrir boðskap kommúnistaflokksins. Rit- stjórum er sagt um hvað þeir eigi að fjalla og hvað ekki. Frelsi til umfjöll- unar hefur verið stórlega skert og leiðtogadýrkun fer vaxandi. Þeir sem ekki hlýða fá að kenna á því. Schell rekur að í ágúst hafi við- skiptablaðamaður vikublaðsins Caij- ing verið hnepptur í varðhald eftir að hafa fjallað um það hvernig stjórn- völd handstýra hlutabréfamörkuðum landsins og neyddur til að afneita eig- in umfjöllun með auðmýkjandi hætti í kínversku ríkissjónvarpsstöðinni CCTV. Fjölmiðlar skulu auðsveipir „Allir fjölmiðlar sem flokkurinn rek- ur verða að vinna og tala í þágu flokksviljans og tillagna hans og verja vald flokksins og einingu,“ sagði Xi í ávarpi þegar hann heimsótti Nýju kínversku fréttastofuna, Dagblað al- þýðunnar og CCTV. Það er sennilega í þeim anda að í kínverskum fjölmiðlum hefur hvergi verið minnst á fréttaflutning um að ýmsir úr nánustu fjölskyldu Xis komi fyrir í Panamaskjölunum, fremur en fyrri umfjöllun fjölmiðla á borð við The New York Times um auðsöfnun Xis og fjölskyldu hans. Átakið er ekki bundið við fjölmiðla. Mörg hundruð krossar hafa verið rifnir niður af kirkjuturnum og kirkjur jafnvel jafnaðar við jörðu. Prestar eru handteknir og lögmenn þeirra settir í gæsluvarðhald og þvingaðir til að játa glöp sín opinber- lega. Óháð, sjálfstætt starfandi sam- tök hafa verið vöruð við því að starfa með sambærilegum erlendum sam- tökum og að bjóða stjórninni byrginn. Herferðinni stýrir Miðstjórn aga- eftirlits. Í grein Schells kemur fram að mikil leynd hafi löngum hvílt yfir stofnun þessari og ótti gagnvart henni. Verkefni hennar er að halda uppi aga innan flokksins. Xi hefur gefið henni aukið vægi og sett yfir hana Wang Qishan, aðstoðarforsætis- ráðherra og félaga í stjórnmálaráð- inu. Wang er gamall félagi frá því Xi á yngri árum var sendur í endur- menntun úti í sveit. Wang var háttsettur í fjármálum og viðskiptum í tíð Hu Jintaos og vann þá náið með Henry Paulson, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Á þeim tímum var þíða í samskiptum Bandaríkjanna og Kína. Nú er öldin önnur. Undir stjórn Xis er hörku beitt heima fyrir og ágengni út á við. „Xi frændi“ hreinsar til Í Kína stendur yfir herferð gegn spillingu. Um leið hefur verið látið til skarar skríða gegn póli- tískum keppinautum ráðamanna og andófi. AFP Xi Jinping, forseti Kína, og einn hans nánasti samstarfsmaður, Wang Quishan, ganga af stjórnmálaráðstefnu kínverska kommúnistaflokksins í mars. Wang stýrir svokallaðri Miðstjórn agaeftirlits og stýrir herferðinni gegn spillingu. Pu Zhiqiang Lögmaður sviptur leyfi ’ Kommúnismi er ekki ást. Kommúnismi er hamar, sem við notum til að mölva óvininn. Maó Tsetung ERLENT KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is BANDARÍKIN LOS ANGELES Kobe Bryant skoraði 60 stig þegar hann lék sinn síðasta leik sögunnar, lék með Los Angeles Lakers í 20 ár og vann fimm meistaratitla. Miðar í fremstu röð á lokaleik hans munu hafa kostað rúmar þrjár milljónir króna á svörtum markaði. Þegar félagar hans helltu yfir hann kampavíni eftir leikinn fannst honum of langt gengið. Slíkt væri aðeins gert til að fagna meistaratitlum. Lakers var neðsta liðið í vesturdeild NBA eftir tímabilið. ÞÝSKALAND BERLÍN Rúmlega 900 lögreglumenn, skatteftirlitsmenn og tollverðir réðust inn í stærsta vændishúsið í Berlín og fundu þar fyrir 117 vændiskonur og 100 viðskiptavini þeirra. Sex voru handteknir.Vændi er löglegt í Þýskalandi, en yfirvöld höfðu upplýsingar um að konur sættu þar skelfilegri meðferð. GlæpasamtökinVítisenglar eru sögð hafa útvegað konur frá Austur-Evrópu og víðar. Þeir sem voru handteknir verða ákærðir fyrir vanskil á lífeyrisgreiðslum og skattalagabrot „eins og Al Capone“, svo vitnað sé í einn rannsakenda málsins. KENÍA NAÍRÓBÍ Kvikmyndaeftirlitið í Kenía bannað auglýsingu frá gosdrykkjaframleiðandanu Coca-Cola af velsæmisástæðum. Í auglýsingunni sést par kyssast af ástríðu á bókasafni í nokkrar sekúndur. Sagði formaður eftirlitsins að auglýsingin tríddi gegn fjölskyldugildum“„s . Bætti hann við að Coca-Cola hefði samþykkt að breytt útgáfa af auglýsingunni yrði sýnd í Kenía. NORÐUR-KÓREA PYONGYANG Eitthvað fór úrskeiðis þegar stjórnvöld í Norður-Kóreu skutu á loft ldflaug af gerðinni Musudan íe askyni 15. apríl. Skeytiðtilraun hvarf af ratstjám skömmu eftir skotið og er talið að það hafi sprungið. Flugskeytið getur borið kjarnorkuvopn og er hermt að það drífi alla leið til Kyrrahafseyjarinnar Gvam þar sem Bandaríkjamenn eru með herstöð. Skeytinu var skotið upp á afmælisdegi Kims Il-Sungs, fyrrverandi leiðtoga Norður- og afa núverandi leiðtoga, Kims Jong-Uns. Afmælinu er ávallt fagnað með stórbrotnum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.