Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2016, Blaðsíða 28
MATUR Maukið saman 400 grömm af kjúklingabaunum, 2 teskeiðar tahini, 3 matskeiðarólífuolíu, 1 hvítlauksrif og 2 matskeiðar sítrónusafa og smá salt og úr verður un- aðslegt húmmus. Hægt að krydda með papriku-dufti og ferskum kóríander. Jamie Oliver hummus 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2016 Tilbrigði við grillaðar samlokur Einn þægilegasti kvöldmatur eða hádegis- matur í heimi er grilluð samloka. Skinka og ostur stendur alltaf fyrir sínu en örlítil tilbreyting getur gert gæfumuninn. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 2 þykkar brauðsneiðar ½ epli nokkrar sneiðar af dalabrie eða öðrum góðum hvítmygluosti nokkur blöð fersk basilíka 1-2 sneiðar af góðri skinku 2-3 msk. rjómaostur Smyrjið brauðsneiðarnar með rjómaostinum. Stráið nokkrum basilíkulaufum yfir. Leggið skinkuna ofan á, þá þunnt sneiddar eplaskífur og loks frem- ur þunnt skornar sneiðar af dala- brie. Lokið samlokunni og setjið líka dalabrieost ofan á ef vill. Þá þarf samlokan hins vegar að bak- ast inni í ofni í nokkrar mínútur, við 190 °C. Ef dalabrie er ekki settur ofan á lokaða samlokuna getur hún farið í samlokugrillið eða á pönnu þar sem hún er steikt upp úr smjöri. Epli og dalabrie 2 brauðsneiðar að eigin vali 2-3 vænar sneiðar maríbó- eða cheddar- ostur ferskar kryddjurtir að eigin vali, til dæmis oreganó beikon, helst lúxusbeikon hot sauce eftir smekk (má sleppa) Forsteikið beikonið vel, hægt er að baka það líka inni í ofni á bökunarpapp- ír. Leggið maríbó- eða cheddarost- sneiðar ofan á brauðsneiðarnar, hafið þær eins þykkar og þið getið. Stráið vel af fersk- um kryddjurtum yfir, gott er að nota ítalsk- ar kryddjurtir svo sem ferskt óreganó. Þeir sem kunna vel að meta sterkt bragð mega setja hot sauce eftir smekk. Passar vel með cheddarostinum og beikoninu. Þessa sam- loku má grilla í samlokugrilli en ennþá betra er að steikja hana upp úr blöndu af smjöri og ólífuolíu, þar til osturinn er bráð- inn. Beikonsamlokan 2 brauðsneiðar að eigin vali 4 sneiðar af góðri skinku að eigin vali 2-3 msk. rjómaostur 2-3 súrar gúrkur 4-5 sneiðar ostur sem grillast vel smávegis svartur pipar Smyrjið brauðsneiðarnar vel með rjómaosti. Leggið 2 skinkusneiðar ofan á aðra brauðsneiðina, þá ostsneiðar, setjið aftur skinkusneiðar og leggið loks niðursneiddar súrar gúrkur ofan á. Setjið svo aftur ost og piprið lítillega með svörtum pipar. Þessa samloku er líka gott að steikja upp úr smjöri á pönnu á hvorri hlið þar til osturinn er bráðinn. Samlokan með súru gúrkunum Getty Images/iStockphoto Pestó, pera og kjúklingur 2 brauðsneiðar að eigin vali 2 msk. grænt pestó 2-3 sneiðar ostur að eigin vali sem grillast vel ¼ grilluð kjúklingabringa grænt kál ¼ pera, þunnt skorin Smyrjið brauðsneiðarnar með grænu pestói, leggið vænar ostsneiðar ofan á og þunnar sneiðar af kjúklingabringu, sem búið er að fullelda og grilla áður, þar yfir. Gott er að setja ferskt og stökkt grænt kál yfir og svo nokkrar þunnar sneiðar af peru sem gefur ferskt bragð á móti. Grillið í nokkrar mínútur, eða þar til osturinn er bráðinn. 2 brauðsneiðar að eigin vali ¼ avókadó parmesanostur eftir smekk ¼ tómatur 2 tsk. franskt sinnep 2-3 sneiðar gouda eða annar ostur sem grillast vel Avókadó, parmesanostur og franskt sinnep er dásamleg blanda. Skerið avókadó í þunnar sneiðar sem og tómatinn. Smyrjið brauðsneiðarnar þunnt með frönsku sinnepi. Flysjið niður parmesanost og dreifið yf- ir eftir smekk. Leggið avókadóið og tómatinn ofan á og leggið svo vænar sneiðar af goudaosti yfir. Grillið í nokkrar mínútur, eða þar til osturinn er bráðinn. Passar vel að bera fram með fersku salati. Avókadósamlokan 1 tortillapönnukaka 3-4 sneiðar ostur sem grillast vel nokkrar sneiðar mangó örlítil paprika, smátt skorin rjómaostur Það er líka gott að grilla tortillapönnukökur í samlokugrilli. Smyrjið pönnukökuna þunnt með rjómaosti, leggið ostsneiðar ofan á, ekki hafa þær of þykkar, nokkrar sneiðar af mangó og smátt skorna papriku ofan á. Leggið pönnukök- una saman og grillið í nokkrar mínútur. Skerið svo í bita og berið fram. Mjög gott með salati. Mangógrill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.