Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 21
Þorpin í Austur Kazakhstan eru almennt lágreist og húsin þar mynda fullkomnar andstæður við sovétblokkir og skýjakljúfa sem sjást víða í höfuðborg landsins Astana. Hvar sem við fórum var fólk með snjallsíma. Þessi 11 ára gutti var á leið heim úr skólanum. Íbúðablokkirnar í Astana eru engin smásmíði og almennt er talsverður stórborgarbragur á þessari 800 þúsund manna vindasömu borg sem gerð var að höfuðborg Kazakhstan 1997. Þá var efnt til samkeppni og japanski arkitektinn Kisho Kurokawa í kjölfarið fenginn til að teikna borgarplan. Fyrir var borgin Akmola en Astana þótti hæfa hinni nýju betur enda þýðir nafnið bókstaflega höfuðborg. Vöruúrvalið er það sem máli skiptir, útstillingin er algjört aukaatriði. Blaðamaður stillti sér upp með verslunareigandanum Salimu í miðri búðinni í Kokpekty. Í Kazakstan búa 18 milljónir manna og misskipting er mikil. Þessi krúttlega hnáta lék sér á rafbíl í borginni Astana, en svona bíll kostar um það bil andvirði mánaðarlauna almenns launafólks. Bayterek-turninn er helsta kennileiti Astana. Úr honum er frábært útsýni yfir borgina. alla jafna frekar smá og standa þétt hvert upp við annað. Sums staðar eru kýr og kálfar í görðunum milli húsanna. Sennilega er það talið hentugt fyrirkomulag. Margir rækta víst grænmeti og ávexti líka, en við sjáum auðvitað lítið af því í ferðinni enda er snjór yfir öllu og hiti rétt undir frostmarki. Þröngt en hlýtt Í einhverjum hagtölum á netinu sá ég að fer- metrafjöldi á mann í Kazakstan er aðeins um tveir þriðju hlutar af því sem alþjóðastofnanir setja sem staðla. Miðað við smæð þeirra húsa sem sjá má á ferð um þorpin má gefa sér það að þessi staður geri ekki mikið til að hífa þetta hlutfall upp. Vatnssalerni eins og við þekkjum á Vesturlöndum eru heldur ekki á hverju strái. Þau er þó að finna í byggingum á borð við ráð- hús og stundum í svokölluðum menningar- húsum, en eitt slíkt er almennt að finna í hverju þorpi. Eitt hús er fyrir menningu (á Sovétttímanum voru settar upp leiksýningar og sýndar kvikmyndir sem þóttu æskilegar) og annað hús fyrir íþróttir. Við heimsækjum mörg íþróttahús , enda eru þau gjarnan brúkuð sem kjörstaðir. Ástandið er afar misjafnt, oft eru gólffjalir brotnar og naglar standa jafnvel uppúr. Þó eru íþrótta- húsin ætluð fyrir börn. En kröfurnar til hús- næðis eru bara aðrar, gólf og veggir eru ekki alltaf hornrétt og rafmagnssnúrum gjarnan haldið uppi með límbandi. Einhvern veginn virðist fólk ekki kippa sér mikið upp við þetta. Að húsið sé vel kynt og þar sé hlýtt skiptir meira máli. Þrengsl og augljós þörf fyrir ýmiss konar viðhald og viðgerðir eru aukaatriði. Salima vinkona okkar er afar sátt við sitt hlutskipti í lífinu og, eins og flestir sem við hitt- um á ferð um smáþorp í Austur Kazakstan, elskar þorpið sitt og lyftist öll upp þegar hún talar um landsins gæði á þessum slóðum. Hún segist hafa góða heilsu og er stolt af fjölskyld- unni sinni. Spurð almennt um lífið og tilveruna þá snýr hún talinu að forseta landsins, Nursultan Naz- arbayev, sem setið hefur á sínum stóli frá árinu 1991. Forsetinn er henni hugleikinn enda þakkar hún honum mestallt sem hún hefur öðl- ast í lífinu. „Hann hefur gefið okkur svo mikið, við höfum allt sem við þurfum. Ég óska Nazar- bayev góðrar heilsu og langlífis,“ segir hún af innlifun og réttir sjálfkrafa úr sér og reigir hökuna fram þegar hún nefnir nafn hans. Eftir tvö ár getur Salima hætt vinnu og farið á eftirlaun. Þá verður hún orðin 58 ára, sem er eftirlaunaaldur kvenna í Kazakhstan. Karlar geta unnið til 63 ára aldurs. „Þetta er bara miklu fljótlegra!“ Salima var afar upp með sér að ég, þessi fram- andi manneskja, skyldi líta inn í búðinni hjá henni þótt henni þættu sumar spurningarnar skrýtnar. Hvað var til dæmis svona merkilegt við þessa talnagrind sem blaðamaðurinn frá Íslandi vildi mynda í bak og fyrir. „Þetta er bara miklu fljótlegra!,“ segir hún og bendir á þetta forna tól sem er alls ekki þarna upp á punt heldur notað dag hvern. Meðan Kazakstan var hluti af Sovétríkj- unum vann hún verslunarstörf og vandist þá á að nota talnagrind, enda var ekki annað í boði. Eftir að hún stofnaði sína eigin verslun hefur hún haldið þessum sið, að nota talnagrindina til að reikna út hvað þarf að borga. Reiknivélin liggur á borðinu en hún segist ekki kunna eins vel við að nota hana. En hún bætti við að líklega væru fáir eftir sem notuðu tól eins og talnagrindur lengur, kannski í tveimur eða þremur verslunum í þorpinu, taldi hún. Flestir notuðu reiknivélar. Búðarkassar eða önnur afgreiðslukerfi voru þó hvergi sjá- anleg á þessum slóðum. Hún vildi fá mynd af sér með mér og sagðist vona að ég kæmi aftur til Kokpekty. Í það skiptið ætti ég að íhuga að verða eftir. Ég sagðist myndu láta heimsókn duga í bili en að ég skyldi senda henni eintak af blaðinu svo hún gæti haft það hjá sér í búðinni. Ef ég kæmi aft- ur á þessar slóðir skyldi ég að sjálfsögðu reka inn nefið. Við kvöddumst með faðmlagi og ég keypti af henni dýrindis bakkelsi sem kom sér vel í ferðinni aftur til höfuðborgarinnar. 17.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.