Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 H ún er strax ánægð að fá okkur, nýtt fólk, í búðina til sín, hún Salima Aizhanova sem rekur verslun í þorpinu Kokpekty í Austur-Kazakstan. Kazakstan er níunda stærsta land veraldar, stærri en öll Vestur-Evrópa samanlagt. Aust- ur-Kazakhstan er eitt 14 svæða sem landinu er skipt upp í, en svæðið er nærri tvisvar sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Tilgangur ferð- arinnar var reyndar ekki bara að fylgjast með fjölbreyttu mannlífi og skrásetja það heldur að hafa eftirlit með þingkosningum sem fram fóru í landinu í mars. Salima reynir umsvifalaust að selja mér hugmyndina um að setjast að í þorpinu. Þarna hafi hún sjálf búið alla tíð og líði vel. Í versluninni kennir ýmissa grasa. Gúmmí- stígvél blasa við í röðum þegar inn er komið. Enda algengasti skófatnaður bæjarbúa. Að- eins hluti gatnanna í þessum litlu þorpum er lagður malbiki. Minni götur eru eitt moldar- svað og þaktar pollum á þessum árstíma og því vissara að vera vandlega búin til fótanna. Í bænum Kokpekty búa víst nærri sex þús- und manns. Við heimsækjum líka nokkra ná- grannabæi þar sem búa allt niður í 2-300 manns á hverjum stað. Íbúarnir eiga það sam- eiginlegt að vera ákaflega stoltir af landi sínu og sveitinni sem þeir búa í. Flestir eru aldir upp þarna og hafa aldrei séð neina ástæðu til eða ekki haft tækifæri á að fara neitt. Atvinnu- leysi er talsvert en fólkið ber sig vel og er svo- sem vant því að bjarga sér. Þorpsbúar vilja mikið úrval Salima keypti verslunina Aruzhan fyrir rúmum 20 árum og hefur staðið vaktina síðan. Eftir að Sovétríkin liðu undir lok og Kazakstan varð lýðveldi gat fólk eignast fyrirtæki. Salima ákvað að hefja eigin verslunarrekstur. Ísskápar og frystikistur eru áberandi í versluninni auk smærri heimilistækja. Í fyrstu var hún aðeins með heimilistæki en nú segir hún að þorpsbúar vilji meira úrval, ekki sé hægt að reka verslun bara með þessar dýrari og stærri vörur. Nú selji hún í bland matvöru, sjónvörp, ísskápa, minni heimilistæki, stígvél og ýmislegt fleira sem íbúa þorpsins gæti van- hagað um. Hún á líka til sófa og meira að segja eldhúsinnréttingar. „Ég seldi ísskáp í morg- un,“ upplýsir hún okkur um þegar ég spyr hvernig viðskiptin gangi. Verslunin er ekki nema á að giska 50 fer- metrar. Á undraverðan máta kemst fyrir ótrú- legt magn af vörum þarna inni. Ég ákveð að spyrja ekkert út í uppröðun og framsetningu, það skiptir einhvern veginn ekki máli þarna inni. Ef þig vantar ísskáp þá er hann til. Ryk- sugur, brauðristar og ýmislegt matarkyns er sömuleiðis vel sýnilegt. Ekki virðist vera talin nein sérstök ástæða til að stilla þessu mjög ná- kvæmlega upp eða raða á neinn ákveðinn hátt. Kannski er það líka bara hégómi. Amma ræður öllu Salima er gift og á einn son og tvo sonarsyni. Þar sem þetta er eini sonur hennar búa þau saman í húsi, hún og maðurinn hennar og son- urinn, konan hans og synirnir tveir. Túlkurinn sem er með í för, Saule Shingaliva, segir þetta algengt fyrirkomulag í Kazakhstan. Eigin- maður hennar er, líkt og sonur Salimu, eina barn móður sinnar og þess vegna er talið eðli- legt – og reyndar allt að því nauðsynlegt – að tengdamamman búi hjá þeim. Túlkurinn og eiginmaður hennar eiga 7 ára dóttur og þau búa í íbúð með einu herbergi. Tengdamamman og dóttirin deila herberginu en þau hjónin sofa í stofunni. Í Kazakstan eru ömmur valdamiklar á heim- ilunum. Túlkurinn segir til dæmis frá því að hún og maður hennar hafi haft hug á að flytjast í aðra borg af atvinnuástæðum, en þau búa nú í stærstu borg Austur-Kazakstan, Oskemen. Flutninga taki tengdamamma hins vegar ekki í mál. Þar við situr. Fjölskyldan mun halda sig þar sem amma vill vera, engum dettur í hug að mæla mót hennar vilja. Ég fer ekkert útí það að spyrja Salimu um herbergjaskipan á hennar heimili eða ræða um valdamiklar ömmur. En húsin í þorpinu eru „Höfum allt sem við þurfum“ Í bænum Kokpekty í Austur-Kazakstan eru nútíma þægindi á borð við vatnsklósett ekki sjálfsögð en þó virðast allir eiga snjallsíma og flatskjáir seljast ágætlega í „kaupfélaginu“ á staðnum. Verslunareigandinn Salima segir íbúa vilja geta keypt allt á einum stað og hún selji því allt frá eggjum upp í ísskápa. Texti og myndir: Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Að nota talnagrind komst upp í vana á sovéttímanum og verslunareigandanum Salimu finnst það bara fljótlegra en reiknivélin. Bílaflotinn í Kasakstan er nokkuð ólíkur því sem við eigum að venjast hér á landi. Ladan lifir góðu lífi á þessum slóðum og „rússajeppinn“ líka. Þeir örfáu lögreglu- bílar sem urðu á vegi mínum í ferðinni voru af gerðinni Lada Sport og sjúkrabíl- ar voru rússajeppar. Áberandi munur er á bílaflota í þétt- býli og dreifbýli. Ladan var langalgengasti bíllinn í litlu þorpunum en í höfuðborg- inni Astana mátti víða sjá bíla úr talsvert öðrum verðflokki. Fyrir utan verslunar- miðstöðvar í borginni er algengt að sjá heilu raðirnar af Land Cruiser-jeppum og Lexus-bílum. Yfirleitt eru þá bílstjórar í bílunum sem halda bílunum heitum meðan bíleigendurnir versla. Lada Sport hefur lítið breyst. Ladan lifir! Rússajeppar eru gjarnan nýttir til að flytja vörur. Bílar af gerðinni Lada voru 89% af öllum bílum sem seldir voru í Kasakstan á síðasta ári í verð- flokki undir sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.