Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 U mræður þær sem hæst bar síð- ustu vikurnar verða sífellt marklausari. Engu er líkara en að einhverjir sjái sér akk í því að firra þær. Hinn ramminn Sýni skoðun að fordæmd hegðun rúmist innan laga, þá er óðara teygt sig utar og ákvarðað að málið batni síst þótt löglegt sé. Það sé jafnvel verra en áður. Og þótt verknaður rúmist innan laga leiki enginn vafi á að hann sé fullkomlega siðlaus. Sú fullyrðing er meðfærilegri en hin, sem þarf stuðning af skrifuðum lögum eða dómsúrlausnum. Um lög er fjallað á vísindalegum forsendum. Lög- fræði er lögvernduð „iðngrein“ og stimpluð á efsta þrepi lærdómnum til staðfestingar. Það dugar ekki alltaf til, því að kandídatar þurfa viðbótarpróf vilji þeir stunda raunveruleg lögfræðistörf. En þótt óumdeilt sé, að lögfræðin sé vísind- indagrein, þá er hún ekki nákvæmnisvísindi. Hún lýtur mati. Rétt lögfræðileg niðurstaða, sem ekki tjóar að þrátta um lengur, kann að vera ákveðin af 4 góðum lögfræðingum á efsta palli. Ekki er þó útilokað að þrír jafngóðir júristar hallist að annarri skoðun og þeirri deili þrír spakvitringar á lægra dómstigi. En það breytir engu, því eftir leikreglunum þá liggur niðurstaða fyrir. Það er mikils virði fyrir gangverk þjóðfélagsins að til sé mörkuð leið að endanlegri niðurstöðu. Hvort sú niðurstaða er ætíð hin eina rétta er önnur saga. Kannski gæti guð einn sagt til um það, en verður ekki spurður. Þeir eru til sem telja að einn handahófsdómari í Mannréttindadómstól Evrópu, sem rökstyður ekki skoðun sína, sé einhverju nær um það en dómarar í Hæstarétti Íslands hver sé rétta niðurstaðan. Það er ekkert sem bendir til þess. En hér á landi, sem ann- ars staðar í lýðræðisríkjum, er byggt á því að úr- lausn æðsta réttar sé lokaskrefið í lagadeilum. Það má gjarna viðra skoðun á því, hvort dómstóllinn hafi hitt á hina réttu niðurstöðu. Þótt ekki verði úr því skorið má vera að vönduð umræða hafi sín áhrif í framtíðinni. Leiðarljós varða för Í næstum öld hafa margvísleg álitaefni ratað á vog- arskálar íslenskrar réttlætisgyðju og það auðveldar mat á því, hvað telst löglegt og hvað ekki. Flestir fordæma löglausa hegðun. En þó veita „allir“ sjálf- um sér nokkurt svigrúm gagnvart lögunum og velja sér lög sem óhætt er að taka hóflegt mark á. Á hverjum degi tala þúsundir í farsíma undir stýri og senda smáskilaboð. Fullyrt er að hættan af því sé ekki minni en að vera hífaður við akstur. Það er þó bersýnilega verra brot en hin tvö, að senda smá- skilaboð hífaður undir stýri. Þúsundir manna eru staðnar að skemmdarverkum á eignum náungans með vemmilegu veggjakroti öllu umhverfinu til ama. Þúsundir sýnast stoltar yfir því að eiga þátt í því að trufla starfsfrið Alþingis, þótt stjórnarskrá þjóðarinnar fordæmi þá gjörð. Varla nokkur geldur þeirrar hegðunar. Eitthvað fámennari hópur hendir hroða í þinghúsið og stefnir löggæslu- mönnum í hættu. Framganga þessa hóps virðist njóta ríkari friðhelgi en Alþingi sjálft nýtur, þótt stjórnarskráin sé á bandi þess. Hvort tveggja er brot á mikilvægum lögum sem binda alla landsmenn jafnt. Líka þá sem hlýða kalli „RÚV“ og þyrpast á Austurvöll, sannfærðir um að þeir búi yfir ríkari réttlætiskennd en venjulegt lög- hlýðið fólk sem sinnir störfum af trúmennsku, vill hlúa að sínu og rækta sinn garð og svarar ekki kalli skrílsins um að grýta eggjum og óhroða í Alþing- ishúsið. En þegar meint lögbrot annarra gefa ekki réttlæt- isriddurum leyfi til að brjóta lög og stjórnarskrá er gripið til næsta leiks. „Löglegt en siðlaust“ heitir hann. Þar er allt miklu handhægara. Þá eru dóm- ararnir jafnmargir æsingamönnum, enda einn og sami hópurinn. Allir eru í færum um að segja upp siðleysisdóminn. Ólæknandi siðleysingjar sjálfir ekki síður en aðrir. Þann dóm þarf ekki að rökstyðja. Vilji menn í friðþægingarskyni veifa fremur röngu tré en öngvu má kalla til siðfræðingana. Þeir hafa hingað til ekki brugðist röngum málstað. Dæmin sýna að ekki er létt að tala um nákvæmni í nágrenni þeirra „vísinda“. Ekki er því þó haldið fram að þau fræði standi sannanlega lakar að vígi en t.d. kynja- fræðin. Hvenær svíkur maður mann Afbrigði þessa veruleika er umræðan um skattamál. Allur þorri manna hefur allt sitt á hreinu gagnvart skattyfirvöldum. Flestir vegna þess að hugur þeirra stendur ekki til annars. En hinu er ekki að leyna að margir eru ekki í færum um nein undanbrögð. Venjulegir launamenn sátu forðum sveittir yfir skattframtalinu sínu og skutu því loks inn um skattalúguna á síðustu mínútum. Svitinn stafaði ekki af svindlvilja heldur af nagandi ótta við að hafa mis- skilið fyrirmælin á framtalinu. Kannski fært sínar tölur í vitlausan dálk og jafnvel með einu núlli of eða van einhvers staðar og í patinu lagt í lokin tölurnar vitlaust saman. Nú er þessi taugatrekkjandi þáttur tilverunnar að Við snið- göngum léttir í lundu ’ Þúsundir sýnast stoltar yfir því að eiga þátt í því að trufla starfsfrið Alþingis, þótt stjórnarskrá þjóðarinnar fordæmi þá gjörð. Varla nokkur geldur þeirrar hegðunar. Eitthvað fámennari hópur hendir hroða í þinghúsið og stefnir löggæslumönnum í hættu. Framganga þessa hóps virðist njóta ríkari friðhelgi en Alþingi sjálft nýtur, þótt stjórnarskráin sé á bandi þess. Reykjavíkurbréf15.04.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.