Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 52
Ljósmynd/Alexandra Waespi sannarlega sungið með af tilfinn- ingu. Bara Adele Upp úr miðbiki tónleikanna kom Adele aftur á miðjusviðið og þegar hún söng annað þekkt lag, Set fire to the rain, virtist sem byrjað væri að rigna í kringum hana. Mjög áhrifamikið og flott atriði og þrátt fyrir að sitja á mjög góðum stað var ómögulegt að átta sig á hvernig þetta væri gert og hvort þetta væri í raun vatn sem dropaði allt í kring- um hana. Þetta voru helstu tilþrifin á tónleikunum, tæknilega séð, utan að mynd af söngkonunni var varpað upp á stóran skjá. Tvímælalaust segir það heilmikið um Adele sem listakonu að hún nái að halda áheyr- endum á sætisbrúninni, tengjast þeim, græta þá og heilla þá upp úr skónum þegar lítið er um tækni- brellur, glamúr, dansara eða þess Hvernig tekst söngkonu semhefur ekki látið í sér heyraí fjögur ár að selja upp tugi tónleika á stuttum tíma auk þess sem titillag nýjustu plötunnar var halað niður 1,1 milljón sinnum á einni viku? Svarið er einfalt; með því að vera Adele. Einlæg, tilfinninga- rík, jarðbundin, eilítið gróf og með húmor fyrir sjálfri sér. Það var því ekki að ástæðulausu að blaðamaður sat samtals í átta klukkustundir fyr- ir framan tölvu til að ná í miða á tón- leika dívunnar í London. Þótt díva sé í raun ekki réttnefni því það er einmitt það að Adele er ekki díva, þrátt fyrir að vera stórstjarna, sem er eitt af því sem er svo heillandi við hana. Blaðamaður var langt frá því að vera eini aðdáandinn sem sat fyr- ir framan tölvuna í miðaleit og til að mynda seldist upp á alla tónleika hennar í Norður-Ameríku á nokkr- um mínútum og talið er að um tíu milljónir notenda hafi reynt að kaupa miða en auk Norður-Ameríku hélt Adele tónleika á Bretlandi, í Kaupmannahöfn, Svíþjóð, Þýska- landi og víða annars staðar. Sungið með af tilfinningu Tónleikar Adele í London voru haldnir í O2-höllinni. Höllin er gríðarstór en þrátt fyrir það var engin örtröð neins staðar, allt gekk vel fyrir sig enda sérstakir inngang- ar fyrir hvert svæði. Inni í höllinni var heilmikið af veitingastöðum og börum þar sem annríkið var greini- lega mikið. Þegar komið var inn á tónleikasvæðið voru enn fleiri barir þar og í raun var það eini staðurinn þar sem þurfti að standa í biðröð. Það var skemmtileg tilfinning að ganga inn á sjálft tónleikasvæðið enda þvílíkur aragrúi af sætum, eða fyrir um 20 þúsund manns. Þar mátti sjá tvö svið, eitt við enda sal- arins eins og vaninn er og eitt í miðju áhorfendaskarans á gólfinu sem skapaði óneitanlega mikla ná- lægð við söngkonuna. Það var til- þrifamikið að sjá Adele koma þar upp í byrjun tónleikanna og fyrsta lagið var vitanlega Hello, lag sem sennilega flestir í hinum vestræna heimi þekkja núorðið. Hún færði sig svo upp á aðalsviðið þar sem hver smellurinn á fætur öðrum hljómaði. Um tíma var eins og hver einn og einasti af þessum 20 þúsund ein- staklingum kynni hvert orð í ákveðnum lögum. Og það var svo háttar. Það er bara Adele enda stendur hún ein og sér fyllilega und- ir nafni. Það þarf heilmikla persónu- töfra til að halda út svona tónleika ein, sérstaklega þegar lögin eru að upplagi í rólegri kantinum. Toppnum var kannski náð, ef hægt er að kalla eitthvert eitt atriði toppinn því tónleikarnir voru í raun ein runa af toppum, þegar Adele tal- aði um hvað allir hefðu tekið sér vel þegar hún kom aftur eftir sínu löngu pásu. Þegar hún lýsir því hve mjög þetta gladdi hana þar sem hún hafði áhyggjur af að allir myndu gleyma sér verður hún klökk og fell- ir nokkur tár. Einhvern veginn svo mikið í anda Adele og í raun eini raunhæfi endirinn á tónleikunum. Enda kom það ekki á óvart, þegar gengið var út úr höllinni, að sjá mátti ansi marga grátbólgna eftir tilfinningaþrungna en magnaða tón- leika. Tilfinningar, tár og gæsahúð Einlæg, tilfinningarík, jarðbundin, eilítið gróf og með húmor fyrir sjálfri sér. Þessir eiginleikar, einstök rödd og textar sem milljónir geta samsamað sig við gerir það að verkum að Adele er ein skærasta stjarnan í tónlist í dag. Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@mbl.is 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 LESBÓK  O2-höllin, sem á frummál- inu nefnist The O2 Arena, er hluti af stórri afþreyingar- þyrpingu þar sem meðal ann- ars má finna stóra tónleika- höll, keiluhöll, kvikmyndahús og fjölda veitingahúsa.  O2 Arena var fjögur ár í byggingu en lauk árið 2007.  O2-höllin heitir eftir breska símafyrirtækinu O2 sem er helsti styrktaraðilinn.  Tónleikahöllin tekur allt að 20 þúsund gesti en þó er hægt að halda minni viðburði þar líka.  Hægt er að breyta höllinni að innan þannig að þar getur verið tónleikahöll, svell, sýningarhöll, ráðstefnuhöll og körfuboltavöllur svo eitthvað sé nefnt.  Það er líka hægt að „klífa“ O2 og vafalaust magnað útsýni af toppnum. Tónleikahöll og svell! Getty Images/iStockphoto TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Gunnar Birgis var að senda frá sér nýtt lag sem heitir „Litli strákur“ á Spotify. „Það fjallar um að gefa draumana sína ekki upp á bátinn þó að á móti blási. Þegar maður er lítill á maður sér alla þessa drauma sem maður reynir síðan að láta rætast, og þannig kemur tilvísunin í titil lagsins. Sögu- maðurinn ávarpar sig sem litli strákur af því hann er að tala við litla strákinn í sjálfum sér sem átti sér draum fyrir öllum þessum árum. Hann stappar stálinu í sjálfan sig og segir sér að gefast ekki upp, heldur halda áfram að berjast,“ segir Gunnar en lagið er unnið í samstarfi við Örlyg Smára. Myndband er síðan væntanlegt á YouTube sem á að fanga sumarstemninguna sem er yfir laginu. Ekki gefast upp Gunnar Birgis TÓNLIST Sainsbury’s í Bretlandi byrjaði í síð- ustu viku að selja vínylplötur í fyrsta sinn í nærri þrjátíu ár. Búist er við því að þrjár milljónir vín- ylplatna seljist í landinu á þessu ári en tvær millj- ónir seldust í fyrra, sem var langmesta salan í 21 ár. Mest seldu plöturnar á vínyl á fyrsta ársfjórð- ungi voru í þessari röð: Blackstar (David Bowie), Back to Black (Amy Winehouse), I Like It When You Sleep (The 1975), 25 (Adele), The Stone Roses (The Stone Roses), Nothing has Changed (David Bowie), Guardians of the Galaxy (Ýmsir listamenn), Rise and Fall of Ziggy Stardust (Dav- id Bowie), Legend (Bob Marley & The Wailers) og Rumours (Fleetwood Mac). Sala vínylplatna eykst enn Vínyllinn hefur mikið aðdráttarafl. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.