Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 49
Opnan á bls. 294-5 úr þriðja bindi eddukvæðanna í þýðingu Knuts Ødegård ljóðskálds og þýðanda. Á vinstri síðu birt- ast kvæðin á forníslensku en endurort á norsku á hægri síðu. Knut skrifaði einnig ítarlega eftirmála að öllum bindum. Morgunblaðið/Árni Sæberg ævintýrs, mikils fjármagns, fólks- flutninga frá landsbyggðinni til stór- bæjanna, alþjóðavæðingar, tilkomu nýrra fjölmiðla frá öllum heiminum – þar sem enskan er orðin ráðandi tungumálið í fjölmiðlaheiminum og þar sem ungt fólk lærir miklu minna um menningu okkar en mín kynslóð gerði. Ég er sannfærður um að fólk upplifi hreint og beint að það sé að týna sjálfu sér þegar það hefur fjar- lægst ræturnar og er umplantað í al- þjóðlegum heimi. Ef við glötum minninu glötum við sjálfum okkur og eigum enga framtíð.“ Fullir pappakassar bíða Hvernig leið þér að þýðingarvinn- unni lokinni? „Það var einstaklega ánægjulegt að ljúka þessu stóra verkefni sem tekið hefur nokkur ár af lífi mínu. Ég vona að mér hafi með þessu verkefni tekist að tjá þakklæti mitt í garð Íslands og Íslendinga sem tek- ið hafa mér opnum örmum, en ég hef búið á Íslandi 35 ár eða jafnlengi og ég bjó í Noregi. Ég verð þó að viður- kenna að ég er feginn því að verkinu sé lokið, því ég er vinnulúinn. Ég hlakka til að snúa mér aftur að mínum eigin textum. Þau fimm ár sem þýðingarvinnan hefur tekið hef ég eðli málsins samkvæmt ekki get- að einbeitt mér að eigin textaskrif- um, en á heimili mínu að Hofteigi í Reykjavík bíða mín pappakassar fullir af drögum að bæði ljóðum og prósa. Ég næ sennilega ekki að klára neitt handrit til útgáfu í ár, heldur verð að láta fjórða bindi eddukvæðanna duga. Það er raunar ekki útilokað að út komi í ár ljóða- safn eftir mig á íslensku, því þýðing Hjartar Pálssonar er tilbúin. Það verður þriðja ljóðasafn mitt á ís- lensku. En ég gleðst yfir því að ljóðabækur mínar verði gefnar út á fleiri tungumálum í ár, en væntan- legar eru nýjar útgáfur á grísku, spænsku, albönsku, kínversku og hollensku samtímis því sem verið er að vinna að þýðingu á ljóðabók eftir mig á hebresku,“ segir Knut, en nú þegar hafa ljóðabækur hans komið út á 35 tungumálum. Verða græðgi að bráð Hvaða þýðingu hefur það að kvæðin séu núna loks aðgengileg á norsku? „Ég hef endurort Konungsbók í heild sinni ásamt nokkru efni frá öðrum riturum í viðauka. Konungs- bók var þýdd á norsku fyrir 110 ár- um, en ekki er lengur hægt að nota þá þýðingu – bæði af því að við vit- um núna miklu meira um eddukvæð- in og vegna þess að málfarslega séð er hún ekki nógu góð. Það hefur mikla þýðingu að eddu- kvæðin séu aftur gerð aðgengileg fyrir norska lesendur. Staðreyndin er sú að eddukvæðin eru sameigin- legur arfur Íslendinga og Norð- manna. Elstu kvæðin áttu mögulega uppruna sinn í Noregi en yngri kvæðin voru sennilega samin á Ís- landi. Og það er alveg öruggt að það voru Íslendingar sem skrifuðu kvæðin niður – og gættu þar með þessara bókmenntalegu dýrgripa sem greina frá því á hvað formæður okkar og forfeður trúðu, hver hug- myndafræði þeirra var, um líf og dauða þeirra sem og hefðir og venj- ur. Að auki fáum við heillandi endur- óm af viðburðum sem rekja má allt aftur til fólksflutninganna í kringum 400-500 e.Kr. sem fólk miðlaði hvert öðru, kynslóð fram af kynslóð þar til frásagnirnar í ljóðformi voru festar á blað.“ Hvað, að þínu mati, getum við nú- tímalesendur lært af eddu- kvæðunum? „Ég skilaði nýverið grein til norsks dagblaðs sem bar yfirskrift- ina „Eddukvæðin fyrir okkar tíma“. Þar benti ég á hversu mikið forspár- gildi kvæðin hafa, hvernig þau segja fyrir þær hamfarir sem dynja á heiminum í dag. Þetta á ekki bara við um sýnir völvunnar í Völuspá, því meðan ég vann að þýðingunni kom ég allt í einu auga á þema sem gengur í gegnum öll eddukvæðin. Lykilorðið hér er „gull“. Í samtím- anum getum við þýtt þetta orð sem t.d. olíu. Þetta snýst að minnsta kosti um hvernig gæði náttúrunnar verða græðginni að bráð, og það leiðir aftur til svika, drápa, styrjalda og eyðileggingar alls heimsins. Gull- ið, sem æsir léku sér upphaflega að í samstilltum friði, vekur þrá eftir eignarhaldi sem leiðir til þeirrar bölvunar sem fylgir gullinu einnig gegnum hetjukvæðin þar sem við hittum fyrir sögulegar persónur frá tímum þegar Evrópa var vígvöllur blóðugra bardaga milli þjóðarbrota og trúarflokka sem leiddu af sér þúsundir flóttamanna. Þjóðflutning- arnir, sem hetjukvæðin færa endur- óm af, minna ótrúlega mikið á sam- tímann. Í dag ráðum við yfir gereyðingarvopnum og tæknikunn- áttu sem í samblandi við rányrkju náttúrunnar getur leitt til ragna- raka. Drifkrafturinn núna er sá sami og áður, þ.e. þrá eftir auði, græðgi, skortur á samkennd og umhyggju fyrir bæði manneskjum og umhverfi okkar.“ Orti kona Völuspá? Þegar við ræddum saman fyrir ári varstu staddur í miðjum hetjukvæð- unum. Var eitthvað sem kom þér á óvart í glímu þinni við þau? „Það verður sífellt augljósara hvernig eddukvæðin urðu til á tím- um þegar mestöll Evrópa var krist- in. Áður fyrr fannst mér eins og kvæðin væru „hrein“ miðlun á heimsmynd ásatrúarfólks, en hef gert mér betur grein fyrir því hversu sterk kristnu áhrifin voru á þau. Við megum ekki gleyma því að þegar höfuðritið Konungsbók var ritað, í kringum 1270, hafði margt vafalítið breyst í hinni munnlegu frásögn – en elstu kvæðin á þeim tíma voru sennilega um 400 ára gömul – og að þeir sem höfðu kunn- áttu til að skrifa latínu á skinnblöð voru yfirleitt kirkjunnar menn. Við eigum þannig munkunum mikið að þakka. Það er erfitt að benda ná- kvæmlega á hvað er kristið og hvað „heiðið“ í eddukvæðunum, en það vekur óneitanlega eftirtekt hversu mikil líkindi eru milli Völuspár og kristinna opinberunartexta á borð við Oracula Sibyllina, apókrýft-rit frá upphafsárum kristninnar sem fljótlega var þýtt á latínu og hafði mikil áhrif á kristna íbúa Evrópu þegar á tímum þjóðflutninganna. Ég stóð í þeirri meiningu að hetjukvæðin væru afar karllæg þar til ég fór að rannsaka t.d. Guðrúnar- kvæðin í þaula. Þar fann ég fjölmörg dæmi þess að persónurnar búa yfir innra lífi, já og einnig kvæði þar sem konur eru í aðalhlutverki. Ég er mjög hrifinn af Oddrúnargráti þar sem kvenlæga sjónarhornið er skýr- ast meðal eddukvæðanna. Þar heyr- um við hvernig hetjudáðir karla eru á kostnað hamingju kvenna. Sögu- svið kvæðisins um óhamingju Odd- rúnar er einnig afar óvenjulegt, því sagan er sögð við þær aðstæður að verið er að fæða barn og aðeins kon- ur eru viðstaddar. Ég hef átt erfitt með að þýða fjöldann allan af viðbjóðslegum orð- um og orðatiltækjum um samkyn- hneigða, en valdi engu að síður að finna sambærilega niðrandi orð á nútíma norsku. Ég hefði getað valið mildari orð í útfærslu minni, en hefði þá svikið það sem ég lofaði sjálfum mér – að miðla kvæðunum eins vel og hægt væri á nútíma norsku og eins nálægt upprunalegri merkingu. Við getum því miður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að fyrr á tímum var það litið svo alvarlegum augum að vera sakaður um samkyn- hneigð að slíkt gat leitt til illinda og drápa. Heimur fer sem betur fer batnandi á sumum sviðum!“ Áttu þér uppáhalds-eddukvæði? „Það er ekki sérlega frumlegt, en í mínum huga er Völuspá einstök, það helgast af mælskulistinni, myndmálinu og hinni ótrúlegu sýn á sköpun heimsins og endalok – en gefið er fyrirheit um nýtt upphaf á jörðinni. Reyndar sannfærði Vigdís Finnbogadóttir mig um að það er alls ekki ósennilegt að þessi perla meðal eddukvæðanna hafi verið sköpuð af konu.“ Loksins frjáls á ný Hvað var vandasamast og hvað skemmtilegast í þýðingarferlinu? „Það eru mörg orð og orðatiltæki sem túlka má með ólíkum hætti, margt var því vandasamt í vinnunni. Ég valdi yfirleitt að fylgja túlkunum Jónasar Kristjánssonar og Vésteins Ólasonar eins og hún birtist í Ís- lenzkum fornritum. Það var líka vandasamt að endurskapa kvæða- formin með réttu rími og hrynjandi á nútíma norsku. En ég vona að mér hafi tekist ætlunarverkið. Það sem gleður mig mest, er öll sú þekking sem ég hef öðlast gegnum vinnuna. Ekki bara þekking á mannsýn og heimsmynd víkingatím- ans, heldur einnig sú kunnátta sem ég hef tileinkað mér sjálfur sem nú- tíma ljóðskáld – nokkuð sem ég vona að ég geti nýtt í eigin ljóðum í fram- tíðinni. Það hefur verið góður skóli að nema forna bragfræði eins og hún birtist í Snorra-Eddu eftir Snorra Sturluson, því ritið má lesa sem kennslubók í ljóðlist.“ Hvaða verkefni bíða þín? „Þegar lokabindið verður komið út mun ég á næstunni verja tíma mínum í að kynna heildarútgáfuna á ýmsum uppákomum víðs vegar um Noreg. Ég hef þegið fjölda boða frá útlöndum í tengslum við útgáfu eig- in ljóða m.a. í Kína – þar sem ljóða- safn mitt er væntanlegt síðar á þessu ári. Og síðan verð ég loksins frjálst ljóðskáld á ný!“ segir Knut að lokum. ’Ég vona að mér hafimeð þessu verkefnitekist að tjá þakklæti mitt ígarð Íslands og Íslendinga sem tekið hafa mér opnum örmum, en ég hef búið á Íslandi í 35 ár eða jafn- lengi og ég bjó í Noregi. „Ég hlakka til að snúa mér aftur að mínum eigin textum.“ Morgunblaðið/Eggert 17.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.