Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 12
FORSETAVAKTIN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 Andri Snær Magnason rithöf-undur tilkynnti formlegaframboð sitt til embættis forseta Íslands í Þjóðleikhúsinu á mánudaginn fyrir fullum sal af fólki og er byrjaður að funda út um land, fyrstur frambjóðenda eftir því sem næst verður komist. Andri hélt fund á Ísafirði í fyrra- dag og á Hótel KEA á Akureyri síð- degis í gær. Þar var margmenni. Andri sagðist mættur til að kynna áherslur sínar en ekki síður að hlusta á fólk. Land, þjóð, tunga Hann nefndi að tvær helstu fyrir- myndir hans í lífinu væru Guð- mundur Páll Ólafsson náttúrufræð- ingur og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Vitnaði Andri í ljóð Snorra Hjartarsonar, Land, þjóð og tunga, sem hefði verið í miklu uppáhaldi hjá Guðmundi Páli heitnum og hjá Vigdísi og kvaðst sjálfur hrífast af ljóðinu. Enda mað- ur náttúruverndar og tungu, jafnvel fyrst og fremst. Orðrómur hafði lengi verið á kreiki um að Andri Snær myndi taka slaginn og framboð hans kom því ekki á óvart. Annar, sem nýlega var nefndur í þessu sambandi, Guðni Th. Jóhann- esson, sagnfræðingur, gantaðist með það í samtali við Morgunblaðið að loknum fundinum í Þjóðleikhús- inu að hann hefði fengið lánaðan feldinn hjá Andra Snæ eftir að hann ákvað sig. Vinsælt er að þeir sem hugsa málið liggi undir feldi, eins og allir ættu að vita. Spurður hvenær hann mundi kunngera ákvörðun sína, svaraði Guðni á mánudaginn: „Það er svo margt sem þarf að huga að. Þetta er nú með stærri ákvörð- unum sem maður tekur, þannig að ég bið bara fólk að sýna smá bið- lund.“ Í gær tók hann ögn sterkar til orða í samtali við Hringbraut: „Ég tek ákvörðun í næstu viku. Gerist auðveldara. Ótrúlegur stuðningur úr öllum áttum.“ Andri Snær starfar sem rithöf- undur og hlaut m.a. Íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir barnabókina Sagan af bláa hnettinum árið 1999. Þá ritaði hann Draumalandið – Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð fyrir áratug, árið 2006. Fyrir fundinn á Hótel KEA í gær snar- aðist kona til frambjóðandans með eintak af bókinni og gekk á brott með bókina áritaða. Skemmtilegt! Andri Snær er 42 ára og búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans heitir Margrét Sjöfn Torp og eiga þau fjögur börn. Hann hefur verið vara- formaður Rithöfundasambands Ís- lands, hefur setið í stjórn Þjóðmenn- ingarhússins og átt sæti í stjórn Íslenskrar málnefndar og Þjóðleik- húsráði, auk þátttöku í ýmsum nátt- úruverndarsamtökum. „Lýðræði, náttúra og menning eru þær þrjár stoðir sem forseti Ís- lands þarf að gæta að,“ sagði Andri í í Þjóðleikhúsinu. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að umhverfismál væru og yrðu stærsta áskorun 21. aldar- innar. „Þjóðgarður á hálendi Íslands er ein af þeim hugmyndum sem við gætum látið verða að veruleika,“ sagði Andri Snær og var ákaft fagn- að. Frambjóðandinn sagði í samtali við mbl.is, fréttavef Morgunblaðsins, að loknum fundi að forseti Íslands ætti ekki að skipta sér af daglegri pólitík. Hann ætti hins vegar að leggja fram skýra sýn í stóru mál- unum. Kosið á milli leikja? Kosið verður til Alþingis eftir tvo og hálfan mánuð, laugardaginn 25. júní. Riðlakeppni Evróupmótsins í fót- bolta í Frakklandi verður þá lokið; síðasti leikur Íslands verður gegn Austurríkismönnum 22. júní og þjóð- in getur þá snúið sér alfarið að for- setakosningunum. Nema landsliðið kæmi á óvart en þá yrði ekki leikið á ný fyrr en í fyrsta lagi daginn eftir kosningarnar! Andri af stað, Guðni fékk feldinn Kosið verður til emb- ættis forseta Íslands eft- ir tvo og hálfan mánuð og fjör fer nú að færast í leikinn. Tíu hafa til- kynnt framboð, fleiri eru að hugsa málið. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Andri Snær Magnason, rithöfundur, bauð til fundar á Ísafirði í fyrradag og á Hótel KEA á Akureyri í gær. Þangað mætti fjölmenni og hlýddi á frambjóðandann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sturla H. Jónsson sagði fyrir löngu að hann hygðist bjóða sig fram til forseta í júní. Í vikunni gaf hann það formlega út. Í tilkynningu frá Sturlu kemur fram að hann hafi nú þegar safnað undirskriftum þriggja þúsunda meðmælenda. Sturla er fæddur í Reykjavík 4. nóvember 1966. Hann ólst upp í Breiðholti, gekk í Fella- skóla og hóf atvinnuþátttöku strax að loknu grunnskólaprófi. Hann hefur unnið við rafvirkj- un, verið á sjó og unnið við jarð- vinnu hjá verktökum. Hann hef- ur einnig starfað við járnsmíði, bifvélavirkjun, húsbyggingar og fleiri iðngreinar. Sturla er kvæntur Aldísi Ernu Helgadóttur og eiga þau þrjá syni, 16 til 26 ára. Í vikunni tilkynntu tveir þjóð- þekktir einstaklingar, sem sterklega höfðu verið orðaðir við framboð, að þeir færu ekki fram: Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og fv. alþingis- maður og Davíð Þór Jónsson prestur og fv. grínisti. Sturla var áberandi eftir bankahrunið. Hér mótmælir hann við Bessastaði. Morgunblaðið/Ómar ÖNNUR TÍÐINDI VIKUNNAR Sturla, Bryndís, Davíð 10 vikur TIL KOSNINGA STÓRAR STELPUR tískuvöruverslun Hverfisgötu 105 www.storarstelpur.is Munið bílastæði á bak við hús Við erum á facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.