Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 VETTVANGUR Ásmundur Einar Daðason,þingflokksformaður Fram-sóknarflokksins, minnti okkur á það í vikunni að fyrirhuguð sala á Jökulsárlóni verðskuldaði þjóðarathygli. Jökulsárlón ætti að vera í þjóðareigu enda eitt vinsæl- asta djásnið sem þjóðin skartaði. Sala á Jökulsárlóni, hugsanlega út fyrir landsteinana, væri glapræði og í því samhengi benti Ásmundur Einar réttilega á að „ekkert mál ætti að vera stærra næstu vik- urnar“. Nú lægi mikið við „að fólk úr öllum áttum taki höndum saman! Stjórnvöld verða einfaldlega að leita allra mögulegra leiða til að koma í veg fyrir að þetta gangi í gegn“. Steinunn Þóra Árnadóttir, þing- kona VG, hefur einnig brugðist við og lagt fram fyrirspurn á þingi um framhald þessa máls. Og viti menn, Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- ráðherra bættist í hópinn undir vikulokin og vill kanna áhuga á kaupum ríkisins og að Jökulsárlón verði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Það voru góðar fréttir! Þessi viðhorf eru hluti af vakningaröldu sem risið hefur í þjóðfélaginu og minnir um margt á áskorun fjölda Íslendinga, bæði ut- an flokka og úr flokkaflórunni allri, svo og öllum kimum atvinnulífs, meninngar og lista, fyrir nokkrum misserum, um að ríkið festi kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Ástæðan var sú að útlendur milljarðamær- ingur vildi eignast þá miklu jörð. Hún ætti hins vegar að vera hlekk- ur í eignarhaldskeðju í þjóðareign sem umlykur öræfi Íslands. Það var alla vega mat þeirra sem beindu því til stjórnvalda að ríkið festi kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Enn er verið að hugsa málið í Stjórnarráðinu. Ekki er öll von úti að sú hugsun leiði til jákvæðrar niðurstöðu. En skiptir máli hvort eignar- haldið er útlent eða innlent? Flokk- ast slíkar vangaveltur ef til vill und- ir illa þjóðrembu? Ef svo er skal ég gangast við henni. Í mínum huga er þetta þó ekki meiri þjóðremba en sú sem birtist í heiti Grænlands á grænlensku, Kalaallit Numat. Það mun þýða land þjóðarinnar sem landið byggir. Þessi tenging á milli lands og samfélags er umhugsunar- verð. Ekki síst fyrir okkur sem nú stöndum frammi fyrir því að ákveða hvort við ætlum að heimila að eign- arhald á landi og þar með auðæfum sem landinu tilheyra, sé selt út fyr- ir landsteinana. Kannski væri ráð að endurskíra Ísland og kalla það land íslensku þjóðarinnar, þess fólks sem Ísland byggir? Jafnvel þótt við endurskírðum ekki Ísland gæti þetta orðið ágætt vinnuheiti; að við hugsuðum gjörðir okkar og ákvarðanir með þessa hugsun að leiðarljósi. Við skulum ekki gleyma því að samkvæmt verstu lagabreytingu Ís- landssögunnar, sem gerð var undir aldamótin, er búið að tvinna saman eignarhald á landi og þeim jarð- efnum sem þar er að finna og þá einnig vatninu. Lágmark er að eignarhald á auðæfum landsins sé varðveitt innan landsteina og okkur öllum sýnilegt og handfast. Annars þarf ekki að hafa um þetta óskaplega mörg orð. Við skilj- um það öll að Herðubreiðarlindir eigum við að eiga saman, Gullfoss og Geysi, Þingvelli og að sjálfsögðu einnig Jökulsárlón. Erum við ekki sammála um það? Jökulsárlón er ekki flokkspólitískt ’Við skulum ekki gleyma því að samkvæmt verstulagabreytingu Íslandssögunnar, sem gerð varundir aldamótin, er búið að tvinna saman eignar-hald á landi og þeim jarðefnum sem þar er að finna og þá einnig vatninu. Lágmark er að eignarhald á auðæfum landsins sé varðveitt innan landsteina og okkur öllum sýnilegt og handfast. Morgunblaðið/Ómar Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Heilsan er eitt af því sem ritað er um á samfélagsmiðlum. Margir segja til dæmis frá því þegar þeir fara út að hlaupa eða fara í ræktina. Ragga Nagli skrifar reglulega inn á síðu sína á Facebook hvetj- andi pistla um lík- amsrækt og mataræði. Í vikunni skrifaði hún um hvernig hún á yngri árum trúði greinum um matarkúra og óæski- leg matvæli: „Þessi boð og bönn, reglur og refsingar leiddu til van- þurftar, spennu og frústrasjónar í skrokk og sinni. Að lokum sprakk limmið og ólympísk átköst á Rich- ter skala fylgdu í kjölfarið. En gleðin var Þórðar, því sektarkenndin mætti í sparidressinu og sturtaði sjálfinu niður í tojlettið. Til að bæta upp fyrir bílífið og friða samvisku- bitið voru skaðastjórnunar- aðgerðir með ómanneskjulegu magni af þolæfingum og horaðir einhæfir snæðingar það eina sem rann niður ginið. En bannlistinn hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár, og inniheldur nú eftirfarandi atriði: samviskubit, niðurrif, einhæfni, reglur, refsingar, boð, bönn, ójafn- vægi, sektarkennd. Að fara eftir þessum lista hefur fært Naglanum stjórn, hamingju, jafnvægi og gleði í heilsulífið þar sem allt er leyfilegt innan skynsam- legra marka og átköst heyra forn- sögunum til. Boð og bönn og regl- ur og refsingar geta aldrei orðið að heilsusamlegum lífsstíl. Finndu þinn eigin takt og hvað virkar fyrir þig og þinn líkama.“ Sólveig Sigurðardóttir er líka talsmaður öfga- leysis í þessum málum en hún skrifar inn á Lífs- stíll Sólveigar á Fa- cebook. Hún skrifaði um mikil- vægi góðrar heilsu í vikunni. „Og í dag hristi ég bara hausinn yfir því hvernig ég fór með sjálfa mig. En við erum svo ódauðleg.... Og ekk- ert slæmt kemur fyrir okkur. Ætl- um alveg að borða hollt og hreyfa okkur. Sofa vel og minnka álag. Skreppa í jóga og græja þetta allt. Bara seinna þegar að tíminn er réttur. En á meðan tikkar líkaminn á rauðu í langan tíma. Líkaminn get- ur gefið ansi marga sénsa áður en [hann] byrjar að klikka. Og mörg stöðvunarskilti brotin. Trúið mér hef verið þar alloft. Þetta þarf ekki að vera flókið. Einn dagur í einu,“ skrifaði hún m.a. Bragi Valdimar tók eins og aðrir eftir því að Facbook-notendur settu barnamyndir af sér í prófíl í til- efni Barnamenn- ingarhátíðar. „Þessar bévítans smákrakkamyndir á FB minna mig bara á öll lækin sem ég fór á mis við sem barn.“ Ásgeir H. Ingólfsson í Tékk- landi, landinu sem mun nú mögu- lega skipta um nafn veitti barna- myndunum líka eftirtekt. „Vaknaði í nýju landi. Tók ekki eftir miklum breytingum fyrr en ég fór á Facebook og sá að flest- ir íslensku vinir mínir höfðu elst afturábak um 20-30 ár.“ AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.