Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 17
sjíum. Hizbollah, samtök sjía-múslíma, sem áður voru nefnd, berjast leynt og ljóst með al- Assad gegn uppreisnarmönnum. Sjíar eru fjölmennastir á Beirút-svæðinu í Líbanon og þar segir Jouma súnnía einfald- lega ekki velkomna, en þrátt fyrir það hafi ekki verið um annað að ræða fyrir sig og sína en að fara þangað Fjölskyldan dvaldi ekki í flóttamannabúð- um í Líbanon heldur leigði íbúð í höfuðborg- inni, Beirút. Enginn var þó mikið á ferli, sem fyrr segir, nema Joumaaa sem sótti vinnu. Þegar drengirnir eru spurðir um tómstundir, brosa þeir og segja: „Aðaltóm- stundagamanið var að vera heima! Við fórum þó stundum niður að strönd en heimamenn sögðu okkur mjög oft að Sýrlendingum væri bannað að synda í sjónum.“ Á Akureyri er annað upp á teningnum en í Líbanon, eins og nærri má geta. „Við elskum að vera úti, að eignast nýja vini, geta leikið okkur í fótbolta og að sá draumur skuli hafa ræst að geta æft karate. Það er æðislegt,“ segir hinn brosmildi Amjad. „Íslendingar eru svo góðir við okkur og hér er líka svo fallegt. Ég hef aldrei séð svona fal- lega náttúru,“ segir Mohanad, en daginn áður en blaðamaður hitti fjölskylduna að máli fór hópurinn í útreiðartúr og Mohanad fór þá ein- mitt í fyrsta skipti á hestbak. „Það var gaman. Ég hafði séð myndir af ís- lensku náttúru, meðal annars hálendinu, en ég trúði því ekki að þessir staðir væru til í alvör- unni! Mér líður eins og í draumi að skoða Goðafoss og fara aðeins upp í fjöllin, alveg eins og það virðist draumur að hafa kynnst jafn yndislegu fólki og hér, í skólanum, í kara- teinu og annars staðar.“ Yngri strákarnir tveir í Oddeyrarskóla segja krakkana ekki sérlega forvitna til þessa um bakgrunn þeirra eða þær hremmingar sem þeir hafa þurft að þola. Hugsanlega sé tungumálavandræðum um að kenna. Helst sé að kennararnir spyrji en þeir geti enn litlu svarað því þeir eru heldur ekki sleipir á enskusvellinu. Sá elsti þremenninganna, Mohamad, kveðst nokkrum sinnum hafa verið spurður en ekki getað sagt nógu vel frá. Það lagist væntanlega þegar hann kemst inn í málið. „Við höfum reyndar verið spurðir af hverju við borðum ekki svínakjöt og af hverju kon- urnar séu með slæðu,“ segir svo Mohanad. „Ég hef bara sagt að ég viti það ekki. Við séum múslímar og þetta sé bara svona hjá okkur!“ segir hann og hlær. „Ég hef líka verið spurður hvers vegna við borðum ekki svínakjöt og drekkum ekki vín,“ segir pabbinn, og svarið er það sama! Talandi um mat; margt af því sem þau voru vön að snæða á heimaslóðum fæst ekki hér. „Það er ekkert vandamál, þegar það er borið saman við stríð.“ Ófriðurinn er fólkinu eðlilega ofarlega í huga. „Við borðum bara það sem hér er til og skoðum myndir af hinu í tölvunni!“ segir Joumaa hlæjandi. Múslímar eru að því leyti frábrugðnir mörgum kristnum mönnum að þeir leggja mikla áherslu á bænina. Snúa sér fimm sinn- um á dag til Mekka og biðja. „Ég spurði hvort ég gæti gert það í vinnunni ef með þyrfti og það var ekkert mál,“ segir Joumaa. Bænin er ekki löng í hvert skipti en á mismunandi tím- um eftir sólargangi. Þegar talið berst að framtíðinni segjast þau að sjálfsögðu íhuga að flytja aftur heim til Sýrlands þegar ástandið lagast. „Það verður bara að koma í ljós. Nú er ég kominn í vinnu en það sem skiptir mig mestu máli núna er að börnin mín séu komin í öruggt skjól, í skóla og sjái fram á gæðalíf á Íslandi,“ segir Joumaa. Glöð í nýjum heimkynnum. Frá vinstri: Mouhanda (12 ára), Ah- mad (16), Amjad (14), fjöl- skyldufaðirinn Joumaa (40) og Majd (4), fjölskyldumóðirin Jou- mana (35) og Mouamad (15) ’Sýrland er heimalandiðog við söknum þess auð-vitað en erum sem betur fer ísambandi við fjölskylduna á hverjum einasta degi, í gegnum síma eða Skype. 17.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Hjónin Joumaa og Joumana Naser voru staðráðin í því að taka fyrsta boði um dvalarstað utan Líbanon ef til þess kæmi. Alveg sama hvar það yrði. „Þegar Ísland var fyrst nefnt vissum við ekkert um landið en ég gúgglaði á netinu og komst að því að þetta var eyja norður í Atlantshafi, að íbúarnir væru ekki nema rúmlega 300 þúsund og að það væri kalt. Meira að segja oft frost! Það kom samt aldrei annað til greina af okkar hálfu en að koma hingað. Það er miklu betra að vera kalt en vera í stríði heima hjá sér og lífið var líka slæmt í Líbanon. Fólkið þar tók ekki vel á móti Sýrlendingum,“ segir Joumaa Naser. „Það er reyndar ekki litið á okkur sem fólk, frekar eins og hunda.“ Strákarnir eins og í fangelsi Joumaa segir þau hjón hafa verið ákveðin í því að ef ekki kæmi boð um dvalarstað einhvers staðar erlendis myndu þau reyna að komast siglandi frá Líbanon eitthvert yfir hafið, eins og Sýrlendingar hafa reynt þúsundum saman. „Þú veist hvernig það hefur oft endað,“ segir hann dapur í bragði. Hann kveðst vissulega hafa gert sér grein fyrir hættunni en þau hafi verið tilbúin að leggja fjölskylduna í hættu. „Það er betra að deyja einu sinni í stað þess að deyja á hverjum degi,“ segir hann ákveðinn á svip. Þetta segir meira en mörg orð um hve ömurlegt fjölskyldunni þótti lífið í Líbanon. „Það var ekkert líf. Þeir sem áttu peninga gátu reyndar fengið ýmsa þjónustu og fólk talar við þá en enginn ber þó virðingu fyrir Sýrlendingum og hver dagur var í raun hættulegur, ungt fólk er oft vopnað og algengt var að öllu var stolið af Sýrlendingum á götum úti; síma, peningum, jafnvel skóm. Og ef farið var á lögreglustöð að tilkynna ránið var bara hlegið að fólki.“ Joumaa segir ríkisstjórn landsins engu stjórna heldur ráði Hizbollah-samtökin lögum og lofum í landinu. „Ímyndaðu þér að í þau fjögur ár sem við vorum í Líbanon voru strákarnir nán- ast eins og í fangelsi; við þurftum alltaf að passa vel upp á að þeir færu ekki út eftir að farið var að rökkva og fullorðnir voru helst ekki á kreiki heldur.“ Joumana, eiginkona hans, tekur í sama streng. „Strákarnir voru í hættu á hverj- um einasta degi. Fólkið í Líbanon hatar Sýrlendinga.“ Joumaa segir ástandið í heimalandinu hafa verið orðið þannig að fjölskyldan hafi verið nauðbeygð að halda á brott á sínum tíma. „Við fórum til Líbanon af þeirri ein- földu ástæða að þangað var styst að fara. Hefði ég hins vegar vitað hvernig líf okkar yrði þar hefði ég aldrei farið. Ég hefði frekar verið í stríðshrjáðu Sýrlandi, sem segir líklega allt sem segja þarf.“ TILVERAN ÖMURLEG EFTIR AÐ STRÍÐ BRAUST ÚT Betra að deyja einu sinni en á hverjum einasta degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.