Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Qupperneq 30
Í Grindavík er margt fleira en fiskvinnsluren þar má nú finna kaffihúsið Hjá Höllusem slegið hefur í gegn hjá bæjarbúum og gestum, bæði innlendum og erlendum. Þar er boðið upp á fjölbreyttan matseðil þar sem áherslan er á hollustu. Draumurinn um kaffihús Halla María Svansdóttir hefur alltaf haft áhuga á mat og matargerð og hóf að gera tilraunir í eldhúsinu heima fyrir fjórum ár- um. „Ég sendi út tíu matarpoka til fólks sem ég valdi og síðan hefur boltinn rúllað. Þetta átti fyrst bara að vera hér innanbæjar en hefur nú teygt sig til Keflavíkur,“ segir Halla sem er nú með níu manns í fullri vinnu. „Það var alltaf draumurinn að vera með lítið kaffihús,“ segir hún en dreymdi aldrei um að reka það fyrirtæki sem Hjá Höllu er orðið í dag. Mikill mataráhugi alla tíð Halla segir að mataráhuginn hafi alltaf verið til staðar. „Amma var mikið í eldhúsinu og mamma, og allir voru alltaf ofan í pottunum. Við förum mikið út að borða og mitt helsta lesefni eru uppskriftir. Mér hefur fundist vanta gott kaffihús í Grindavík. En svo fór þetta líka út í fyrirtækjaþjónustu og við sendum út 150-200 matarskammta fyrir há- degi á hverjum virkum degi,“ segir Halla en kaffihúsið er nú opið frá 8-17 á virkum dög- um. Halla er nýbyrjuð að hafa opið um helg- ar. Kaffihúsið gengur vel og hyggst Halla reyna að hafa opið á kvöldin í framtíðinni. Bæði bæjarbúar og erlendir ferðamenn sækja kaffihúsið og segir Halla ferðamenn duglega að setja inn hrós á Tripadvisor. Hollusta í fyrirrúmi Halla segir að súpurnar hennar séu vinsæl- astar og gefur lesendum uppskrift að fiski- súpunni sem er sérlega gómsæt. Brauðið hennar Höllu fer vel með súpunni en það er bakað daglega. Að auki er boðið upp á hvers kyns rétti; samlokur, vefjur, salöt, kjúkling og búst drykki svo eitthvað sé nefnt. Bæði er hægt að borða á staðnum og taka með sér heim eða í vinnuna. Halla vinnur allan mat frá grunni og kaupir ferskar afurðir. „Við kaupum lífrænt og vistvænt eins og hægt er og leggjum áherslu á hollustu,“ segir Halla. Það er nóg að gera hjá Höllu og starfs- fólkinu hennar en unnið er frá sex á morgn- ana. „Við byrjum hér fimm manns klukkan sex á morgnana og ég kem aldrei heim fyrr en sex á daginn. Aldrei.“ Hollara hjá Höllu ’ Amma var mikið í eldhúsinuog mamma, og allir vorualltaf ofan í pottunum. Við för-um mikið út að borða og mitt helsta lesefni er uppskriftir. Grindvíkingurinn Halla María Svansdóttir byrjaði smátt í eldhúsinu heima hjá sér fyrir fjórum árum. Nú rekur hún fyrirtæki sem fæðir hátt í tvö hundruð manns á dag. Ný- lega opnaði hún kaffihús sem dregur að sér Grindvíkinga og aðra gesti en Halla leggur áherslu á hollan og bragðgóðan mat. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Hjá Höllu 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 MATUR 600 g fínt spelt 12 g ger 1 msk himalaya salt 500 g vatn 3-4 msk fetaostur í olíu Hrærið þar til allt er bland- að vel saman og látið standa í 1-2 tíma, setjið svo í 24 cm kökuform. Bætið þá 3-4 msk af fetaosti ofan á með olíunni. Setjið í ofn á 200°C blást- ur í 40-45 mín. Gæti þurft að lækka í 180°C síðustu 5- 10 mín því ofnar eru mis- jafnir. Brauð með fetaosti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.