Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 32
HEILSA Frjóofnæmi hrjáir marga. Í sumum tilvikum getur verið gott að byrjasnemma (í apríl/maí) að taka ofnæmislyf og safna þannig upp forða fyrir sumarið, en best er auðvitað að ráðfæra sig við lækni. Forvarnir gegn frjóofnæmi 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 Skólahreysti hefur fest sig í sessi svo um munar, enkeppnin fór fyrst fram árið 2005. Síðan þá hafa þús-undir unglinga tekið þátt og enn fleiri mætt á áhorf- endapallana að hvetja sitt fólk. Mikil spenna ríkir fyrir úr- slitakvöldið. Íþróttahúsin fyllast á hverju ári Sýn keppnninar hefur verið frá upphafi að hvetja börn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun sem byggð væri á grunn- forsendum almennrar íþróttakennslu og þar sem keppendur ynnu að mestu leyti með eigin líkama í þrautunum. Andrés Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skólahreysti, segir að keppnin hafi gengið ótrúlega vel í ár. „Það kemur manni alltaf jafn mikið á óvart og gaman að sjá þegar að íþróttahúsin fyll- ast á hverju einasta ári af áhorfendum. Yfir 90% af skólum mæta til leiks,“ segir Andrés, sem segir að mikill metnaður ríki hjá skólunum. Hann segir að skólarnir séu sífellt að verða virkari í samvinnu við Skólahreysti. Keppt í fimm erfiðum greinum Fjórir eru í hverju liði og er keppt í fimm greinum. Keppt er í upphífingum, dýfum, armbeygjum, hreystigreip og í hraða- braut. Andrés segir allar þrautirnar vera erfiðar. „Það eru alltaf sömu þrautirnar. Þá vita krakkarnir að hverju þau ganga,“ segir hann. „Ég vil hrósa krökkunum, en ég er fullur aðdáunar á því hvað þau eru dugleg og að enginn skuli hætta í keppni. Allir eru að gera sitt besta,“ segir Andrés. Tólf skólar eru í úrslitum. Það eru Holtaskóli, Grundakóli, Grunnskólinn á Ísafirði, Lindaskóli, Laugalækjarskóli, Hvols- skóli, Kelduskóli, Árskóli, Síðuskóli, Egilsstaðaskóli, Stóru- Vogaskóli og Hagaskóli. Áhorfið á þáttunum hefur aukist mik- ið og hefur verið það mesta í ár frá upphafi. Úrslitaþátturinn verður í beinni útsendingu á RÚV klukkan 20 þann 20. apríl. Úrslita- stundin nálgast Skólahreysti er nú haldin í tólfta sinn með þátttöku 108 skóla á land- inu. Sjö hundruð nemendur í 9. og 10. bekk tóku þátt í ár, en keppnin nýtur vaxandi vinsælda. Keppt verður til úrslita í Laugardalshöll næstkomandi miðvikudag. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Keppt er í upphíf- ingum, dýfum, arm- beygjum, hreystigreip og í hraðabraut. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Spennan magnast nú þegar úrslitakeppnin nálgast. Nemendurnir eru metnaðarfullir og standa sig vel. Latabæjarhlaupið, sem síðastliðinn áratug hefur verið haldið samhliða Reykjavíkurmaraþoninu, verður ekki haldið í ár. Engu að síður verður sérstakt krakkahlaup skipulagt á svæðinu í kringum Hljómskálagarðinn líkt og verið hefur en það hlaup verður ekki lengur undir merkjum Latabæjar. Leiksýning með helstu íbúum Lata- bæjar heyrir því einnig sögunni til. Ástæðan fyrir breytingunni mun vera sú að samningur Latabæjar og Ís- landsbanka, styrktaraðila Reykjavíkurmaraþonsins, rann út eftir síðasta hlaup og verður ekki endur- nýjaður. Samkvæmt upplýsingum frá Íþrótta- bandalagi Reykjavíkur, sem heldur utan um Reykjavíkurmaraþonið, verður eftir sem áður boðið upp á einhvers konar skemmtun í Hljómskálagarðinum í tengslum við nýja krakkahlaupið þótt það verði með breyttu sniði. Til stend- ur að segja nánar frá fyrirkomulagi nýja hlaupsins og skemmtiatriða tengdra því innan fárra vikna. Latabæjarhlaupið var fyrst haldið ár- ið 2006 og tóku þá hátt í 4.500 börn þátt. Árið á eftir voru þátttakendur álíka margir, en síðustu tvö þrjú ár hefur þeim börnum sem taka þátt fækkað töluvert og voru þau í kringum 2.700 í fyrra og tvö ár þar á undan. Íþróttaálfurinn fær frí þann 20.ágúst næstkomandi því ekkert Latabæjar- hlaup verður haldið samhliða Reykjavíkurmaraþoni í ár. Morgunblaðið/Eggert KRAKKAHLAUP Latabæjarhlaupið ekki haldið í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.