Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 38
Það er með ólíkindum hvaðunglingssonur minn virðistekki geta hitt á snaga með úlpuna sína. Eða í óhreinatauskörf- una, hann sem æfir körfu! Óhrein föt liggja gjarnan við hliðina á óhreinatauskörfunni, hálffullar Cheerios-skálar má finna víða um hús og föt og drasl má finna á gólf- um, borðum og sófum. Ræðan sem virkar ekki Móðirin ákvað að halda fjölskyldu- fund yfir kvöldverðinum kvöld eitt í vikunni þar sem farið var yfir þessi atriði. Sama ræðan var haldin sem oft áður hefur ómað um eldhúsið. „Við búum hér þrjú á þessu heimili og þurfum að bera virðingu fyrir því og eigum okkar. Það er ekkert sann- gjarnt að ég sem vinn fullan vinnu- dag þurfi svo að koma heim og það er allt í drasli. Það tæki ykkur nú bara tíu mínútur að taka eldhúsið en það myndi gleðja mömmu ykkar mjög mikið. Ég gef ykkur allt sem þið viljið og ef þið biðjið um pening í bíó, hef ég einhvern tímann sagt nei?“ Þannig hefst ræðan sem er mun lengri. Ég hef grun um að það sem þeir heyra sé einhvern veginn allt annað. Kannski: „Blablabla, ganga betur um, blablabla, virðing, blablabla, laga til, blabla.“ Að minnsta kosti virkaði þessi ræða mín greinilega ekki mikið því næsta morgun var ástandið óbreytt. Fötin á gólfinu, óhrein ílát hjá tölvunni, anddyrið fullt af skóm á víð og dreif, full mjólkurferna á borðinu. Mér hefur greinilega mistekist einhvers staðar í uppeldinu. Vopnuð post-it miðum Ég hringdi auðvitað í mömmu til að kvarta. Í símtalinu fleygi ég því fram í gríni að ég ætti hreinlega að setja miða á allt sem væri á röngum stað, í stað þess að tína það upp sjálf. Þeg- ar símtalinu lauk ákvað ég að þetta væri ef til vill bara snilldarhugmynd. Ég gekk um húsið vopnuð post-it miðum og skrifaði athugasemdir við hverja flík, hverja skál og hvert glas. Á óhreinar nærbuxur var skrifað: Óhreinatauskarfa:1 meter. Á Cheer- ios skál var skrifað: Cheerios. Hvað ertu að gera inni á skrifstofunni minni? Svona gekk ég um húsið með miðana, dreifði þeim sem víðast og hélt af stað í vinn- una. Þegar heim var komið var staðan óbreytt. Ég spurði son minn hvort hann hefði ekki séð bleika miða út um allt hús og hann umlaði eitthvað. Ég beið róleg og ekkert gerðist lengi vel. Ég fór vonsvikin að hátta en næsta morgun hafði gerst lítið kraftaverk. Allt óhreint leirtau var komið að eldhúsvaskinum! Óhrein föt komin í körfuna! Fleiri glíma við sama vanda Til að fá stuðning frá vinum og vandamönnum setti ég myndir og færslu á fésbókina; myndir af post-it miðunum mínum víða um hús. Skemmst er frá því að segja að sjaldan hafa við- brögðin verið jafn sterk á jafn- skömmum tíma. Ég var greinilega ekki eina foreldrið á Íslandi sem glímir við þetta vandamál um slæma umgengni barna sinna. Fólk var hrifið af miða- aðferðinni og margir ætluðu að prófa líka. Mér leið að minnsta kosti betur að vita að ég væri ekki sú eina sem hefði mistekist uppeldið á þessu sviði. Spurning um að stofna stuðn- ingshóp? Lítil saga um sóðaskap og skilaboð Foreldrar kannast margir við það að ganga um húsið og tína upp föt, glös, diska og jafnvel hálfétinn mat sem liggur víða um hús. Börn og unglingar virðast vera ónæm fyrir stöðugu tuði í foreldrum sínum um betri umgengni. En hvað er til ráða? Blaðamaður, sem er tveggja sona einstæð móðir, tók til sinna ráða. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Föt liggja gjarnan víða um gólf og jafnvel leirtau líka. Gott er að fá útrás og skrifa sniðugar athugasemdir á miðana. Kraftaverk hafði gerst á meðan ég svaf. Óhreina leirtauið var komið inn að eldhúsvaski. Með miðunum enn á. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir ’ Ég hef grun um aðþað sem þeir heyrasé einhvern veginn alltannað. Kannski: „Bla- blabla, ganga betur um, blablabla, virðing, bla- blabla, laga til, blabla.“ 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 FJÖLSKYLDAN Foreldrar eru fyrirmyndir barnasinna. Minnkið gosneyslu heimilis- ins. Í hálfum lítra eru 25 sykurmolar. Gosið óhollt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.