Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 27
Nostrað er við hvern krók og kima á heimilinu. Hráar, steyptar hillur með skemmtilegum smáhlutum koma vel út í forstofunni. Bekkinn við snyrtiborðið smíðaði faðir Vingu. Myndirnar á veggjunum eru hengdar upp með svörtu límbandi sem gefur örlítið rokkað og hrátt yfirbragð. ’ Þægindi set ég ofarlega þegar kem-ur að innréttingu heimilisins, ekkisanka að sér of mörgum hlutum ogfylgja sinni eigin sannfæringu.“ Vigdís Ingibjörg, sem kölluð er Vinga, segir stílinn áheimilinu hráan en hlýlegan á sama tíma.„Þægindi set ég ofarlega þegar kemur að innrétt- ingu heimilisins, ekki sanka að sér of mörgum hlutum og fylgja sinni eigin sannfæringu,“ útskýrir Vinga sem sækir mikinn innblástur í náttúruna. „Svo elska ég Instagram og kaupi mér einstaka sinnum eitthvert freistandi tímarit.“ Vinga er sjálf með skemmtilegt Instagram undir nafninu @vingap þar sem hún birtir fallegar myndir. Aðspurð hvar parið kaupi helst inn á heimilið segist Vinga hafa mjög gaman af því að kíkja í allskyns búðir hérna heima og fá hugmyndir og innblástur „Góði hirðirinn klikkar aldrei. Ég vinn nánast við hliðina á Blómavali svo ég er líka fastagestur þar. Svo versla ég líka aðeins á netinu, til dæmis á eBay og Etsy. Ég á ömmu sem býr rétt hjá mér og stundum þegar mig langar í eitthvað nýtt á heimilið labba ég yfir til hennar og ,,versla“ hjá henni. Hún á svo svakalega mikið af skemmtilegum og fallegum hlutum bæði sem hún hefur keypt og gert sjálf og er alltaf til í að leyfa mér að taka eitthvað með mér heim sem mér líst vel á.“ Eldhúsið er í miklu uppáhaldi hjá Vingu. Sjálf valdi hún innréttingar, gólfefni og flísar á heimilið. „Ég er svo ótrúlega ánægð með eldhúsið og auk þess finnst mér afskaplega gam- an að elda og baka.“ Aðspurð hvort eitthvað sé á óskalistanum inn á heimilið svarar Vinga;„ Það er nóg á óskalistanum. Ljósmynd eftir RAX-a á vegginn, nýtt sófaborð, grill og hangandi stóll í garðinn. Já og svört hnífapör – mér finnst þau svo svöl.“ Svefnherbergið er hlýlegt og notalegt. Vegglampana fékk parið í Bauhaus en ljósmyndin er frá Etsy. Vinga er sérstaklega hrifin af ljósakrónunni með skrautperu sem hangir yfir borðstofuborðinu. Það er keypt í versluninni Rökkurrós. 17.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 * Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar og gildir til 29. apríl 2016 CLEVELAND Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljós- grátt slitsterkt áklæði. Stærð: 308 × 140/203 × 81 cm 153.218 kr. 189.990 kr. CLEVELAND Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm 96.766 kr. 119.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.