Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 16
bræðranna segir allt sem segja þarf. Þrír strákanna áttu sér þann draum heima í Sýrlandi að æfa karate. Höfðu horft á Karate kid í bíó og Bruce Lee. „Þeir fengu ekki tæki- færi til þess í Líbanon en glöddust mjög þegar stuðningsfjölskyldan sagði þeim frá æfing- unum hér,“ segir faðir strákanna. Duglegir, áhugasamir og skemmtilegir, er einkunnin sem þeir fá hjá þjálfaranum. Mikið að gera Fjölskyldan hefur haft nóg fyrir stafni frá fyrsta degi. Rauði krossinn og starfsmenn Ak- ureyrarbæjar aðstoðuðu hana mikið og „alltaf er eitthvað í gangi með stuðningsfjölskyld- unni,“ segir Joumaa. „Það er eiginlega aldrei frí!“ segir hann og skellihlær. Það fólk fer reglulega með Naser-fólkinu til að kaupa í matinn, hóparnir hafa farið saman á kaffihús, á veitingastað, á tónleika, á Amtsbókasafnið og svo mætti áfram telja. „Um síðustu helgi fórum við út í sveit og skoðuðum meðal annars fjós. Svo kemur fjölskyldan hingað í heimsókn til að athuga hvort ekki sé allt í lagi.“ Ekki leynir sér að allt er í himnalagi á heim- ilinu, en í Sýrlandi eru enn hörð átök og erfitt að vita af ættingjum og vinum þar. „Það er erfitt að fylgjast með úr fjarlægð og ólýsan- lega sorglegt. Ég græt mjög oft vegna þess hvernig komið er og við hvað fólkið okkar þarf að búa. Við höfum misst ættingja og vini; jafn- vel allt að 100 manns úr stórfjölskyldum okk- ar hjónanna að því er talið er,“ segir Joumaa. Einn bræðra hans komst einnig úr landi en faðir hans og nokkur systkini eru enn heima í Sýrlandi. Móðir hans lést fyrir nokkrum ár- um. „Sýrland er heimalandið og við söknum þess auðvitað en erum sem betur fer í sam- bandi við fjölskylduna á hverjum einasta degi, í gegnum síma eða Skype.“ Fólkið þeirra býr rétt utan við Damaskus, þar sem hættan er stöðug eins og hvarvetna í landinu. „Öruggur staður er ekki til í Sýrlandi í augnablikinu,“ segir Joumaa. Hann missti þrjú systkini í stríðinu og fyrir fáeinum dög- um sprakk sprengja skammt frá heimili fjöl- skyldunnar. „Ég get ekki gert neitt nema biðja fyrir fólkinu mínu,“ segir hann og dregur ekki dul á hve gríðarleg ánægja felst í því að vera kom- inn í öruggt skjól. „Það er bókstaflega eins og að öðlast nýtt líf.“ Joumana og Joumaa segjast sjá mikinn mun á drengjunum sínum eftir að fjölskyldan kom til Íslands. „Hizbollah er eins og mafía. Strákarnir sögðu okkur frá því að stundum komu menn úr samtökunum og léku sér að því að skjóta á Sýrlendingana með rafbyssum. Jafnaldrar þeirra voru stundum með alvöru byssur, sem er með ólíkindum. Hér eru strákarnir ólýs- anlega hamingjusamir, sem er mikil breyt- ing,“ segir faðirinn. „Þeir brosa, sofa vel, borða vel og finnst æð- islegt að vera komnir í skóla, eru við góða heilsu og geta stundað íþróttir, sem er þeim mjög mikils virði,“ segir móðirin. „Það skiptir mig miklu máli að þeir fái tækifæri til að læra eitthvað, sem stóð þeim ekki til boða í Líban- on. Ég er ekki hrædd um þá eins og ég var á hverjum degi þar. Það er alveg dásamlegt að sjá börnin sín blómstra svona á nýjan leik.“ Áður en stríðið í Sýrlandi braust út var líf fjölskyldunnar yndislegt, segir Joumana. „Við höfðum það gott og vorum mjög ham- ingjusöm, en þegar stríðið hófst 2011 fór allt hratt á verri veg. Það var hræðilegt að upplifa stríð og erfitt að útskýra hvernig mér leið; ég finn ekki réttu orðin til að lýsa því.“ Fjölskyldan flutti sig fyrst í stað um set inn- an Sýrlands en hún segir ekki hafa verið hægt að bjóða börnunum frekar en öðrum upp á að lifa við eilífar ferðir herflugvéla yfir hverfinu og sprengjuárásir. „Það er ekkert líf svo við urðum að fara.“ Mohamad, sem er 15 ára, var aðeins tíu ára þegar óöldin heima fyrir hófst. „Ég man vel eftir því,“ segir hann. „Daglegt líf breyttist mikið. Áður fórum við í skólann, vorum með fjölskyldunni og lékum við aðra krakka; lífið var bara eins og það á að vera. Við hættum að fara í skólann, herflugvélar voru sífellt á lofti og skotið var á hvað sem var. Ég skildi vel hvað var í gangi og var mjög oft hræddur en yfirleitt var ekkert annað hægt að gera en fela sig. Þess vegna er svo gott að vera komin hingað og geta byrjað upp á nýtt.“ „Hræðilegt að sjá fólk deyja“ Mjad er árinu yngri. „Ég var oft hræddur eins og bróðir minn, þegar herflugvélarnir vörp- uðu sprengjum. Það var hræðilegt að sjá fólk deyja.“ Drengirnir eru sannarlega lífsreyndir en á þann hátt sem allir vilja forðast. Mörg tár féllu á sínum tíma og gera enn, þegar hugsað er til baka. Strákarnir tala jafn illa um tímann í Líban- on og foreldrarnir. „Það var auðvitað skárra vegna þess að þar voru ekki flugvélar að varpa sprengjum, en samt mjög erfitt. Maður var hræddur við að fara út vegna þess hve margir voru vopnaðir og hve fólkinu var illa við okkur,“ segir Amjad. Ástæður þess, hve Líbanir taka Sýrlend- ingum illa, eru eflaust margar. Það er auðvit- að ekkert grín fyrir tæplega sex milljón manna þjóð að taka við mörg hundruð þúsund flóttamönnum. Trúin skiptir líka miklu máli í þessu sambandi, þó frekar ætti í raun og veru að tala um pólitík, segir Joumaa. Liðlega helmingur Líbana er múslimar og er hlutfall sjía og súnnía nokkurn veginn jafnt. Í Sýrlandi eru súnníar hins vegar í mikl- um meirihluta – þar á meðal Joumaa, Joum- ana og synir þeirra, en forseti landsins, ill- mennið Bashar al-Assad, er alavíti og tengist Amjad með skólafélögum í Oddeyrarskóla. Hann bakaði snúðana sem eru fyrir framan hópinn. Mouhanad spreytir sig á karateæfingu. Mouhanad með bekkjarfélögunum. Hinir krakkarnir æfa sig fyrir upplestrarkeppni daginn eftir. Ahmad, elsti sonurinn, í fótboltaleiknum. Joumaa við vinnu í íþróttahúsi Naustaskóla. Naser-hjónin heima í Norðurgötu. Yngsti sonurinn í fjölskyldunni, Majd, hafði ekki síður gaman af boltaleiknum en þeir eldri. NÝTT LÍF Í NÝJUM HEIMKYNNUM 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.