Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 47
Jón Stefánsson organisti og kórstjóri bjó yfir mikilli starfsorku og tókst ávallt að hrífa samstarfsfólk sitt með sér, að sögn Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Morgunblaðið/Ómar Í ljósi aðstæðna kom ekki annað tilgreina en að helga dagskrá tón-leikanna minningu Jóns Stefáns- sonar,“ segir Lára Bryndís Eggerts- dóttir sem heldur orgeltónleika í Langholtskirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 17. Jón lést sem kunnugt er 2. apríl sl., aðeins 69 ára að aldri. Hann hafði verið á sjúkrahúsi frá í nóvember á síðasta ári í kjölfar um- ferðarslyss, en komst aldrei til með- vitundar eftir slysið. „Allt sem ég spila á tónleikunum hefur einhverja tengingu við Jónsa. Á efnisskránni verða nokkur af uppáhaldsorgelverkum hans, m.a. hinn undurfagri sálmforleikur J.S. Bach „Schmücke dich O liebe Seele“ sem Jónsi kynnti mér á sínum tíma sem eitt af fallegustu lögum í heimi, eitt af mörgum. Einnig mun ég leika nokkur þeirra verka sem hann lék sjálfur á tónleikum þegar Noack- orgelið í Langholtskirkju var vígt árið 1999. Vivaldi skýtur einnig upp kollinum, sem og minna þekktir koll- egar hans eins og hinn þýski Walt- her og hinn spænski Antonio Soler,“ segir Lára Bryndís og tekur fram að hún hafi lofað Jóni því, þegar hann leitaði til hennar sl. haust með ósk um að hún héldi orgeltónleika í kirkjunni, að spila ekki neitt sem væri ljótt eða leiðinlegt. Leysti Jón af 14 ára gömul „Ég var aðeins 10 ára gömul þegar ég fór að syngja í kórnum hjá Jóni,“ segir Lára Bryndís þegar hún er beðin að rifja upp kynni þeirra Jóns og samstarf. Lára Bryndís söng fyrst með Kór Kórskóla Langholts- kirkju, síðan Graduale Nobili og Kór Langholtskirkju. „Þegar í ljós kom að ég kynni á píanó var ég fengin til að spila með kórnum við ýmis tæki- færi. Ég var aðeins 14 ára þegar hann fékk mig til að leysa sig af við orgelið í messum,“ segir Lára Bryn- dís og rifjar upp að þá hafi hún spil- að á litla fjögurra radda orgelið í kirkjunni. „Ég byrjaði ekki að læra formlega á orgel fyrr en 1998,“ segir Lára Bryndís sem lauk 8. stigi á org- el ásamt kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar vorið 2001 og ein- leikaraprófi ári síðar, ásamt því að taka próf við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð, en aðalkennarar hennar voru Hörður Áskelsson á Ís- landi og prófessor Hans-Ola Erics- son í Svíþjóð. Hún starfar nú sem organisti við Sønderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá bar- okksveitinni BaroqueAros í Árósum. „Jónsi var frábærlega músík- alskur og spilaði alltaf fallega. Sem kórstjóri bjó hann yfir ótrúlegum krafti og tókst ávallt að hrífa aðra með sér. Hann gat lokkað ótrúleg- ustu hluti úr óþekkum krakkaorm- um. Maður kæmist langt á því ef maður hefði aðeins helminginn af þeirri orku sem hann bjó yfir. Hann virtist vera með fleiri tíma í sólar- hringnum heldur aðrir. Það er mikill missir að honum.“ silja@mbl.is Lára Bryndís Eggertsdóttir Spilar uppá- haldsverk Jóns Lára Bryndís Eggertsdóttir helgar dagskrá orgel- tónleika sinna í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, minningu Jóns Stefánssonar organista og kórstjóra sem féll frá fyrr í þessum mánuði. 17.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Bið er yfirskrift sýningar sem Sig- ríður Anna E. Nikulásdóttir opnar í sal félagsins Íslensk grafík að Tryggvagötu 17, hafnarmegin, í dag, laugardag, milli kl. 15 og 18. Sýningin stendur til 1. maí og er opin fim. til sun. milli kl. 14 og 18. Tónlistarkonan Myrra Rós, ástr- alski tónlistar- maðurinn Owls of the Swamp og hljómsveitin Uggla úr Hafnarfirði halda tónleika í Gym og Tonic á Kex hosteli annað kvöld, sunnudag, kl. 20. Kortasmiðja ætluð börnum og fullorðnum fylgifiskum þeirra fer fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu á morgun, sunnu- dag, milli kl. 14 og 16. Smiðjan er í tengslum við sýninguna Sjónarhorn. Jónborg-Svanborg nefnist sýning sem Jónborg Sigurðardóttir, Jonna, opnar í dag, laugardag, kl.15 í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akur- eyri. Til sýnis eru akrýlmálverk og innsetning sem Jonna vann m.a. úr endurvinnsluplasti. DrinniK er nýtt tríó sem spilar frumsamda tónlist undir sígauna- áhrifum. Sveitin, sem skipuð er Andra Kristinssyni, Wolfgang Lobo Sahr og Alan Mackay, leikur í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði í kvöld, laugardag, kl. 20. MÆLT MEÐ Klæðskeraskæri Stærðir 8“-12“ Verð kr. 4.980 - 8.580 kr. ÚRVAL AF GÓÐUM S ÆRUM Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is skæri í úrvali Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Alhliða skæri kr. 4.395 Vinstri handar skæri kr. 4.395 Hárskæri kr. 5.190 Klæðskeraskæri Verð kr. 5.660 Bróderskæri Kr. 2.565 Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.