Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 43
baki. Skattyfirvöld vor hafa sýnt framsýni og útsjón- arsemi. Þau færa sjálf allar tölur Jóns og Siggu í rétta dálka og skötuhjúin renna yfir þetta og smella svo á réttan takka á tölvunni. Hvað sem allri bankaleynd líður eru þau Sigga og Jón sátt við að bankinn og skatturinn séu í góðu sambandi. Þeir sem eiga þessi ánægjulegu skipti við skattinn sinn eru örugglega í góðum málum. Þeir eru hvorki sekir um skattsvik né skattasniðgöngu. Æ, æ! Rangt farið með Þarna varð bréfritara á í messunni. Það á nefnilega ekki við að hafa orðið „sekur“ framan við bæði þessi orð. Ástæða mistakanna kann að vera sú að sumir þeirra sem fjalla um þessi tvö hugtök að gera lítinn mun á þeim. Á heimsmálinu ensku er talað um „tax evation“ og „tax avoidance“. Það fyrra fjallar um skattsvik og hið síðara um skattasniðgöngu. Í skýringu á síðara orðinu segir þó, að átt sé við „löglega aðferð til að takmarka fjárhagslega stöðu einstaklings í þeim til- gangi að lækka það hlutfall af tekjum sem skattur leggst á. (The legal methods to modify an individu- al’s financial situation in order to lower the amount of income-tax owed.) Það er því óheiðarlegt að leggja þetta tvennt að jöfnu. Í skattalögum hafa löngum verið heimildir til að draga útgjöld, sem menn sanna með reikningum, frá tekjum. Úr slíku hefur þó dregið. Þannig fengu þingmenn svokallaðar starfskostnaðargreiðslur og fá kannski enn. Skili þeir reikningum fyrir kostnaði, sem þingið viðurkennir, greiða þeir ekki skatta af þessari greiðslu. Bréfritari þáði á sínum tíma slíkar greiðslur, en skilaði aldrei reikningum á móti þeim og greiddi því skatt í hæsta þrepi af þessum tekjum. Hann var ekkert heiðarlegri en þeir þingmenn sem lögðu fram reikninga og lækkuðu þannig skattinn. Sú „skattasniðganga“ var eðlilegur hluti af fyr- irkomulaginu. Fyrir fáeinum dögum kynnti fjármálaráðherra frumvarp til laga um að fyrirtæki sem réðu til sín er- lenda sérfræðinga gætu boðið þeim, að í þrjú ár yrði tekjuskattur ekki greiddur af fjórðungi launa þeirra. Þarna var boðið upp á „skattasniðgöngu“ og staða útlendra þar með styrkt gagnvart innlendum sér- fræðingum. Skattasniðganga getur verið af ýmsum toga. Stundum er hún beinlínis í boði yfirvalda. En hitt er einnig þekkt að skattalög hafi ekki verið nægjanlega vel hugsuð eða orðuð. Flinkir menn hafa því fundið „glufu“ og nýtt sér hana. Það er ekkert að því. Skattayfirvöld verða að sæta því, að stjórnarskráin ákveður að skatta megi ekki setja á nema með lög- um. Það væri varasamt að hafa ekki slíkar skorður í stjórnarskrá. Eigi skattasniðganga einvörðungu rót í lélegum skattatexta kemur auðvitað til álita að styrkja hann. Í hendi þings En vilji löggjafinn ná fram ákveðnum markmiðum með opnun á „skattasniðgöngu“ við tilteknar að- stæður er það ekki skattyfirvalda að skipta sér af því. Þau hafa ekki skoðun á því, hvort skattar séu hærri eða lægri. Það er stjórnmálaleg ákvörðun. Bréfritari getur haft þá skoðun að eftirsóknarvert sé að hafa skattkerfið einfalt og auðskilið. En það er ekki hans eða skattyfirvalda að ráða því. Þeir sem fara með stjórnmálalegt umboð þjóðarinnar eiga síð- asta orðið um það. En þótt æðstu yfirvöld skattamála eigi þannig að vera hlutlaus um það, hvort mikið eða lítið sé skatt- lagt, geta þau í hjarta sínu og heila haft skoðun á því. Rökin sem við þær aðstæður ættu að hafa mest áhrif á skattheimtumenn hverfast öll um hófsemi. Því það er þekkt í mannheimi að lög sem ganga gegn þjóðarvilja halda verr en önnur lög. Dæmin sýna einnig að sanngjörn skattlagning minnkar hvata til undanskota. Á síðasta kjörtímabili hækkaði þáverandi rík- isstjórn skatta eitt hundrað sinnum. Það gerði hún jafnan með sama kæk á vörunum: „Það varð hér hrun.“ En allir vissu þó, að þau öfl hafa ætíð haft það sem stefnumál að hækka skatta. Það þurfti ekkert hrun til. Það hefur óneitanlega vakið eftirtekt hve stjórnin sem tók við sýndi lítinn áhuga á því að hverfa frá skattastefnu Steingríms og Jóhönnu. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að stytta eigið kjör- tímabil, sennilega til að verðlauna stjórnarandstöð- una fyrir málefnalega framgöngu í þinginu, og hefur því ekki lengur nein tök á því, að sýna breyttar áherslur í skattamálum. Vísbending um stefnubeytingu hefði þó ekki sakað. Morgunblaðið/Árni Sæberg 17.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.